Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár

Fjórir þátttakendur frá Íslandi að þessu sinni, rithöfundar og leikskáld.

1. september, 2025

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Dagana 25. til 28. september verður bókamessan í Gautaborg haldin. Líkt og áður verður þar í boði fjöldi viðburða, upplestra og annarra uppákoma auk þess sem ýmsir útgefendur og félög eru með bása þar sem bókmenntir eru kynntar fyrir gestum. Þemu hátíðarinnar í ár eru ást og losti í bókmenntum og einnig gegna leikhús og leikhúsbókmenntir stóru hlutverki. 

Miðstöðin sækir messuna heim

Forsida_1756808030414Fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta verða á bókamessunni og funda með norrænum bókaútgefendum og öðrum áhugasömum um íslenskar bókmenntir, þýðingar, styrki og fleira. Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum á Norðurlöndunum og markmiðið með fundunum er að styrkja tengslin við útgefendur og vekja áhuga á nýlegum bókum. Miðstöðin leggur áherslu á að kynna verk sem birtust í kynningarbæklingnum Books from Iceland 2025

Höfundarnir frá Íslandi sem taka þátt

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í samtölum um skáldverk sín, beina sjónum að sögusviðum þeirra og fjölbreytilegum viðfangsefnum.

Leikskáldin Birnir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá sköpun sinni og sýn á íslenska leikritun.

 


Allar fréttir

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Þjóðin ver að jafnaði 59 mínútum á dag í lestur samanborið við 69 mínútur fyrir tveimur árum - 13. nóvember, 2025 Fréttir

Í nýrri könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar kemur fram að Íslendingar lesa/hlusta að jafnaði 2,3 bækur á mánuði. Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, þ.e. hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 

Nánar

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Allar fréttir