Bókamessan í Frankfurt

Bókamessan í Frankfurt fór fram dagana 19.-23. október en þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem messan fer fram með hefðbundnum hætti.

15. nóvember, 2022

Miðstöð íslenskra bókmennta sótti messuna og hitti þar fjölmarga erlenda útgefendur sem sýndu íslenskum bókmenntum mikinn áhuga. 

  • Fanar-i-frankfurt

Bókamessan í Frankfurt er stærsta alþjóðlega bókmenntahátíð heims og hana sækja fjöldinn allur af útgefendum og öðrum aðilum á bókmenntasviðinu, Í ár voru um 4000 sýnendur og 180.000 gestir sem tóku þátt í messunni. Unnamed

Félag íslenskra bókaútgefenda hélt utan um íslenska básinn þar sem íslenskir útgefendur gátu haldið fundi, auk þess sem áhugasamir gestir stöldruðu við og kynntu sér íslenskar bókmenntir. Verk eftir Guðjón Ketilsson prýddu básinn og vöktu mikla athygli gesta. 

IMG_1451

Miðstöð íslenskra bókmennta sótti messuna og hitti þar fjölmarga útgefendur sem sýndu íslenskum bókmenntum mikinn áhuga. 

 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir