Auglýst eftir umsóknum um útgáfustyrki, þýðingastyrki á íslensku og styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði

15. febrúar, 2023

Styrkirnir eru veittir útgefendum á Íslandi og er umsóknarfrestur til 15. mars 2023. 

Utgafu-audur-thydingar-2023Útgáfustyrkir eru veittir til útgáfu og miðlunar íslenskra ritverka, þar sem kappkostað er að styrkja verk sem hafa menningarlegt og þekkingarfræðilegt gildi. Sjá nánar hér.

Styrkir til þýðinga á íslensku eru veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Auk framangreinds eru veittir styrkir til þýddra vandaðra, myndríkra bóka fyrir börn og ungmenni. Sjá nánar hér.

Barna- og ungmennabókasjóðurinn Auður. Veittir eru styrkir til útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku. Tilgangurinn er að auðga og efla útgáfu vandaðra bóka fyrir yngri lesendur. Sjá nánar hér.


Allar fréttir

Spennandi höfundar frá Íslandi koma fram á Bókamessunni í Gautaborg - 28. ágúst, 2023 Fréttir

Bókamessan í Gautaborg verður haldin um mánaðamótin september/október en þar kemur saman fjöldi rithöfunda, útgefenda, og bókaunnenda - og Miðstöð íslenskra bókmennta verður á staðnum

Nánar

Bókamessan í Frankfurt 2023 haldin dagana 18.-22. október - 12. september, 2023 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir messuna heim líkt og undanfarin ár og setur upp fundi á íslenska básnum, númer 4.1 B10.

Nánar

Íslenskar bækur á 15 tungumálum væntanlegar - 17. maí, 2023 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 45 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 15 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, úkraínsku, ítölsku, tékknesku, spænsku, dönsku, sænsku og færeysku.

Nánar

Allar fréttir