38 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; sígild verk, barna- og ungmennabækur, teiknimyndasögur og ný skáldverk

Þýdd verða verk eftir höfundana Andrej Kurkow, Gillian McAllister, Alejandro Palomas, Olga Tokarczuk, Simone de Beauvoir, Michael Rostain og fleiri.

5. júní, 2023

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um fyrri úthlutun ársins til þýðinga á íslensku, 9,4 milljónum er veitt í 38 styrki.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um fyrri úthlutun ársins af þýðingastyrkjum á íslensku. Að þessu sinni var 9,4 milljónum veitt í 38 styrki sem er sambærilegt við úthlutunina á sama tíma í fyrra. Þar af eru 6 verk sem teljast til myndríkra barna- og ungmennabóka.

Þýtt er úr frönsku, ensku, ítölsku, þýsku, rússnesku og spænsku. Meðal þýðenda eru Árni Óskarsson, Arthúr Björgvin Bollason, Áslaug Agnarsdóttir, Brynja Andrésdóttir Cortes, Gyrðir Elíasson, Jórunn Tómasdóttir, Erla E. Völudóttir, Helgi Ingólfsson og fleiri.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun:

Skynsemin í sögunni eftir G.W.F. Hegel. Þýðandi: Arthúr Björgvin Bollason og Þröstur Ásmundsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Serye pchely eftir Andrej Kurkow. Þýðandi: Áslaug Agnarsdóttir. Útgefandi: Bjartur

Dom dzienny, dom nocny eftir Olga Tokarczuk. Þýðandi: Árni Óskarsson. Útgefandi: Bjartur

Heartstopper, Volume 1 & 2 eftir Alice Oseman. Þýðandi: Erla E. Völudóttir. Útgefandi: Forlagið

The Great Pursuit eftir Tom Sharpe. Þýðandi: Helgi Ingólfsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

Cher Connard eftir Virginie Despentes. Þýðandi: Guðrún Vilmundardóttir. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Esto no se dice eftir Alejandro Palomas. Þýðandi: Ásmundur Helgason. Útgefandi: Drápa

Une Femme eftir Annie Ernaux. Þýðandi: Þórhildur Ólafsdóttir. Útgefandi: Ugla útgáfa

Le città invisibili eftir Italo Calvino. Þýðandi: Brynja Andrésdóttir Cortes. Útgefandi: Ugla útgáfa

La Femme rompue eftir Simone de Beauvoir. Þýðandi: Jórunn Tómasdóttir. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

Hér má sjá heildarúthlutun styrkja til þýðinga á íslensku, fyrri úthlutun árið 2023.

Þess ber að geta að ekki er sótt um styrki til þýðinga á íslensku úr norrænum málum til Miðstöðvarinnar, heldur er sótt um þá styrki til hinna Norðurlandanna, nánar tiltekið til upprunalands bókar sem á að þýða.


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir