Bókamessur haustsins í Gautaborg og Frankfurt

Höfundar, útgefendur og Miðstöð íslenskra bókmennta í Gautaborg og Frankfurt í september og október

4. september, 2018

Framundan er stórar bókamessur í Gautaborg og Frankfurt þar sem höfundar, útgefendur og aðrir bókaunnendur frá öllum heimshornum koma saman til að kynna sér það nýjasta í bókmenntaheiminum. Miðstöð íslenskra bókmennta verður með aðstöðu á báðum messunum á íslenska básnum og býður gesti og gangandi velkomna að líta við.

Bókamessan í Gautaborg 27.-30. september - Áslaug, Jón Kalman og Yrsa 

Höfundarnir Jón Kalman Stefánsson, Áslaug Jónsdóttir og Yrsa Sigurðardóttir koma fram í mörgum viðburðum á dagskrá bókamessunnar í Gautaborg, þar sem fjallað verður meðal annars um kjarnann í skáldskapnum, glæpasögur, þýðingar, myndskreytingar og fleira. 

Miðstöð íslenskra bókmennta er með bás á messunni í samstarfi við Íslandsstofu og þar eru  bækur íslenskra höfunda kynntar og til sölu, þar af margar í sænskum þýðingum, en það er Félag íslenskra bókaútgefenda sem annast bóksöluna þar. Básinn er númer C03:39 og öllum er velkomið að líta við.

Heildardagskrá bókamessunnar í Gautaborg 2018.

Frankfurt-buchmesseBókamessan í Frankfurt 10.-14. október

Ein stærsta alþjóðlega bókamessa heims hefst í Frankfurt þann 10. október og stendur í fimm daga.

Miðstöð íslenskra bókmennta verður á íslenska básnum ásamt íslenskum útgefendum og kynnir þar bækur af kynningarlista Miðstöðvarinnar sem gerður er árlega og veitir upplýsingar um fjölbreytta bókaútgáfu á Íslandi. Félag íslenskra bókaútgefenda hefur veg og vanda af básnum sem er númer 5.0 B82 og eru allir velkomnir!


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir