Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg

Fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta sóttu Bókamessuna í Gautaborg líkt og venja er, en messan var óvenju fjölmenn í ár. Talið er að um 95.000 gestir hafi lagt leið sína á viðburðinn.

1. október, 2025

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

  • Glom-mig-aldrig

Fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta sóttu Bókamessuna í Gautaborg líkt og venja er, en messan var óvenju fjölmenn í ár. Talið er að um 95.000 gestir hafi lagt leið sína á viðburðinn. 

Rithöfundarnir Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir sögðu frá verkum sínum á nokkrum viðburðum og hlutu afar góðar viðtökur meðal gesta. 

IMG_0571

Í vikunni kom út sænsk þýðing á skáldsögu Eiríks Arnar, Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn sem tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Verkið, sem þýtt er á sænsku af John Swedenmark, hefur hlotið afburðagóða dóma í Svíþjóð og má segja að mikil spenna sé fyrir afhendingu verðlaunanna sem fer fram í Osló í nóvember. 

Processed-6BC4F699-5C0A-4433-A494-A04C2CD525D0Gleymdu mér aldrei kom einnig út á sænsku fyrr í mánuðinum en Yrsa á sér dyggan lesendahóp í Svíþjóð. Hún tók þátt í nokkrum viðburðum á messunni og sagði frá skrifunum og sögusviði bókanna.



Leikritun og leikhússkrif voru í sérstökum brennidepli á messunni og á leikritunarsviðinu komu fram leikskáldin Hranhildur Hagalín og Birnir Jón Sigurðsson. Þau sögðu frá verkum sínum og lýstu blómlegu leikhúslífi á Íslandi. Sviðslistamiðstöð stóð að viðburðunum í samstarfi við messuna.

Á básum útgefendanna mátti finna ýmis íslensk verk sem þýdd hafa verið á sænsku og það var ánægjulegt að sjá hversu margir íslenskir höfundar eru lesnir í Svíþjóð og hversu mikill áhugi er fyrir íslenskum bókmenntum þar í landi. 

Fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu einnig erlenda útgefendur, einkum frá hinum Norðurlöndunum, sem leituðu ráðgjafar um íslenskar bókmenntir. Á slíkum fundum styðst Miðstöðin við kynningarbæklinginn Books from Iceland 2025  og miðlar því helsta úr íslensku bókmenntalífi til útgefenda. 

  • IMG_0576
  • IMG_0571
  • IMG_0542
  • 9789189105874_383x_naturlagarna

  • IMG_0550
  • IMG_0554
  • IMG_0555
  • IMG_0578
  • IMG_0549
  • Processed-745D754C-5F63-479A-B134-9F696C4D9346
  • Processed-6BC4F699-5C0A-4433-A494-A04C2CD525D0

  • Processed-A7179476-3049-440E-93DE-2CC093DB98D5








Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Allar fréttir