Auglýst eftir umsóknum um útgáfu- og þýðingastyrki og styrki til útgáfu barna- og ungmennabóka - umsóknarfrestur 19. mars!

20. febrúar, 2019 Fréttir

Nú er í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum um styrki úr nýjum sjóði til útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku, auk útgáfustyrkja og þýðingastyrkja. Umsóknarfrestur um alla styrkina er til 19. mars 2019.

Markmið með nýjum styrkjum til útgáfu barna- og ungmennabóka er að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka, sem skrifaðar eru á íslensku, fyrir yngri lesendur.

Mikilvægt skref til að efla læsi til framtíðar og standa vörð um tungumálið er að tryggja aðgengi barna og ungmenna að áhugaverðum bókum við þeirra hæfi. Ákvörðun um að styrkja sérstaklega útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku styður stefnu stjórnvalda um að efla menningu barna og ungmenna í landinu. Umsjón með styrkveitingunum hefur Miðstöð íslenskra bókmennta, enda eitt af hlutverkum hennar er að efla bókmenningu á Íslandi.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má finna hér um barna- og ungmennabókasjóð, útgáfustyrki og þýðingastyrki.


Allar fréttir

Ríflega hundrað bækur þýddar úr íslensku á pólsku! - 21. mars, 2019 Fréttir

Fyrsta þýðingin úr íslensku á pólsku var Edda sem gefin var út árið 1807 í Póllandi.

Nánar

Ísland heiðursgestur á bókamessunni í Gdansk 29.-31. mars - 1. mars, 2019 Fréttir

Höfundarnir Hallgrímur Helgason, Steinunn Sigurðardóttir, Einar Kárason, Elísabet Jökulsdóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir verða gestir á messunni.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - umsóknarfrestur til 15. apríl - 16. mars, 2019 Fréttir

Nýræktarstyrkir eru veittir árlega til að styðja við útgáfu skáldverka höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum.

Nánar

Allar fréttir