Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár

Fjórir þátttakendur frá Íslandi að þessu sinni, rithöfundar og leikskáld.

1. september, 2025

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Dagana 25. til 28. september verður bókamessan í Gautaborg haldin. Líkt og áður verður þar í boði fjöldi viðburða, upplestra og annarra uppákoma auk þess sem ýmsir útgefendur og félög eru með bása þar sem bókmenntir eru kynntar fyrir gestum. Þemu hátíðarinnar í ár eru ást og losti í bókmenntum og einnig gegna leikhús og leikhúsbókmenntir stóru hlutverki. 

Miðstöðin sækir messuna heim

Forsida_1756808030414Fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta verða á bókamessunni og funda með norrænum bókaútgefendum og öðrum áhugasömum um íslenskar bókmenntir, þýðingar, styrki og fleira. Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum á Norðurlöndunum og markmiðið með fundunum er að styrkja tengslin við útgefendur og vekja áhuga á nýlegum bókum. Miðstöðin leggur áherslu á að kynna verk sem birtust í kynningarbæklingnum Books from Iceland 2025

Höfundarnir frá Íslandi sem taka þátt

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í samtölum um skáldverk sín, beina sjónum að sögusviðum þeirra og fjölbreytilegum viðfangsefnum.

Leikskáldin Birnir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá sköpun sinni og sýn á íslenska leikritun.

 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir