Auglýst eftir umsóknum um útgáfu- og þýðingastyrki og styrki til útgáfu barna- og ungmennabóka - umsóknarfrestur 19. mars!

20. febrúar, 2019 Fréttir

Nú er í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum um styrki úr nýjum sjóði til útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku, auk útgáfustyrkja og þýðingastyrkja. Umsóknarfrestur um alla styrkina er til 19. mars 2019.

Markmið með nýjum styrkjum til útgáfu barna- og ungmennabóka er að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka, sem skrifaðar eru á íslensku, fyrir yngri lesendur.

Mikilvægt skref til að efla læsi til framtíðar og standa vörð um tungumálið er að tryggja aðgengi barna og ungmenna að áhugaverðum bókum við þeirra hæfi. Ákvörðun um að styrkja sérstaklega útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku styður stefnu stjórnvalda um að efla menningu barna og ungmenna í landinu. Umsjón með styrkveitingunum hefur Miðstöð íslenskra bókmennta, enda eitt af hlutverkum hennar er að efla bókmenningu á Íslandi.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má finna hér um barna- og ungmennabókasjóð, útgáfustyrki og þýðingastyrki.


Allar fréttir

Lestur hefur aukist og landsmenn lesa nú að meðaltali 2,3 bækur á mánuði - 15. nóvember, 2019 Fréttir

Niðurstöður nýrrar lestrarkönnunar sýna að konur og barnafjölskyldur lesa mest og að hljóðbókin sækir á. Unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum.

Nánar

Íslenskar bókmenntir njóta mikilla vinsælda í Frakklandi - 6. nóvember, 2019 Fréttir

Þessi misserin er mest þýtt af íslenskum bókum á frönsku, eða um fimmtíu titlar á þremur árum. Höfundar frá Íslandi eru tíðir gestir á bókmenntaviðburðum víða um Frakkland - og þýðendaþing haldið í París.

Nánar

Íslenskir höfundar ferðast um heiminn, kynna verk sín og hitta lesendur - 7. nóvember, 2019 Fréttir

Höfundarnir bera hróður bókmenntanna víða, því árlega kemur fjöldi þeirra fram á fjölbreytilegum bókmenntaviðburðum í öllum heimsálfum og kynnir verk sín, iðulega með stuðningi Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Nánar

Allar fréttir