Enski kynningarbæklingurinn 2019 kominn út!

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út bækling á ensku, Books from Iceland, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis.

5. mars, 2019

Í bæklingnum má lesa um bækur fyrir alla aldurshópa, bækur eftir unga, upprennandi höfunda, verðlaunabækur síðasta árs og lista yfir þær bækur sem erlendir útgefendur hafa keypt þýðingaréttinn á. 

Bækur frá Íslandi 2019

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út bækling á ensku, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis. Í bæklingnum í ár, Books from Iceland 2019, má m.a. finna bækur fyrir alla aldurshópa, bækur eftir unga, upprennandi höfunda, verðlaunabækur síðasta árs og lista yfir þær bækur sem erlendir útgefendur hafa keypt þýðingaréttinn á.

Miðstöðin hefur gert sambærilega bæklinga undanfarin ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum erlendis. Kynningarefni fyrri ára má finna hér.

Miðstöð íslenskra bókmennta stuðlar að aukinni útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis með kynningum á helstu bókasýningum og fleiru

Kynningarstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta erlendis felst m.a. í þátttöku í helstu bókasýningum eins og í London, Frankfurt og Gautaborg og víðar þar sem Miðstöðin kynnir bækling með ýmsum verkum, verðlaunum og viðurkenningum liðins árs og veitir erlendum útgefendum, þýðendum og fleirum ráðgjöf.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir