Auglýst eftir umsóknum um útgáfu- og þýðingastyrki og styrki til útgáfu barna- og ungmennabóka - umsóknarfrestur 19. mars!

20. febrúar, 2019 Fréttir

Nú er í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum um styrki úr nýjum sjóði til útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku, auk útgáfustyrkja og þýðingastyrkja. Umsóknarfrestur um alla styrkina er til 19. mars 2019.

Markmið með nýjum styrkjum til útgáfu barna- og ungmennabóka er að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka, sem skrifaðar eru á íslensku, fyrir yngri lesendur.

Mikilvægt skref til að efla læsi til framtíðar og standa vörð um tungumálið er að tryggja aðgengi barna og ungmenna að áhugaverðum bókum við þeirra hæfi. Ákvörðun um að styrkja sérstaklega útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku styður stefnu stjórnvalda um að efla menningu barna og ungmenna í landinu. Umsjón með styrkveitingunum hefur Miðstöð íslenskra bókmennta, enda eitt af hlutverkum hennar er að efla bókmenningu á Íslandi.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má finna hér um barna- og ungmennabókasjóð, útgáfustyrki og þýðingastyrki.


Allar fréttir

Á Gautaborgarmessunni í ár ræða íslenskir höfundar hefðina, nútímann, ímyndunarafl, ljóðrænu, glæpasögur og ofurhetjur ... - 21. ágúst, 2019 Fréttir

Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn eru fulltrúar Íslands á messunni í ár.

Nánar

Íslenskar bækur á fjölda erlendra tungumála eru til útláns í Þjóðarbókhlöðunni - 21. ágúst, 2019 Fréttir

Landsbókasafn/Háskólabókasafn tryggir varðveislu og aðgang að þeim bókum sem Miðstöð íslenskra bókmennta afhendir safninu og tekur að sér að koma aukaeintökum, ef einhver verða, áfram til annarra safna.

Nánar

Lestrarskýrslustyrkir eru nýjung í styrkjaflóru Miðstöðvarinnar - 15. ágúst, 2019 Fréttir

Lestrarskýrslustyrkir eru ætlaðir erlendum útgefendum og umboðsmönnum sem íhuga að gefa út íslenskt verk í erlendri þýðingu og vilja fá faglegt álit á verkinu.

Nánar

Allar fréttir