Bókamessur í mars og apríl

Höfundar, útgefendur og bókaunnendur á bókamessunum í Leipzig, Bologna og London

14. mars, 2018

Nokkrar stórar og rótgrónar bókamessur eru haldnar um þetta leyti í Evrópu þar sem útgefendur, höfundar og fleira áhugafólk um bókmenntir kynnir sér það sem ber hæst í bókaheiminum. 

 

  • London Book Fair

Nokkrar stórar og rótgrónar bókamessur eru haldnar um þetta leyti í Evrópu þar sem íslenskir höfundar koma fram og útgefendur og fleira áhugafólk um bókmenntir kynnir sér jafnframt það sem ber hæst í bókaheiminum. 

Bókamessan í Leipzig 15. - 18. mars; Sjón, Bergsveinn Birgisson og Mikael Torfason 

Á bókamessunni í Leipzig í Þýskalandi tóku þrír íslenskir höfundar þátt í fjölbreyttri dagskrá á norræna básnum 4, C400. Þeir Bergsveinn Birgisson, Sjón og Mikael Torfason fjölluðu um bækur sínar sem eru nýkomnar út á þýsku. Á föstudeginum lásu Sjón og Bergsveinn upp á norræna básnum og svo aftur á norræna kvöldinu "Nordische Nacht" sem sendiherra Íslands í Þýskalandi, Martin Eyjólfsson, opnaði fyrir hönd norrænu sendiherranna. Mikael Torfason las svo upp á norræna básnum á laugardeginum, 17. mars. Sjá nánar norrænu dagskrána hér. 

Umsjón með þátttöku Íslands í Leipzig hafði íslenska sendiráðið í Berlín. 

Barnabókamessan í Bologna í lok marsBologna-cafe

Barnabókamessan í Bologna fer fram dagana 26. - 29. mars og er þetta í 55. sinn sem messan er haldin. Þar koma saman helstu barnabókaútgefendur hvaðanæva að úr heiminum til að kynna bækur sínar og skoða hvað ber hæst í barnabókmenntum. Myndskreytingum er gert hátt undir höfði og verða sýningar og málþing um myndskreytingar barnabóka fyrirferðamikil á messunni auk þess sem tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verða tilkynntar á fyrsta degi messunnar.

Miðstöð íslenskra bókmennta verður á norrænum bás með systurstofnunum sínum á Norðurlöndunum og kynnir þar barnabækur af kynningarlista Miðstöðvarinnar sem gefinn er út árlega og veitir upplýsingar um barnabókaútgáfu og -höfunda á Íslandi. 21, B58 er númer norræna bássins. 

Bókamessan í London dagana 10. - 12. aprílNorraeni-basinn

Líkt og undanfarin ár standa bókmenntakynningarstofur Norðurlandanna að sameiginlegum bás á bókamessunni í London. Miðstöð íslenskra bókmennta verður þar með fulltrúa auk systurstofnana sinna á Norðurlöndunum; Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Swedish Arts Council/Statens Kulturrad í Svíþjóð og Slots- og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku og kynnir íslenskar bókmenntir alþjóðlegum útgefendum, umboðsmönnum og gestum og gangandi. 

Norræni básinn er númer 6F70 og allir eru velkomnir!


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir