Allir lesa landsleikurinn er hafinn, skráðu þig til leiks og vertu með!

Hefurðu kannað hvað þú verð miklum tíma í lestur? Það geturðu gert með einföldum hætti á allirlesa.is

11. janúar, 2017

Landsleikur í lestri verður á þorranum líkt og undanfarin ár eða frá 27. janúar, til konudagsins 19. febrúar 2017. Sú nýbreytni verður tekin upp í ár  að auk liðakeppni verður jafnframt hægt að keppa sem einstaklingur. Svo nú verður ljóst hver er aðal lestrarhestur landsins. Vertu með og taktu þátt í skemmtilegum leik á Allir lesa

www.allirlesa.is 

Næsti landsleikur í lestri verður á þorranum líkt og áður eða frá 27. janúar, til konudagsins 19. febrúar 2017. Um er að ræða einstaklings- og liðakeppni á netinu þar sem mældur er sá tími sem varið er í lestur. Í lokin eru þeir eintaklingar og lið sem mestum tíma verja í lestur, heiðruð með viðurkenningum og verðlaunum. 

Allar tegundir bóka eru gjaldgengar

Það skiptir ekki máli hvernig bækur eru lesnar eða hvort lesinn er prentaður texti, rafbók eða hljóðbók - og öll tungumál eru gjaldgeng í leiknum. Allar bækur sem innihalda til dæmis skáldskap, fræði, skýrslur eða eitthvað allt annað eru velkomnar í leikinn. Lestu þér til ánægju um leið og þú keppir í lestri. Allt um málið á www.allirlesa.is 

Leikur fyrir fólk á öllum aldri

Allir geta myndað lið eða keppt sem einstaklingar, til dæmis á vinnustaðnum, í saumaklúbbnum, vinahópnum eða með fjölskyldunni. Foreldrar sem lesa fyrir ung börn sín eru sérstaklega hvattir til að mynda lið með börnunum og skrá lesturinn. Einn aðili, liðsstjórinn, stofnar lið inn á vefnum og bætir öðrum liðsmönnum í liðið. Aðrir geta einnig fundið liðið og gengið í það. Þau lið sem verja mestum tíma í lestur standa uppi sem sigurvegarar.

Aðstandendur Allir lesa eru Miðstöð íslenskra bókmennta og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco með stuðningi Mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Aðrir samstarfsaðilar eru ÍSÍ, Heimili og skóli og Félag íslenskra bókaútgefenda. 

Kynntu þér málið og skráðu þig til leiks á www.allirlesa.is 

Hér má nokkrar myndir úr strætóferð þar sem blásið var til landsleiksins föstudaginn 27. janúar 2017. 
Allirlesa3IMG_5464IMG_5445IMG_5455

IMG_5476


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir