Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2016 hlýtur Arnar Már Arngrímsson fyrir Sölvasögu unglings

Verðlaunin voru afhent við athöfn í tónleikahúsi DR í Kaupmannahöfn 1. nóvember

2. nóvember, 2016

Sölvasaga er fyrsta bók höfundar, en hann starfar sem íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Úr rökstuðningi dómnefndnar: ,,Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots."

Sölvasaga er fyrsta bók höfundar, en hann starfar sem íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri. Sögur útgáfa gefur bókina út.

Ljósmyndari Magnus Fröderberg/norden.org


Arnar Már Arngrímsson tók við barna- og unglingabókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs fyrir bókina Sölvasaga unglings á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn. 

Verðlaunabókin fjallar um nútímaungling og viðfangsefnin sem hann þarf að glíma við. En þó vandamálin séu kunnugleg er unglingurinn það ekki. Höfundi tekst í þessari fyrstu bók sinni að búa til persónu sem er áhugaverð, fyndin, óþolandi, leitandi og heillandi. Tungutak sögunnar er lífleg blanda af unglingamáli og ritmáli eldri kynslóðarinnar og þar rekast á menningarheimar. Lesendur fylgja unglingnum gegnum tilvistarkreppur hans sem sýna hve stormasöm unglingsárin eru og erfitt að stýra gegnum þau án skipbrots. Sögur útgáfa gefur bókina út. 

Því nær höfundurinn, Arnar Már Arngrímsson, að miðla af einlægni og trúnaði sínum við ungt fólk í Sölvasögu unglings.

         Nánari upplýsingar um Arnar Má Arngrímsson á síðu barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

          Allar tilnefningarnar til barna og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

          Nánari upplýsingar um verðlaun Norðurlandaráðs


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir