Bókamessur í mars og apríl

Höfundar, útgefendur og bókaunnendur á bókamessunum í Leipzig, Bologna og London

14. mars, 2018

Nokkrar stórar og rótgrónar bókamessur eru haldnar um þetta leyti í Evrópu þar sem útgefendur, höfundar og fleira áhugafólk um bókmenntir kynnir sér það sem ber hæst í bókaheiminum. 

 

  • London Book Fair

Nokkrar stórar og rótgrónar bókamessur eru haldnar um þetta leyti í Evrópu þar sem íslenskir höfundar koma fram og útgefendur og fleira áhugafólk um bókmenntir kynnir sér jafnframt það sem ber hæst í bókaheiminum. 

Bókamessan í Leipzig 15. - 18. mars; Sjón, Bergsveinn Birgisson og Mikael Torfason 

Á bókamessunni í Leipzig í Þýskalandi tóku þrír íslenskir höfundar þátt í fjölbreyttri dagskrá á norræna básnum 4, C400. Þeir Bergsveinn Birgisson, Sjón og Mikael Torfason fjölluðu um bækur sínar sem eru nýkomnar út á þýsku. Á föstudeginum lásu Sjón og Bergsveinn upp á norræna básnum og svo aftur á norræna kvöldinu "Nordische Nacht" sem sendiherra Íslands í Þýskalandi, Martin Eyjólfsson, opnaði fyrir hönd norrænu sendiherranna. Mikael Torfason las svo upp á norræna básnum á laugardeginum, 17. mars. Sjá nánar norrænu dagskrána hér. 

Umsjón með þátttöku Íslands í Leipzig hafði íslenska sendiráðið í Berlín. 

Barnabókamessan í Bologna í lok marsBologna-cafe

Barnabókamessan í Bologna fer fram dagana 26. - 29. mars og er þetta í 55. sinn sem messan er haldin. Þar koma saman helstu barnabókaútgefendur hvaðanæva að úr heiminum til að kynna bækur sínar og skoða hvað ber hæst í barnabókmenntum. Myndskreytingum er gert hátt undir höfði og verða sýningar og málþing um myndskreytingar barnabóka fyrirferðamikil á messunni auk þess sem tilnefningar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verða tilkynntar á fyrsta degi messunnar.

Miðstöð íslenskra bókmennta verður á norrænum bás með systurstofnunum sínum á Norðurlöndunum og kynnir þar barnabækur af kynningarlista Miðstöðvarinnar sem gefinn er út árlega og veitir upplýsingar um barnabókaútgáfu og -höfunda á Íslandi. 21, B58 er númer norræna bássins. 

Bókamessan í London dagana 10. - 12. aprílNorraeni-basinn

Líkt og undanfarin ár standa bókmenntakynningarstofur Norðurlandanna að sameiginlegum bás á bókamessunni í London. Miðstöð íslenskra bókmennta verður þar með fulltrúa auk systurstofnana sinna á Norðurlöndunum; Norla í Noregi, Fili í Finnlandi, Farlit í Færeyjum, Swedish Arts Council/Statens Kulturrad í Svíþjóð og Slots- og kulturstyrelsen/The Danish Arts Council í Danmörku og kynnir íslenskar bókmenntir alþjóðlegum útgefendum, umboðsmönnum og gestum og gangandi. 

Norræni básinn er númer 6F70 og allir eru velkomnir!


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir