Fleiri höfundar komnir á höfundasíðuna

19. janúar, 2021

Höfundasíðan er síða á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar má finna upplýsingar um þá íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í þýðingum erlendis - og lista yfir bækurnar.

Höfundasíðan opnaði á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta í haust og hefur hún hlotið afar góðar viðtökur. Á síðunni má finna allar helstu upplýsingar um þá íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í þýðingum erlendis - og lista yfir bækurnar. Reglulega hafa nýir höfundar bæst í hópinn. 

Á höfundasíðunni er hægt að leita eftir nafni höfundar, bókmenntagrein og/eða tungumáli sem bækurnar hafa verið þýddar á. 

Til kynningar erlendis

Upplýsingarnar eru á ensku því þær eru fyrst og fremst ætlaðar til kynningar utan landsteinanna. Markmiðið með höfundasíðunni er að kynna á aðgengilegan hátt íslenska höfunda og um leið að auðvelda erlendum útgefendum, umboðsmönnum, viðburða- og hátíðahöldurum ofl. leitina að íslenskum höfundum og verkum í þýðingum. 

Höfundasíðan hefur reynst mörgum gagnleg á tímum heimsfaraldurs og ferðabanns og verður án efa gott verkfæri í kynningu íslenskra höfunda og bókmennta til frambúðar.


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir