Umsóknarfrestur til 16. mars: Útgáfu- og þýðingastyrkir og styrkir úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði

14. febrúar, 2020 Fréttir

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má finna hér um barna- og ungmennabókasjóðinn Auði, útgáfustyrki og þýðingastyrki.

Rett-Auglysing-utgafu-thydinga-barna-og-ungmenna-februar-2020Útgáfustyrkir eru veittir til að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka og þýðingastyrkir til að þýða erlendar fagurbókmenntir, fræðirit og myndríkar barna- og ungmennabækur á íslensku.

Markmið með styrkjum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði er að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka, sem skrifaðar eru á íslensku, fyrir yngri lesendur.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má finna hér um barna- og ungmennabókasjóðinn Auði, útgáfustyrki og þýðingastyrki.

Umsóknarfrestur er til 16. mars 2020, umsóknareyðublöð má finna hér.


Allar fréttir

Tími til að lesa! - 2. apríl, 2020 Fréttir

Orðaforði eykst, nýjar hugmyndir kvikna, skilningur á lesmáli batnar og þannig skilningur á heiminum öllum. Þá styður aukinn lestur við skapandi störf rithöfunda og þýðenda. Því meira sem við lesum því betra! Skráum allan lestur okkar á timitiladlesa.is 

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - umsóknarfrestur til 15. apríl - 12. mars, 2020 Fréttir

Nýræktarstyrkir eru veittir árlega fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira.

Nánar

Tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 - 2. apríl, 2020 Fréttir

Villueyjar eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur (útg. Bókabeitan) og Egill spámaður eftir Lani Yamamoto (útg. Angústúra) eru tilnefndar fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir