52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga íslenskra bóka á fjölda erlendra mála og einnig sérstaka styrki til þýðinga á norræn mál

18. mars, 2025

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

  • Erl-thyd-mars-25

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 57 umsóknir bárust í þessari fyrri úthlutun ársins. Veittir voru 37 styrkir að upphæð 7.050.000 kr. og auk þess hlutu 15 styrki (af 16 umsóknum) til norrænna þýðinga að upphæð krónur 3.050.000. Neðst í fréttinni má sjá heildarúthlutun í hvorum flokki fyrir sig.

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Umsóknarfrestur um styrki til þýðinga á erlend mál er tvisvar á ári; í febrúar og september. Hægt er að sjá þau verk sem hlutu styrki í fyrri úthlutun á árinu neðst í fréttinni, en þær skiptast í norrænar þýðingar og aðrar erlendar þýðingar.

Veittir voru styrkir til erlendra þýðinga íslenskra bóka á 22 tungumál, meðal annars spænsku, ensku, ítölsku, ungversku, dönsku, hollensku, færeysku, finnsku, frönsku, japönsku og pólsku.

Meðal verka sem verða þýdd á ný tungumál eru Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem kemur út í Tyrklandi, Delluferðin eftir Sigrúnu Pálsdóttur kemur út á grísku og Dyngja eftir sama höfund kemur út í enskri þýðingu Lytton Smith. 

Ljóðabækur Gyrðis Elíassonar Þöglu myndirnar og Pensilskrift koma út á færeysku í þýðingu Martin Næs. 

Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur kemur út í danskri þýðingu Susanne Torpe og Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson kemur út í sænskri þýðingu Ingrid Kampås.

Hægt er að skoða allar úthlutanir hér (erlendar þýðingar) og hér (norrænar þýðingar). 

  • á myndinni má sjá nokkur verk sem áður hafa hlotið þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta


Allar fréttir

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - 17. mars, 2025 Fréttir

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. 

Nánar

Allar fréttir