Bókamessan í Frankfurt

Bókamessan í Frankfurt fór fram dagana 19.-23. október en þetta er í fyrsta sinn síðan 2019 sem messan fer fram með hefðbundnum hætti.

15. nóvember, 2022

Miðstöð íslenskra bókmennta sótti messuna og hitti þar fjölmarga erlenda útgefendur sem sýndu íslenskum bókmenntum mikinn áhuga. 

  • Fanar-i-frankfurt

Bókamessan í Frankfurt er stærsta alþjóðlega bókmenntahátíð heims og hana sækja fjöldinn allur af útgefendum og öðrum aðilum á bókmenntasviðinu, Í ár voru um 4000 sýnendur og 180.000 gestir sem tóku þátt í messunni. Unnamed

Félag íslenskra bókaútgefenda hélt utan um íslenska básinn þar sem íslenskir útgefendur gátu haldið fundi, auk þess sem áhugasamir gestir stöldruðu við og kynntu sér íslenskar bókmenntir. Verk eftir Guðjón Ketilsson prýddu básinn og vöktu mikla athygli gesta. 

IMG_1451

Miðstöð íslenskra bókmennta sótti messuna og hitti þar fjölmarga útgefendur sem sýndu íslenskum bókmenntum mikinn áhuga. 

 


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir