Bókamessan í Frankfurt verður haldin dagana 10. - 14. október

5. október, 2018

Miðstöð íslenskra bókmennta kynnir þar að venju íslenskar bókmenntir á bás númer 5.0 B82. Allir velkomnir!

  • Frankfurt-buchmesse

Ein stærsta alþjóðlega bókamessa heims hefst í Frankfurt í Þýskalandi þann 10. október og stendur til 14. október.

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir hana að venju og kynnir íslenskar bókmenntir alþjóðlegum útgefendum og umboðsmönnum. Þar verða einnig íslenskir útgefendur en þessi fimm daga alþjóðlega bókamessa er sú stærsta í Evrópu.

Íslenski básinn 

Miðstöð íslenskra bókmennta verður á íslenska básnum og kynnir þar bækur af  kynningarlista Miðstöðvarinnar sem gerður er árlega og veitir upplýsingar um fjölbreytta bókaútgáfu á Íslandi. Félag íslenskra bókaútgefenda hefur veg og vanda af básnum.

Íslenski básinn er númer 5.0 B82. 

Allir velkomnir!

Georgía er heiðursgestur 2018

Á hverju ári er eitt land heiðursgestur Bókamessunnar í Frankfurt sem setur upp sýningarskála þar sem fjöldi viðburða fer fram á meðan á messunni stendur. Í ár er heiðursgesturinn Georgía.

Árið 2011 var Ísland heiðursgestur messunnar og vakti íslenski skálinn mikla athygli.

Bókamessan er haldin dagana 10.-14. október í ár og hana sækja árlega um 300.000 gestir, en þar koma saman rúmlega 7000 sýnendur frá um 100 löndum til funda og tengslamyndunar og síðast en ekki síst, til að kaupa og selja bækur. 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir