Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt
Við verðum í Halle 4.1, B17 á bókamessunni í Frankfurt
Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17.
Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt því Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan stand, Halle 4.1, B17.
Þar verða kynntar nýjar íslenskar bækur og fundað með erlendum útgefendum og umboðsmönnum.
Miðstöðin fær styrk frá FÍBÚT og Íslandsstofu til þessa verkefnis.