Fleiri höfundar komnir á höfundasíðuna

19. janúar, 2021

Höfundasíðan er síða á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar má finna upplýsingar um þá íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í þýðingum erlendis - og lista yfir bækurnar.

Höfundasíðan opnaði á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta í haust og hefur hún hlotið afar góðar viðtökur. Á síðunni má finna allar helstu upplýsingar um þá íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í þýðingum erlendis - og lista yfir bækurnar. Reglulega hafa nýir höfundar bæst í hópinn. 

Á höfundasíðunni er hægt að leita eftir nafni höfundar, bókmenntagrein og/eða tungumáli sem bækurnar hafa verið þýddar á. 

Til kynningar erlendis

Upplýsingarnar eru á ensku því þær eru fyrst og fremst ætlaðar til kynningar utan landsteinanna. Markmiðið með höfundasíðunni er að kynna á aðgengilegan hátt íslenska höfunda og um leið að auðvelda erlendum útgefendum, umboðsmönnum, viðburða- og hátíðahöldurum ofl. leitina að íslenskum höfundum og verkum í þýðingum. 

Höfundasíðan hefur reynst mörgum gagnleg á tímum heimsfaraldurs og ferðabanns og verður án efa gott verkfæri í kynningu íslenskra höfunda og bókmennta til frambúðar.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir