Bókamessan í Frankfurt

Bókamessan í Frankfurt fór fram dagana 19.-23. október en þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem messan fer fram með hefðbundnum hætti.

15. nóvember, 2022

Miðstöð íslenskra bókmennta sótti messuna og hitti þar fjölmarga erlenda útgefendur sem sýndu íslenskum bókmenntum mikinn áhuga. 

  • Fanar-i-frankfurt

Bókamessan í Frankfurt er stærsta alþjóðlega bókmenntahátíð heims og hana sækja fjöldinn allur af útgefendum og öðrum aðilum á bókmenntasviðinu, Í ár voru um 4000 sýnendur og 180.000 gestir sem tóku þátt í messunni. Unnamed

Félag íslenskra bókaútgefenda hélt utan um íslenska básinn þar sem íslenskir útgefendur gátu haldið fundi, auk þess sem áhugasamir gestir stöldruðu við og kynntu sér íslenskar bókmenntir. Verk eftir Guðjón Ketilsson prýddu básinn og vöktu mikla athygli gesta. 

IMG_1451

Miðstöð íslenskra bókmennta sótti messuna og hitti þar fjölmarga útgefendur sem sýndu íslenskum bókmenntum mikinn áhuga. 

 


Allar fréttir

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis fyrir árið 2023 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Hagþenk­ir hef­ur frá ár­inu 1986 veitt viður­kenn­ingu fyr­ir fræðirit, náms­gögn eða aðra miðlun fræðilegs efn­is til al­menn­ings og til­nefnir tíu höf­unda og bæk­ur sem til greina koma. Viður­kenn­ingaráð Hagþenk­is, skipað fimm fé­lags­mönn­um, velur verkin.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um útgáfustyrki, þýðingastyrki á íslensku og styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði - 15. febrúar, 2024 Fréttir

Styrkirnir eru veittir útgefendum á Íslandi og er umsóknarfrestur til 15. mars 2024.

Nánar

Allar fréttir