Bókamessan í Frankfurt: Heiðursþátttakan 2011 og alþjóðleg útbreiðsla íslenskra bókmennta í dag

25. október, 2021

Rætt var um árangursríka heiðursþátttöku Íslands fyrir tíu árum og um velgengni íslenskra bókmennta og rithöfunda víða um heim í dag.

  • Frankfurt_panell1

Miðstöð íslenskra bókmennta tók þátt í Bókamessunni í Frankfurt sem fram fór dagana 20. - 24. október síðastliðinn en í ár eru tíu ár frá því Ísland var heiðursland messunnar árið 2011. Af því tilefni fóru fram umræður á ARD sviðinu í Frankfurt þar sem meðal annars var rætt um þátttöku Íslands árið 2011 og einnig um vinsældir íslenskra bókmennta erlendis í dag og mikilvægi þýðinga fyrir bókmenntalandslagið. Viðburðurinn var unninn í samvinnu við Bókamessuna í Frankfurt og Íslandsstofu. 

Þátttakendur í umræðunum voru þau Juergen Boos, stjórnandi Frankfurtarmessunnar, Hallgrímur Helgason, rithöfundur, Halldór Guðmundsson, rithöfundur og fyrrum stjórnandi heiðursþátttökunnar 2011, Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Tina Flecken, þýðandi. Thomas Böhm stýrði umræðunum. 

Hallgrímur

Íslenskar bókmenntir lesnar um allan heim

Farið var um víðan völl á sviðinu í Frankfurt og voru þátttakendur sammála um mikilvægi þess að taka þátt í slíkum hátíðum fyrir lítil málsvæði á borð við Ísland. Á liðnum tíu árum frá því heiðursþátttakan fór fram hafa þýðingar íslenskra bókmennta þrefaldast og halda íslenskir rithöfundar áfram að laða að nýja lesendur á ári hverju með bókum sínum. Þýðendur skipa þar mikilvægan sess, sem og þýðingastyrkir sem gera erlendum útgefendum kleift að gefa út íslenskar bækur í þýðingum.                                                       
Umræðurnar fóru fram á ARD sviðinu á messunni en einnig var umræðunum streymt og enn er hægt að nálgast þær hér.  

IMG_5863

Heiðurslandið Kanada 

Heiðurslandið í ár var Kanada og fengu þau loks að setja upp skálann eftir langa bið, en upphaflega var gert ráð fyrir að þau yrðu heiðursland ársins 2020 en var frestað vegna faraldursins. Þátttaka þeirra var að hluta til á staðnum í Frankfurt og að hluta til rafræn, en lögð var áhersla á fjölbreytileika samfélagsins og bókmenntanna undir yfirskriftinni Singular plurality. 

Gert ráð fyrir hefðbundinni messu 2022

Spánn verður heiðursland 2022Eins og við var að búast var bókamessan í ár talsvert minni í sniðum en venja er. Stjórnendur messunnar stefna á að allt verði komið í fyrra horf á næsta ári 2022, en þar verður Spánn heiðursland. Þá munu að öllum líkindum bókaútgefendur, rithöfundar, umboðsmenn og kynningaraðilar alls staðar að úr heiminum flykkjast aftur á messuna. 

 

 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Allar fréttir