Umsóknarfrestur til 16. mars: Útgáfu- og þýðingastyrkir og styrkir úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði

14. febrúar, 2020 Fréttir

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má finna hér um barna- og ungmennabókasjóðinn Auði, útgáfustyrki og þýðingastyrki.

Rett-Auglysing-utgafu-thydinga-barna-og-ungmenna-februar-2020Útgáfustyrkir eru veittir til að styðja við útgáfu og miðlun íslenskra ritverka og þýðingastyrkir til að þýða erlendar fagurbókmenntir, fræðirit og myndríkar barna- og ungmennabækur á íslensku.

Markmið með styrkjum úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði er að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka, sem skrifaðar eru á íslensku, fyrir yngri lesendur.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar má finna hér um barna- og ungmennabókasjóðinn Auði, útgáfustyrki og þýðingastyrki.

Umsóknarfrestur er til 16. mars 2020, umsóknareyðublöð má finna hér.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu  - 1. júlí, 2020 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð vegna sumarleyfa frá 6. júlí til 4. ágúst.

Nánar

Þýðendasíða með lista yfir virka þýðendur úr íslensku á erlend mál - 24. júní, 2020 Fréttir

Á síðunni má finna upplýsingar um þýðendurna, menntun þeirra og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Nánar

Nýræktarstyrkina í ár hljóta Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson, Arndís Lóa Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Markússon og Halla Þórlaug Óskarsdóttir - 4. júní, 2020 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað Nýræktarstyrkjum til fjögurra nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina.

Nánar

Allar fréttir