Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg

Fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta sóttu Bókamessuna í Gautaborg líkt og venja er, en messan var óvenju fjölmenn í ár. Talið er að um 95.000 gestir hafi lagt leið sína á viðburðinn.

1. október, 2025

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

  • Glom-mig-aldrig

Fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta sóttu Bókamessuna í Gautaborg líkt og venja er, en messan var óvenju fjölmenn í ár. Talið er að um 95.000 gestir hafi lagt leið sína á viðburðinn. 

Rithöfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir sögðu frá verkum sínum á nokkrum viðburðum og hlutu afar góðar viðtökur meðal gesta. 

IMG_0571

Í vikunni kom út sænsk þýðing á skáldsögu Eiríks Arnar, Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn sem tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verkið, sem þýtt er á sænsku af John Swedenmark, hefur hlotið afburðagóða dóma í Svíþjóð og má segja að mikil spenna sé fyrir afhendingu verðlaunanna sem fer fram í Osló í nóvember. 

Processed-6BC4F699-5C0A-4433-A494-A04C2CD525D0Gleymdu mér aldrei kom einnig út á sænsku fyrr í mánuðinum en Yrsa á sér dyggan lesendahóp í Svíþjóð. Hún tók þátt í nokkrum viðburðum á messunni og sagði frá skrifunum og sögusviði bókanna.



Leikritun og leikhússkrif voru í sérstökum brennidepli á messunni og á leikritunarsviðinu komu fram leikskáldin Hranhildur Hagalín og Birnir Jón Sigurðsson. Þau sögðu frá verkum sínum og lýstu blómlegu leikhúslífi á Íslandi. Sviðslistamiðstöð stóð að viðburðunum í samstarfi við messuna.

Á básum útgefendanna mátti finna ýmis íslensk verk sem þýdd hafa verið á sænsku og það var ánægjulegt að sjá hversu margir íslenskir höfundar eru lesnir í Svíþjóð og hversu mikill áhugi er fyrir íslenskum bókmenntum þar í landi. 

Fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu einnig erlenda útgefendur, einkum frá hinum Norðurlöndunum, sem leituðu ráðgjafar um íslenskar bókmenntir. Á slíkum fundum styðst Miðstöðin við kynningarbæklinginn Books from Iceland 2025  og miðlar því helsta úr íslensku bókmenntalífi til útgefenda. 

  • IMG_0576
  • IMG_0571
  • IMG_0542
  • 9789189105874_383x_naturlagarna

  • IMG_0550
  • IMG_0554
  • IMG_0555
  • IMG_0578
  • IMG_0549
  • Processed-745D754C-5F63-479A-B134-9F696C4D9346
  • Processed-6BC4F699-5C0A-4433-A494-A04C2CD525D0

  • Processed-A7179476-3049-440E-93DE-2CC093DB98D5








Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir