Eiríkur Örn Norðdahl og Þórdís Helgadóttir tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Fyrir bækurnar Náttúrulögmálin og Armeló

27. febrúar, 2025

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá 1962 fyrir fagurbókmenntir sem samdar eru á einu af norrænu tungumálunum. Verkin geta verið skáldsögur, ljóð, leikverk, smásagna- og ritgerðasöfn. Markmiðið með verðlaununum er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi.

Eirikur-og-thordis-2025Fjórtán verk eru tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. Verkin eru frá níu löndum eða málsvæðum og fjalla með mismunandi hætti um það að vera manneskja.

Tvær skáldsögur eru tilnefndar fyrir hönd Íslands: Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl og Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin 21. október.

Armeló eftir Þórdísi Helgadóttur

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars:

Þórdís býður lesendum upp í trylltan dans og þeytir þeim í óteljandi hringi þar sem hún ögrar skynjuninni með óvæntum rangölum, ólíkum sjónarhornum mismunandi sögupersóna, skemmtilegu tímaflakki og fjölskrúðugu persónugalleríi. Í bland við góðan húmor, ljóðrænan stíl, yfirnáttúrulega fléttu og sterkt myndmál skapar Þórdís einstaklega hrífandi rússíbanareið fyrir forvitna og hugrakka lesendur.

Náttúrulögmálin eftir Eirík Örn Norðdahl

Í umsögn dómnefndar segir meðal annars:

Í skáldsögu Eiríks er djarflega tekist á við samhengi og rök tilverunnar. Sögusviðið er Ísafjörður árið 1925, persónur eru fjölmargar og í rás sögunnar myndast umtalsverð spenna milli heimamanna og guðsmanna, þjóðtrúar og guðstrúar, trúar almennt og vísinda, siðmenningar og náttúrulögmála. Drykkjuskapur og lauslæti eru frekar regla en undantekning í fari bæði Ísfirðinga og prestastéttarinnar sem mætt er á staðinn.

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025:

Frá Danmörku

Frá Finnlandi

Frá Færeyjum

Frá Grænlandi

Frá Íslandi

Frá Noregi

Frá samíska málsvæðinu

Frá Svíþjóð

Frá Álandseyjum

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt frá 1962 fyrir fagurbókmenntir sem samdar eru á einu af norrænu tungumálunum. Verkin geta verið skáldsögur, ljóð, leikverk, smásagna- og ritgerðasöfn. Markmiðið með verðlaununum er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi.

Tilkynnt verður hver hlýtur bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2025 þann 21. október og verðlaunagripurinn verður afhentur á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 28. október. Í Verðlaunin eru 300 þúsund danskar krónur.

Átta Íslendingar hafa hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs:

  • Ólafur Jóhann Sigurðsson fyrir Að laufferjum og Að brunnum 1976
  • Snorri Hjartarson fyrir Hauströkkrið yfir mér 1981
  • Thor Vilhjálmsson fyrir Grámosinn Glóir 1988
  • Fríða Á. Sigurðardóttir fyrir Meðan nóttin liður 1992
  • Einar Már Guðmundsson fyrir Englar alheimsins 1995
  • Sjón fyrir Skugga-Baldur 2005
  • Gyrðir Elíasson fyrir Milli trjánna 2011
  • Auður Ava Ólafsdóttir fyrir Ör 2018

Allar fréttir

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - 17. mars, 2025 Fréttir

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. 

Nánar

Allar fréttir