Aldrei hafa fleiri þýðingar á íslenskum bókum komið út í Rússlandi á einu ári

Velgengnina má að hluta rekja til markaðsátaks bóksala meðan útgöngubann var í gildi á vormánuðum.

20. nóvember, 2020 Fréttir

Á þessu ári hafa bækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Ævar Þór Benediktsson, Yrsu Sigurðardóttur, Arnar Má Arngrímsson, Steinar Braga og Andra Snæ Magnason komið út í Rússlandi.

Útgáfa og útbreiðsla íslenskra bóka í Rússlandi er einstaklega blómleg nú um stundir og hafa aldrei jafn margar íslenskar bækur í rússneskum þýðingum komið út þar í landi á einu ári, eða átta talsins.

Bækur eftir höfundana Ævar Þór Benediktsson, Yrsu Sigurðardóttur, Arnar Má Arngrímsson, Andra Snæ Magnason, Steinar Braga og þrjár bækur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, komu út í Rússlandi á þessu ári og hlutu góðar viðtökur. Þar á undan kom síðast út bók eftir íslenskan höfund í rússneskri þýðingu árið 2018.

Þessa velgengni má meðal annars þakka miklu markaðsátaki bóksala þar í landi, sérstaklega meðan útgöngubann gilti í Rússlandi á vormánuðum vegna heimsfaraldursins. Allar bókabúðir Rússlands eru með netverslanir og afhenda vörur á 2-3 dögum. Þar var því haldið á lofti að fólki gæfist loksins á ný næði til að lesa og einnig að þessi tími væri kjörinn til að hvetja börn til bóklestrar.

Solvasaga-unglings-a-russneskuSolvasaga-unglings-a-russnesku-an-kapu

Bókaútgáfan Samokat gaf út Sölvasögu unglings eftir Arnar Má Arngrímsson í vor. Samokat er virt bókaútgáfa sem gefur út bækur með boðskap fyrir börn og ungmenni og hefur m.a. gefið út þrjár bækur með myndskreytingum Ránar Flygenring og boðið henni til Rússlands á menningarviðburði og bókmenntahátíðir. Bækur í Rússlandi eru almennt ritskoðaðar og var Sölvasaga unglings engin undantekning en hún er nú seld með sérstakri kápu sem tilgreinir að hún er bönnuð innan 16 ára. Hér ofar má sjá bókina með og án kápunnar.

Fiasol-a-russnesku

Fiasol-i-hosilo-a-russneskuFiasol-i-finum-malum-a-russneskuGorodets gefur út norrænar barnabókmenntir og eru bækurnar um Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur þar á meðal, en þrjár þeirra eru þegar komnar út á þessu ári; Fíasól á flandri, Fíasól í hosiló og Fíasól í fínum málum - og von er á einni til fyrir jólin. Bækurnar eru allar þýddar af Boris Zharov með aðstoð Tönyu Zharov. 

Sagan-af-blaa-hnettinum-a-russneskuEinnig koma tvær bækur eftir Andra Snæ Magnason út hjá Godorets á næstunni; Blái hnötturinn sem er þýdd af Igor Mukhin og Tímakistan.

Thin-eigin-thjodsaga-a-russneskuÞá er Þitt eigið ævintýri eftir Ævar Þór Benediktsson komin út í rússneskri þýðingu Olgu Markelovu hjá Meshcheryakov bókaútgáfunni sem keypti réttinn að fjórum bókum í seríunni í kjölfar þátttöku höfundarins í Krasnoyarsk bókmenntahátíðinni fyrir þremur árum. Von er á Þinni eigin goðsögu í rússneskri þýðingu í framhaldinu. Viðtökur hafa verið mjög góðar og er fyrsta upplagið þegar uppselt. Hér má sjá viðtal sem tekið var við Ævar Þór þegar hann var gestur bókmenntahátíðarinnar í Krasnoyarsk. 

DNA-a-russnesku

Kata-a-russnesku

Loks komu út í nóvember hjá stærstu bókaútgáfu Rússlands, Eksmo, bækurnar DNA eftir Yrsu Sigurðardóttur í þýðingu Nataliu Demidovu og Kata eftir Steinar Braga í þýðingu Olgu Markelovu.


Allar fréttir

Nýræktarstyrkina í ár hljóta Ingólfur Eiríksson, Jakub Stachowiak, Mao Alheimsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir - 3. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað fjórum Nýræktarstyrkjum til nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. 94 umsóknir bárust í ár, sem er metfjöldi umsókna frá upphafi.

Nánar

Auglýst eftir verkefnastjóra hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Umsóknarfrestur er til 16. júní - 4. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir reynslumiklum og metnaðarfullum verkefnastjóra í fullt starf.

Nánar

Framhaldsskólar um land allt vilja ólmir fá rithöfunda í heimsókn! - 4. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta áætlar um 70 höfundaheimsóknir í 14 framhaldsskóla á árinu.

Nánar

Allar fréttir