Ársfundur NordLit haldinn í Reykjavík

20. janúar, 2025

Dagana 14.-17. janúar fór fram ársfundur NordLit og að þessu sinni var Miðstöð íslenskra bókmennta, gestgjafi fundarins. Á fundinum voru saman komnir 22 fulltrúar bókmenntamiðstöðva Norðurlandanna.

  • Nordlit-2025

Samtök norrænu bókmenntamiðstöðvanna, NordLit, hafa átt gott og gjöfult samstarf um árabil með það sameiginlega markmið að stuðla að auknum sýnileika og útbreiðslu norrænna bókmennta með ýmsum hætti og miðstöðvarnar geta lært mikið hver af annarri.

Dagana 14.-17. janúar fór fram ársfundur NordLit og að þessu sinni var Miðstöð íslenskra bókmennta, gestgjafi fundarins. Á fundinum voru saman komnir 22 fulltrúar bókmenntamiðstöðva Norðurlandanna.

Samtök norrænu bókmenntamiðstöðvanna, NordLit, hafa átt gott og gjöfult samstarf um árabil með það sameiginlega markmið að stuðla að auknum sýnileika og útbreiðslu norrænna bókmennta með ýmsum hætti - og miðstöðvarnar geta lært mikið hver af annarri. Dagskrá fundarins var fjölbreytt og samanstóð af vinnustofum, fyrirlestrum, bókakynningum og fleira. Auk þess skoðaði hópurinn Heim í orðum, handritasýninguna í Eddu og sýninguna Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Hverjir eru í NordLit?

Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta eru eftirtaldar miðstöðvar í samtökunum: Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, FarLit í Færeyjum, Statens Kulturråd/Swedish Arts Council í Svíþjóð og Slots-og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku, Greenlit í Grænlandi, og Menningarráð Samalands.

Samvinna innan NordLit á mörgum sviðum

Meðal samstarfsverkefna NordLit er sameiginlegur bás Norðurlandanna á bókamessum og NordLit skipuleggur auk þess ýmis samvinnuverkefni, þýðendaþing, útgefendaskipti, kynningarverkefni, starfsmannaskipti, útgáfu safnrita og fleira.

Norrænir þýðingastyrkir

Jafnframt vinnur NordLit saman að styrkveitingum til þýðinga á norræn mál og annast danska bókmenntamiðstöðin utanumhald norrænna þýðingastyrkja fyrir hönd Norrænu ráðherranefndarinnar. Hún útdeilir styrkfénu til hinna systurskrifstofanna, sem veita styrkina í sínu landi.

Ákveðið var að næsti NordLit fundur fari fram í Helsinki í janúar 2026.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir