Enski kynningarbæklingurinn 2019 kominn út!

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út bækling á ensku, Books from Iceland, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis.

5. mars, 2019

Í bæklingnum má lesa um bækur fyrir alla aldurshópa, bækur eftir unga, upprennandi höfunda, verðlaunabækur síðasta árs og lista yfir þær bækur sem erlendir útgefendur hafa keypt þýðingaréttinn á. 

Bækur frá Íslandi 2019

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út bækling á ensku, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis. Í bæklingnum í ár, Books from Iceland 2019, má m.a. finna bækur fyrir alla aldurshópa, bækur eftir unga, upprennandi höfunda, verðlaunabækur síðasta árs og lista yfir þær bækur sem erlendir útgefendur hafa keypt þýðingaréttinn á.

Miðstöðin hefur gert sambærilega bæklinga undanfarin ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum erlendis. Kynningarefni fyrri ára má finna hér.

Miðstöð íslenskra bókmennta stuðlar að aukinni útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis með kynningum á helstu bókasýningum og fleiru

Kynningarstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta erlendis felst m.a. í þátttöku í helstu bókasýningum eins og í London, Frankfurt og Gautaborg og víðar þar sem Miðstöðin kynnir bækling með ýmsum verkum, verðlaunum og viðurkenningum liðins árs og veitir erlendum útgefendum, þýðendum og fleirum ráðgjöf.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir