Bókmenntabrúin milli Noregs og Íslands

Skýrsla um stöðu þýðinga á íslenskum bókmenntum yfir á norsku

20. júní, 2024

Tilgangur skýrslunnar er að draga upp mynd af núverandi stöðu þýðinga á íslenskum fagurbókmenntum yfir á norsku, greina helstu áhrifaþætti og setja fram tillögur sem stuðlað geti að aukinni útgáfu.

Út er komin skýrsla um stöðu þýðinga á íslenskum bókmenntum yfir á norsku sem ber heitið BÓKMENNTABRÚIN Á MILLI NOREGS OG ÍSLANDS og var unnin af Sölku Guðmundsdóttur fyrir Íslendingafélagið í Osló og nágrenni í tilefni aldarafmælis félagsins.

Tilgangur skýrslunnar er að draga upp mynd af núverandi stöðu þýðinga á íslenskum fagurbókmenntum yfir á norsku, greina helstu áhrifaþætti og setja fram tillögur sem stuðlað geti að aukinni útgáfu.

Í skýrslunni er lögð megináhersla á tvo þætti til að tryggja útgáfu íslenskra samtímabókmennta á norsku. Annars vegar ríði á að stækka og styðja við hóp þýðenda og hinsvegar þurfi að styðja við sjálfa útgáfuna og hlúa að tengslum norskrar og íslenskrar bókaútgáfu. 

Höfundur skýrslunnar leggur fram nokkrar tillögur í þessum tilgangi: 

MENNTUN

  • Hvetja til þess að á ný verði komið á fastri stöðu prófessors í íslensku við Oslóarháskóla.
  • Bjóða nemendum í norrænum fræðum til Íslands.
  • Sækja efnilega þýðendur í hóp erlendra námsmanna í íslensku/þýðingafræðum við Háskóla Íslands.
  • Standa vörð um námskeið í íslensku við Oslóarháskóla. 

STUÐNINGUR VIÐ ÞÝÐENDUR

  • Leggja áherslu á að fá norska þýðendur til þátttöku í alþjóðlegum þýðendaþingum Miðstöðvar íslenskra bókmennta.
  • Norskir þýðendur komi til dvalar á Íslandi.
  • Haldnar verði vinnustofur þýðenda í Noregi.

ÚTGÁFA

  • Þrýsta á um aukin framlög til norrænna þýðinga og hærra styrkhlutfall.
  • Regluleg útgefendaskipti norskra og íslenskra fagaðila.
  • Íslenskt höfundaprógramm í Noregi.
  • Höfundaskipti: Heimsóknir ungra höfunda til Noregs og Íslands  

Íslenskir höfundar komu fram á Isdager í Osló haustið 2023 við mikinn fögnuð gesta.

Nú tekur við vinna hjá ólíkum aðilum á mennningarsviðinu á Íslandi og í Noregi við að styrkja menningartengslin landanna á milli og stuðla að aukinni útgáfu íslenskra bókmennta í Noregi. 


Hægt er að nálgast skýrsluna hér 

Isdager í Noregi


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir