Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016 hlýtur Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings

Verðlaunin voru afhent við athöfn í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn 1. nóvember

2. nóvember, 2016

Sölvasaga er fyrsta bók höfundar, en hann starfar sem íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Úr rökstuðningi dómnefndnar: ,,Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots."

Sölvasaga er fyrsta bók höfundar, en hann starfar sem íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Sögur útgáfa gefur bókina út.

Ljósmyndari Magnus Fröderberg/norden.org


Arnar Már Arngrímsson tók við barna- og unglingabókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir bókina Sölvasaga unglings á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. 

Verðlaunabókin fjallar um nútímaungling og viðfangsefnin sem hann þarf að glíma við. En þó vandamálin séu kunnugleg er unglingurinn það ekki. Höfundi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots. Sögur útgáfa gefur bókina út. 

Því nær höfundurinn, Arnar Már Arngrímsson, að miðla af einlægni og trúnaði sínum við ungt fólk í Sölvasögu unglings.

         Nánari upplýsingar um Arnar Má Arngrímsson á síðu barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

          Allar tilnefningarnar til barna og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

          Nánari upplýsingar um verðlaun Norðurlandaráðs


Allar fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir útgáfustyrki til nýrra íslenskra ritverka - 3. maí, 2024 Fréttir

Í ár var úthlutað tæplega 21 milljón króna í útgáfustyrki til 41 verks. Alls bárust 66 umsóknir og sótt var um heildarupphæð rúmlega 74 milljónir króna.

Nánar

Úthlutun úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði; 25 spennandi verk hljóta styrki - 6. maí, 2024 Fréttir

8 milljónum var veitt úr sjóðnum til 25 barna- og ungmennaverka sem koma út á næstunni.

Nánar

Úthlutun til þýðinga á íslensku; 27 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins - 3. maí, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins 2024 bárust 37 umsóknir til þýðinga á íslensku. Veittir voru 27 styrkir að upphæð 8,8 millj. kr. Seinni úthlutun ársins fer fram í nóvember. 

Nánar

Allar fréttir