52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga íslenskra bóka á fjölda erlendra mála og einnig sérstaka styrki til þýðinga á norræn mál

18. mars, 2025

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

  • Erl-thyd-mars-25

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 57 umsóknir bárust í þessari fyrri úthlutun ársins. Veittir voru 37 styrkir að upphæð 7.050.000 kr. og auk þess hlutu 15 styrki (af 16 umsóknum) til norrænna þýðinga að upphæð krónur 3.050.000. Neðst í fréttinni má sjá heildarúthlutun í hvorum flokki fyrir sig.

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Mamma klikk! eftir Gunnar Helgason og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Umsóknarfrestur um styrki til þýðinga á erlend mál er tvisvar á ári; í febrúar og september. Hægt er að sjá þau verk sem hlutu styrki í fyrri úthlutun á árinu neðst í fréttinni, en þær skiptast í norrænar þýðingar og aðrar erlendar þýðingar.

Veittir voru styrkir til erlendra þýðinga íslenskra bóka á 22 tungumál, meðal annars spænsku, ensku, ítölsku, ungversku, dönsku, hollensku, færeysku, finnsku, frönsku, japönsku og pólsku.

Meðal verka sem verða þýdd á ný tungumál eru Aðferðir til að lifa af eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur sem kemur út í Tyrklandi, Delluferðin eftir Sigrúnu Pálsdóttur kemur út á grísku og Dyngja eftir sama höfund kemur út í enskri þýðingu Lytton Smith. 

Ljóðabækur Gyrðis Elíassonar Þöglu myndirnar og Pensilskrift koma út á færeysku í þýðingu Martin Næs. 

Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur kemur út í danskri þýðingu Susanne Torpe og Aðventa eftir Gunnar Gunnarsson kemur út í sænskri þýðingu Ingrid Kampås.

Hægt er að skoða allar úthlutanir hér (erlendar þýðingar) og hér (norrænar þýðingar). 

  • á myndinni má sjá nokkur verk sem áður hafa hlotið þýðingastyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir