Bókamessan í Gautaborg haldin 26.-29. september 2024

Yrsa Sigurðardóttir, John Swedenmark og Erlingur Óttar Thoroddsen verða meðal gesta í Café Norden á Bókamessunni í Gautaborg

27. ágúst, 2024

Miðstöð íslenskra bókmennta sækir Bókamessuna heim og hittir norræna bókaútgefendur og aðra sem hafa áhuga á íslenskum bókmenntum. 

Bókamessan 40 ára 

Bókamessan í Gautaborg er stærsti bókmenntaviðburður á Norðurlöndunum og heldur nú upp á 40 ára afmæli sitt. Boðið er upp á fjölda viðburða, upplestra og annarra uppákoma auk þess sem  ýmsir útgefendur og félög eru með bása þar sem bókmenntir eru kynntar fyrir gestum. Þemu hátíðarinnar í ár eru menning Samaþjóðarinnar og himingeimurinn.

40-ara-bokmessan

Miðstöðin sækir messuna heim

Fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta verða á bókamessunni og fundar með norrænum bókaútgefendum og aðra áhugasama um íslenskar bókmenntir. Mikill áhugi er fyrir íslenskum bókmenntum á Norðurlöndunum og markmiðið með fundunum er að styrkja tengslin við útgefendur og vekja áhuga á nýlegum bókum. Miðstöðin leggur áherslu á að kynna verk sem birtust í kynningarbæklingnum Books from Iceland 2024.

Spennandi viðburður helgaður íslenskri menningu

Föreningen Norden, Sendiráð Íslands í Svíþjóð, Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn og Miðstöð íslenskra bókmennta standa fyrir viðburðinum Café Norden Island á messunni þar sem blandað verður saman líflegum samræðum og tónlist og gestir sem allir tengjast Íslandi á ólíkan hátt hittast og ræða málin á afslöppuðum nótum. Gestir verða: Glæpasagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir, kvikmyndaleikstjórinn Erlingur Óttar Thoroddsen, þýðandinn John Swedenmark, söngvarinn Birkir Blær, sigurvegari sænska Idol þáttanna 2021  og fantasíuhöfundurinn Elisabeth Berglund sem meðal annars hlaut hin virtu Selmu-verðlaun í Svíþjóð árið 2023. Stjórnandi viðburðarins er finnlands-sænski listamaðurinn Fredrik Furu. 
Frekari upplýsingar um viðburðinn má sjá hér.

 

 


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir