Bókamessan í Gautaborg haldin 26.-29. september 2024

Yrsa Sigurðardóttir, John Swedenmark og Erlingur Óttar Thoroddsen verða meðal gesta í Café Norden á Bókamessunni í Gautaborg

27. ágúst, 2024

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir Bókamessuna heim og hittir norræna bókaútgefendur og aðra sem hafa áhuga á íslenskum bókmenntum. 

Bókamessan 40 ára 

Bókamessan í Gautaborg er stærsti bókmenntaviðburður á Norðurlöndunum og heldur nú upp á 40 ára afmæli sitt. Boðið er upp á fjölda viðburða, upplestra og annarra uppákoma auk þess sem  ýmsir útgefendur og félög eru með bása þar sem bókmenntir eru kynntar fyrir gestum. Þemu hátíðarinnar í ár eru menning Samaþjóðarinnar og himingeimurinn.

40-ara-bokmessan

Miðstöðin sækir messuna heim

Fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta verða á bókamessunni og fundar með norrænum bókaútgefendum og aðra áhugasama um íslenskar bókmenntir. Mikill áhugi er fyrir íslenskum bókmenntum á Norðurlöndunum og markmiðið með fundunum er að styrkja tengslin við útgefendur og vekja áhuga á nýlegum bókum. Miðstöðin leggur áherslu á að kynna verk sem birtust í kynningarbæklingnum Books from Iceland 2024.

Spennandi viðburður helgaður íslenskri menningu

Föreningen Norden, Sendiráð Íslands í Svíþjóð, Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn og Miðstöð íslenskra bókmennta standa fyrir viðburðinum Café Norden Island á messunni þar sem blandað verður saman líflegum samræðum og tónlist og gestir sem allir tengjast Íslandi á ólíkan hátt hittast og ræða málin á afslöppuðum nótum. Gestir verða: Glæpasagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir, kvikmyndaleikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen, þýðandinn John Swedenmark, söngvarinn Birkir Blær, sigurvegari sænska Idol þáttanna 2021  og fantasíuhöfundurinn Elisabeth Berglund sem meðal annars hlaut hin virtu Selmu-verðlaun í Svíþjóð árið 2023. Stjórnandi viðburðarins er finnlands-sænski listamaðurinn Fredrik Furu. 
Frekari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér.

 

 


Allar fréttir

Ársfundur NordLit haldinn í Reykjavík - 20. janúar, 2025 Fréttir

Dagana 14.-17. janúar fór fram ársfundur NordLit og að þessu sinni var Miðstöð íslenskra bókmennta, gestgjafi fundarins. Á fundinum voru saman komnir 22 fulltrúar bókmenntamiðstöðva Norðurlandanna.

Nánar

Styrkir veittir til þýðinga á íslensku - seinni úthlutun ársins 2024 - 11. desember, 2024 Fréttir

Á árinu 2024 bárust samtals 72 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku. Veittir voru 48 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum; 8,8 mkr króna til 27 þýðingaverkefna í fyrri úthlutun ársins og 8,3 mkr til 21 verks í þeirri síðari.

Nánar

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Blóðdropans 2024 - 27. nóvember, 2024 Fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2024 voru kynntar 27. nóvember í Eddu, húsi íslenskunnar.

Nánar

Allar fréttir