Bókamessan í Frankfurt 2023 haldin dagana 18.-22. október

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir messuna heim líkt og undanfarin ár og setur upp fundi á íslenska básnum með útgefendum, umboðsmönnum og öðrum áhugasömum um íslenskar bókmenntir. Básinn sem er númer 4.1 B10.

12. september, 2023

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir messuna heim líkt og undanfarin ár og setur upp fundi á íslenska básnum, númer 4.1 B10.

  • Fanar-i-frankfurt

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir messuna heim líkt og undanfarin ár og setur upp fundi með útgefendum, umboðsmönnum og fleiri sem sýna íslenskum bókmenntum áhuga á íslenska básnum - númerið er 4.1 B10. 

Bæklingurinn 2023

https://www.islit.is/media/booksfromiceland2023/Miðstöð íslenskra bókmennta gefur árlega út bækling með völdum titlum til kynningar erlendis.

Bókamessan í Frankfurt er stærsta alþjóðlega bókmenntahátíð heims og hana sækja fjöldinn allur af útgefendum og öðrum aðilum á bókmenntasviðinu, í fyrra voru um 4000 sýnendur og 180.000 gestir sem tóku þátt í messunni.

Félag íslenskra bókaútgefenda skipuleggur og hefur umsjón með íslenska básnum.


Allar fréttir

Spennandi höfundar frá Íslandi koma fram á Bókamessunni í Gautaborg - 28. ágúst, 2023 Fréttir

Bókamessan í Gautaborg verður haldin um mánaðamótin september/október en þar kemur saman fjöldi rithöfunda, útgefenda, og bókaunnenda - og Miðstöð íslenskra bókmennta verður á staðnum

Nánar

Íslenskar bækur á 15 tungumálum væntanlegar - 17. maí, 2023 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 45 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 15 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, úkraínsku, ítölsku, tékknesku, spænsku, dönsku, sænsku og færeysku.

Nánar

Allar fréttir