Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016 hlýtur Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings

Verðlaunin voru afhent við athöfn í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn 1. nóvember

2. nóvember, 2016

Sölvasaga er fyrsta bók höfundar, en hann starfar sem íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Úr rökstuðningi dómnefndnar: ,,Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots."

Sölvasaga er fyrsta bók höfundar, en hann starfar sem íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Sögur útgáfa gefur bókina út.

Ljósmyndari Magnus Fröderberg/norden.org


Arnar Már Arngrímsson tók við barna- og unglingabókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir bókina Sölvasaga unglings á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. 

Verðlaunabókin fjallar um nútímaungling og viðfangsefnin sem hann þarf að glíma við. En þó vandamálin séu kunnugleg er unglingurinn það ekki. Höfundi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots. Sögur útgáfa gefur bókina út. 

Því nær höfundurinn, Arnar Már Arngrímsson, að miðla af einlægni og trúnaði sínum við ungt fólk í Sölvasögu unglings.

         Nánari upplýsingar um Arnar Má Arngrímsson á síðu barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

          Allar tilnefningarnar til barna og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

          Nánari upplýsingar um verðlaun Norðurlandaráðs


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir