Ársfundur NordLit haldinn í Reykjavík

20. janúar, 2025

Dagana 14.-17. janúar fór fram ársfundur NordLit og að þessu sinni var Miðstöð íslenskra bókmennta, gestgjafi fundarins. Á fundinum voru saman komnir 22 fulltrúar bókmenntamiðstöðva Norðurlandanna.

  • Nordlit-2025

Samtök norrænu bókmenntamiðstöðvanna, NordLit, hafa átt gott og gjöfult samstarf um árabil með það sameiginlega markmið að stuðla að auknum sýnileika og útbreiðslu norrænna bókmennta með ýmsum hætti og miðstöðvarnar geta lært mikið hver af annarri.

Dagana 14.-17. janúar fór fram ársfundur NordLit og að þessu sinni var Miðstöð íslenskra bókmennta, gestgjafi fundarins. Á fundinum voru saman komnir 22 fulltrúar bókmenntamiðstöðva Norðurlandanna.

Samtök norrænu bókmenntamiðstöðvanna, NordLit, hafa átt gott og gjöfult samstarf um árabil með það sameiginlega markmið að stuðla að auknum sýnileika og útbreiðslu norrænna bókmennta með ýmsum hætti - og miðstöðvarnar geta lært mikið hver af annarri. Dagskrá fundarins var fjölbreytt og samanstóð af vinnustofum, fyrirlestrum, bókakynningum og fleira. Auk þess skoðaði hópurinn Heim í orðum, handritasýninguna í Eddu og sýninguna Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Hverjir eru í NordLit?

Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta eru eftirtaldar miðstöðvar í samtökunum: Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, FarLit í Færeyjum, Statens Kulturråd/Swedish Arts Council í Svíþjóð og Slots-og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku, Greenlit í Grænlandi, og Menningarráð Samalands.

Samvinna innan NordLit á mörgum sviðum

Meðal samstarfsverkefna NordLit er sameiginlegur bás Norðurlandanna á bókamessum og NordLit skipuleggur auk þess ýmis samvinnuverkefni, þýðendaþing, útgefendaskipti, kynningarverkefni, starfsmannaskipti, útgáfu safnrita og fleira.

Norrænir þýðingastyrkir

Jafnframt vinnur NordLit saman að styrkveitingum til þýðinga á norræn mál og annast danska bókmenntamiðstöðin utanumhald norrænna þýðingastyrkja fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún útdeilir styrkfénu til hinna systurskrifstofanna, sem veita styrkina í sínu landi.

Ákveðið var að næsti NordLit fundur fari fram í Helsinki í janúar 2026.


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir