Bókmenntabrúin milli Noregs og Íslands

Skýrsla um stöðu þýðinga á íslenskum bókmenntum yfir á norsku

20. júní, 2024

Tilgangur skýrslunnar er að draga upp mynd af núverandi stöðu þýðinga á íslenskum fagurbókmenntum yfir á norsku, greina helstu áhrifaþætti og setja fram tillögur sem stuðlað geti að aukinni útgáfu.

Út er komin skýrsla um stöðu þýðinga á íslenskum bókmenntum yfir á norsku sem ber heitið BÓKMENNTABRÚIN Á MILLI NOREGS OG ÍSLANDS og var unnin af Sölku Guðmundsdóttur fyrir Íslendingafélagið í Osló og nágrenni í tilefni aldarafmælis félagsins.

Tilgangur skýrslunnar er að draga upp mynd af núverandi stöðu þýðinga á íslenskum fagurbókmenntum yfir á norsku, greina helstu áhrifaþætti og setja fram tillögur sem stuðlað geti að aukinni útgáfu.

Í skýrslunni er lögð megináhersla á tvo þætti til að tryggja útgáfu íslenskra samtímabókmennta á norsku. Annars vegar ríði á að stækka og styðja við hóp þýðenda og hinsvegar þurfi að styðja við sjálfa útgáfuna og hlúa að tengslum norskrar og íslenskrar bókaútgáfu. 

Höfundur skýrslunnar leggur fram nokkrar tillögur í þessum tilgangi: 

MENNTUN

  • Hvetja til þess að á ný verði komið á fastri stöðu prófessors í íslensku við Oslóarháskóla.
  • Bjóða nemendum í norrænum fræðum til Íslands.
  • Sækja efnilega þýðendur í hóp erlendra námsmanna í íslensku/þýðingafræðum við Háskóla Íslands.
  • Standa vörð um námskeið í íslensku við Oslóarháskóla. 

STUÐNINGUR VIÐ ÞÝÐENDUR

  • Leggja áherslu á að fá norska þýðendur til þátttöku í alþjóðlegum þýðendaþingum Miðstöðvar íslenskra bókmennta.
  • Norskir þýðendur komi til dvalar á Íslandi.
  • Haldnar verði vinnustofur þýðenda í Noregi.

ÚTGÁFA

  • Þrýsta á um aukin framlög til norrænna þýðinga og hærra styrkhlutfall.
  • Regluleg útgefendaskipti norskra og íslenskra fagaðila.
  • Íslenskt höfundaprógramm í Noregi.
  • Höfundaskipti: Heimsóknir ungra höfunda til Noregs og Íslands  

Íslenskir höfundar komu fram á Isdager í Osló haustið 2023 við mikinn fögnuð gesta.

Nú tekur við vinna hjá ólíkum aðilum á mennningarsviðinu á Íslandi og í Noregi við að styrkja menningartengslin landanna á milli og stuðla að aukinni útgáfu íslenskra bókmennta í Noregi. 


Hægt er að nálgast skýrsluna hér 

Isdager í Noregi


Allar fréttir

Árið 2024 hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 21. janúar, 2025 Fréttir

Árið 2024 var viðburðaríkt hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Styrkir til þýðinga og útgáfu, ferðalög höfunda, bókamessur og flutningar settu svip sinn á árið og við tökum bjartsýn á móti nýju ári með ferskum bókum og spennandi áætlunum um fjölbreytt starf og útbreiðslu íslenskra bókmennta. 

Nánar

Lestrarskýrslustyrkir verða ekki veittir 2025 - 21. janúar, 2025 Fréttir

Stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur ákveðið að veita ekki lestrarskýrslustyrki á árinu 2025. 

Nánar

Ársfundur NordLit haldinn í Reykjavík - 20. janúar, 2025 Fréttir

Dagana 14.-17. janúar fór fram ársfundur NordLit og að þessu sinni var Miðstöð íslenskra bókmennta, gestgjafi fundarins. Á fundinum voru saman komnir 22 fulltrúar bókmenntamiðstöðva Norðurlandanna.

Nánar

Allar fréttir