38 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í fyrri úthlutun ársins; sígild verk, barna- og ungmennabækur, teiknimyndasögur og ný skáldverk

Þýdd verða verk eftir höfundana Andrej Kurkow, Gillian McAllister, Alejandro Palomas, Olga Tokarczuk, Simone de Beauvoir, Michael Rostain og fleiri.

5. júní, 2023

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um fyrri úthlutun ársins til þýðinga á íslensku, 9,4 milljónum er veitt í 38 styrki.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um fyrri úthlutun ársins af þýðingastyrkjum á íslensku. Að þessu sinni var 9,4 milljónum veitt í 38 styrki sem er sambærilegt við úthlutunina á sama tíma í fyrra. Þar af eru 6 verk sem teljast til myndríkra barna- og ungmennabóka.

Þýtt er úr frönsku, ensku, ítölsku, þýsku, rússnesku og spænsku. Meðal þýðenda eru Árni Óskarsson, Arthúr Björgvin Bollason, Áslaug Agnarsdóttir, Brynja Andrésdóttir Cortes, Gyrðir Elíasson, Jórunn Tómasdóttir, Erla E. Völudóttir, Helgi Ingólfsson og fleiri.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun:

Skynsemin í sögunni eftir G.W.F. Hegel. Þýðandi: Arthúr Björgvin Bollason og Þröstur Ásmundsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag

Serye pchely eftir Andrej Kurkow. Þýðandi: Áslaug Agnarsdóttir. Útgefandi: Bjartur

Dom dzienny, dom nocny eftir Olga Tokarczuk. Þýðandi: Árni Óskarsson. Útgefandi: Bjartur

Heartstopper, Volume 1 & 2 eftir Alice Oseman. Þýðandi: Erla E. Völudóttir. Útgefandi: Forlagið

The Great Pursuit eftir Tom Sharpe. Þýðandi: Helgi Ingólfsson. Útgefandi: Ugla útgáfa

Cher Connard eftir Virginie Despentes. Þýðandi: Guðrún Vilmundardóttir. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa

Esto no se dice eftir Alejandro Palomas. Þýðandi: Ásmundur Helgason. Útgefandi: Drápa

Une Femme eftir Annie Ernaux. Þýðandi: Þórhildur Ólafsdóttir. Útgefandi: Ugla útgáfa

Le città invisibili eftir Italo Calvino. Þýðandi: Brynja Andrésdóttir Cortes. Útgefandi: Ugla útgáfa

La Femme rompue eftir Simone de Beauvoir. Þýðandi: Jórunn Tómasdóttir. Útgefandi: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum

Hér má sjá heildarúthlutun styrkja til þýðinga á íslensku, fyrri úthlutun árið 2023.

Þess ber að geta að ekki er sótt um styrki til þýðinga á íslensku úr norrænum málum til Miðstöðvarinnar, heldur er sótt um þá styrki til hinna Norðurlandanna, nánar tiltekið til upprunalands bókar sem á að þýða.


Allar fréttir

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - 17. mars, 2025 Fréttir

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. 

Nánar

Allar fréttir