Dvalarstyrkir gera þýðendum kleift að vinna í návígi við íslenska höfunda, tungu og menningu. Styrkirnir hafa verið veittir í 20 ár!

10. október, 2019

Frá upphafi hafa 65 styrkir verið veittir til þýðenda íslenskra bókmennta á 18 erlend mál til dvalar í gestaíbúðinni í Gunnarshúsi.

Miðstöð íslenskra bókmennta og Rithöfundasamband Íslands standa að dvalarstyrkjum þýðenda bókmennta úr íslensku á erlend mál. Styrkirnir eru veittir til allt að fjögurra vikna dvalar í gestaíbúðinni í Gunnarshúsi, húsi Rithöfundasambandsins við Dyngjuveg. Rithöfundasambandið leggur til íbúðina og Miðstöð íslenskra bókmennta greiðir ferðakostnað þýðandans og dvalarstyrk. Markmið dvalarstyrkjanna er fyrst og fremst að gera þýðendum kleift að vinna í návígi við höfunda verkanna sem þeir ætla að þýða, íslenska menningu og tungumál.

Styrkirnir voru fyrst veittir árið 2000 þegar Bókmenntakynningarsjóður var starfandi og hefur dvalarstyrkjum verið úthlutað árlega síðan. 

Frá árinu 2000 hafa 65 dvalarstyrkir verið veittir 47 þýðendum, úr íslensku á 18 tungumál, sem hafa unnið í gestaíbúðinni að þýðingum sínum, gjarnan í samstarfi og nálægð við höfunda verkanna. Mörg hver hafa orðið mikilsvirtir þýðendur og hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín. 

Akihisa Arakawa frá Japan
Andreas Vollmer frá Þýskalandi
Bence Patat frá Ungverjalandi
Benedikt Grabinski frá Þýskalandi
Betty Wahl frá Þýskalandi
Christopher Burawa frá Bandaríkjunum
Dávid Veress frá Frakklandi
Dirk Gerdes frá Þýskalandi
Eric Boury frá Frakklandi
Gísa Marehn frá Þýskalandi
Hartmut Mittelstäd frá Þýskalandi
Hubert Seelow frá Þýskalandi
Inge Knutsson frá Svíþjóð
Jacek Godek frá Póllandi
Jean-Christophe Salaün frá Frakklandi
John Swedenmark frá Svíþjóð
Jon Høyer frá Danmörku
Jurgita Marija frá Litháen
Kara Thordarson frá Kanada
Karl-Ludwig Weitzig frá Þýskalandi
Katalin Racz frá Ungverjalandi
Kim Lembek frá Danmörku
Kim Liebrand frá Hollandi
Kim Middle frá Hollandi
Kornélia Eszter Papp frá Ungverjalandi
Kristof Magnússon frá Þýskalandi
Lytton Smith frá Bretlandi
Marcel Otten frá Hollandi
Marta Bartoskova frá Tékklandi
Nanna Kalkar frá Danmörku
Nicole Barriere frá Frakklandi
Olga Holownia frá Póllandi
Païvi Kumpalainen frá Finnlandi
Paul Acker frá Bretlandi
Rafael Garcia Perez frá Spáni
Roald van Elswijk frá Hollandi
Roderick Walter McTurk frá Bretlandi
Seija Holopainaen frá Finnlandi
Shai Sendik frá Ísrael
Silvia Cosimini frá Ítalíu
Tatjana Sjenjavskaja frá Rússlandi
Tina Flecken frá Þýskalandi
Tone Myklebost frá Noregi
Veronika Eyged frá Ungverjalandi
Wang Shuhui frá Kína
Xinyu Zhang frá Kína
Ylva Hellerud frá Svíþjóð

Gestaíbúðin í Gunnarshúsi er búin helstu þægindum og er hún ætluð erlendum rithöfundum, þýðendum og öðru bókmenntafólki. Sjá nánari upplýsingar á vef Rithöfundasambands Íslands.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir