Bókmenntabrúin milli Noregs og Íslands

Skýrsla um stöðu þýðinga á íslenskum bókmenntum yfir á norsku

20. júní, 2024

Tilgangur skýrslunnar er að draga upp mynd af núverandi stöðu þýðinga á íslenskum fagurbókmenntum yfir á norsku, greina helstu áhrifaþætti og setja fram tillögur sem stuðlað geti að aukinni útgáfu.

Út er komin skýrsla um stöðu þýðinga á íslenskum bókmenntum yfir á norsku sem ber heitið BÓKMENNTABRÚIN Á MILLI NOREGS OG ÍSLANDS og var unnin af Sölku Guðmundsdóttur fyrir Íslendingafélagið í Osló og nágrenni í tilefni aldarafmælis félagsins.

Tilgangur skýrslunnar er að draga upp mynd af núverandi stöðu þýðinga á íslenskum fagurbókmenntum yfir á norsku, greina helstu áhrifaþætti og setja fram tillögur sem stuðlað geti að aukinni útgáfu.

Í skýrslunni er lögð megináhersla á tvo þætti til að tryggja útgáfu íslenskra samtímabókmennta á norsku. Annars vegar ríði á að stækka og styðja við hóp þýðenda og hinsvegar þurfi að styðja við sjálfa útgáfuna og hlúa að tengslum norskrar og íslenskrar bókaútgáfu. 

Höfundur skýrslunnar leggur fram nokkrar tillögur í þessum tilgangi: 

MENNTUN

  • Hvetja til þess að á ný verði komið á fastri stöðu prófessors í íslensku við Oslóarháskóla.
  • Bjóða nemendum í norrænum fræðum til Íslands.
  • Sækja efnilega þýðendur í hóp erlendra námsmanna í íslensku/þýðingafræðum við Háskóla Íslands.
  • Standa vörð um námskeið í íslensku við Oslóarháskóla. 

STUÐNINGUR VIÐ ÞÝÐENDUR

  • Leggja áherslu á að fá norska þýðendur til þátttöku í alþjóðlegum þýðendaþingum Miðstöðvar íslenskra bókmennta.
  • Norskir þýðendur komi til dvalar á Íslandi.
  • Haldnar verði vinnustofur þýðenda í Noregi.

ÚTGÁFA

  • Þrýsta á um aukin framlög til norrænna þýðinga og hærra styrkhlutfall.
  • Regluleg útgefendaskipti norskra og íslenskra fagaðila.
  • Íslenskt höfundaprógramm í Noregi.
  • Höfundaskipti: Heimsóknir ungra höfunda til Noregs og Íslands  

Íslenskir höfundar komu fram á Isdager í Osló haustið 2023 við mikinn fögnuð gesta.

Nú tekur við vinna hjá ólíkum aðilum á mennningarsviðinu á Íslandi og í Noregi við að styrkja menningartengslin landanna á milli og stuðla að aukinni útgáfu íslenskra bókmennta í Noregi. 


Hægt er að nálgast skýrsluna hér 

Isdager í Noregi


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir