Auglýst eftir umsóknum um útgáfu- og þýðingastyrki og styrki til útgáfu barna- og ungmennabóka - umsóknarfrestur 19. mars!

20. febrúar, 2019 Fréttir

Nú er í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum um styrki úr nýjum sjóði til útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku, auk útgáfustyrkja og þýðingastyrkja. Umsóknarfrestur um alla styrkina er til 19. mars 2019.

Markmið með nýjum styrkjum til útgáfu barna- og ungmennabóka er að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka, sem skrifaðar eru á íslensku, fyrir yngri lesendur.

Mikilvægt skref til að efla læsi til framtíðar og standa vörð um tungumálið er að tryggja aðgengi barna og ungmenna að áhugaverðum bókum við þeirra hæfi. Ákvörðun um að styrkja sérstaklega útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku styður stefnu stjórnvalda um að efla menningu barna og ungmenna í landinu. Umsjón með styrkveitingunum hefur Miðstöð íslenskra bókmennta, enda eitt af hlutverkum hennar er að efla bókmenningu á Íslandi.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má finna hér um barna- og ungmennabókasjóð, útgáfustyrki og þýðingastyrki.


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókasjóðurinn Auður. Úthlutað í fyrsta sinn! - 22. maí, 2019 Fréttir

Alls hlutu 20 verk styrki að þessu sinni; langar textabækur fyrir ungmenni, myndríkar smábarnabækur og allt þar á milli. 

Nánar

Úthlutun útgáfustyrkja Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2019 - 17. maí, 2019 Fréttir

Meðal þeirra 43 verka sem hljóta úgáfustyrki í ár eru Fjörmeti - tínsla, verkun og matreiðsla matþörunga, Sumardvöl barna í sveit, Reykholt í ljósi fornleifanna, rafræn þýsk orðabók, Smásögur heimsins IV - Afríka og Hulda Hákon.

Nánar

Eva Rún Snorradóttir hlýtur Maístjörnuna fyrir ljóðabók sína Fræ sem frjóvga myrkrið - 22. maí, 2019 Fréttir

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaunin fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2018. 

Nánar

Allar fréttir