38 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; sígild verk, barna- og ungmennabækur, teiknimyndasögur og ný skáldverk

Þýdd verða verk eftir höfundana Andrej Kurkow, Gillian McAllister, Alejandro Palomas, Olga Tokarczuk, Simone de Beauvoir, Michael Rostain og fleiri.

5. júní, 2023

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um fyrri úthlutun ársins til þýðinga á íslensku, 9,4 milljónum er veitt í 38 styrki.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um fyrri úthlutun ársins af þýðingastyrkjum á íslensku. Að þessu sinni var 9,4 milljónum veitt í 38 styrki sem er sambærilegt við úthlutunina á sama tíma í fyrra. Þar af eru 6 verk sem teljast til myndríkra barna- og ungmennabóka.

Þýtt er úr frönsku, ensku, ítölsku, þýsku, rússnesku og spænsku. Meðal þýðenda eru Árni Óskarsson, Arthúr Björgvin Bollason, Áslaug Agnarsdóttir, Brynja Andrésdóttir Cortes, Gyrðir Elíasson, Jórunn Tómasdóttir, Erla E. Völudóttir, Helgi Ingólfsson og fleiri.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun:

Skynsemin í sögunni eftir G.W.F. Hegel. Þýðandi: Arthúr Björgvin Bollason og Þröstur Ásmundsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Serye pchely eftir Andrej Kurkow. Þýðandi: Áslaug Agnarsdóttir. Útgefandi: Bjartur

Dom dzienny, dom nocny eftir Olga Tokarczuk. Þýðandi: Árni Óskarsson. Útgefandi: Bjartur

Heartstopper, Volume 1 & 2 eftir Alice Oseman. Þýðandi: Erla E. Völudóttir. Útgefandi: Forlagið

The Great Pursuit eftir Tom Sharpe. Þýðandi: Helgi Ingólfsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

Cher Connard eftir Virginie Despentes. Þýðandi: Guðrún Vilmundardóttir. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Esto no se dice eftir Alejandro Palomas. Þýðandi: Ásmundur Helgason. Útgefandi: Drápa

Une Femme eftir Annie Ernaux. Þýðandi: Þórhildur Ólafsdóttir. Útgefandi: Ugla útgáfa

Le città invisibili eftir Italo Calvino. Þýðandi: Brynja Andrésdóttir Cortes. Útgefandi: Ugla útgáfa

La Femme rompue eftir Simone de Beauvoir. Þýðandi: Jórunn Tómasdóttir. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

Hér má sjá heildarúthlutun styrkja til þýðinga á íslensku, fyrri úthlutun árið 2023.

Þess ber að geta að ekki er sótt um styrki til þýðinga á íslensku úr norrænum málum til Miðstöðvarinnar, heldur er sótt um þá styrki til hinna Norðurlandanna, nánar tiltekið til upprunalands bókar sem á að þýða.


Allar fréttir

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir