Metfjöldi umsókna og úthlutana til þýðinga á erlend mál á síðasta ári

Á árinu 2017 var 96 styrkjum úthlutað til þýðinga íslenskra verka á 29 tungumál

21. mars, 2018

Veittir voru styrkir til 96 þýðinga úr íslensku á 29 tungumál og hafa umsóknir og veittir styrkir til erlendra þýðinga aldrei verið fleiri.

  • Kapumyndir-hruga-okt-2017

Or-a-fronsku

Verkin verða meðal annars þýdd á ensku (15), frönsku (12), dönsku (8), norsku (6) og þýsku (6). Um er að ræða skáldsögur, barnabækur, ljóð og bækur almenns efnis. 

Stjórn Miðstöðar íslenskra bókmennta úthlutaði styrkjum til þýðinga á íslenskum verkum á erlend mál fyrir rúmar 20 milljónir króna árið 2017. Umsóknir um þýðingar úr íslensku voru 119 talsins, þar af 21 til þýðinga á norræn mál. Veittir voru styrkir til 96 þýðinga á 29 tungumál og hafa umsóknir og veittir styrkir til erlendra þýðinga aldrei verið fleiri. 

Til úthlutunar voru 15 milljónir króna auk 5,5 milljóna króna sem Norræna ráðherranefndin leggur til þýðinga úr íslensku á norræn tungumál. 

Ljod-muna-rodd-a-norsku

Til samanburðar má geta þess að árið 2016 voru umsóknir 95 alls, þar af 19 þýðingar á norræn mál, og veittir voru 92 styrkir til þýðinga á íslenskum verkum á 28 tungumál. Það er því um að ræða fjölgun umsókna og styrkja milli ára sem hefur raunar verið stöðug síðustu þrjú ár.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrk

Codex-1962-a-ensku

Flestar styrkúthlutanir í ár eru vegna þýðinga á ensku, alls fimmtán, og má þar nefna CoDex 1962 eftir Sjón í þýðingu Victoria Cribb (útg. Sceptre) og Drápu eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur í þýðingu Rory McTurk (útg. Arc Publications). Næst flestar eru á frönsku, eða tólf, og meðal þeirra eruVetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur í þýðingu Jean-Christophe Salaün (útg. Éditions Thierry Magnier) og Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur í þýðingu Catherine Eyjolfsson (útg. Zulma). Átta þýðingar á dönsku hlutu styrk og meðal þeirra eru Kata eftir Steinar Braga í þýðingu Rolf Stavnem (útg. Gyldendal) og Eitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson í þýðingu Kim Lembek (útg. Batzer & co). 

Vetrarhorkur-a-fronsku

Meðal annarra verka sem hlutu styrk til þýðinga úr íslensku á erlend mál má nefna Ljóð muna rödd eftir Sigurð Pálsson í norskri þýðingu Kristjáns Breiðfjörð (útg. Nordsjøforlaget),
Úlf og Eddu: Dýrgripinn eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur í tékkneskri þýðingu Martina Kasparová (útg. Barrister & Principal), Sturlungu eftir Einar Kárason í þýskri þýðingu Kristof Magnussonar (útg. Verlagsgruppe Random House) og Stjóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur sem kemur út í ungverskri þýðingu Bence Patat (útg. Gondolat Publishers).

Hér má sjá úthlutanir Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2017 til þýðinga á erlend mál og norræn mál. 

 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir