Enskur kynningarbæklingur Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2020 kominn út

5. mars, 2020 Fréttir

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland, sem notaður er til að kynna erlendis það nýjasta í íslenskum bókmenntum og fleira 

Miðstöð íslenskra bókmennta stuðlar að aukinni útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis 

Kynningarstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta erlendis felst m.a. í þátttöku í helstu bókasýningum eins og í London, Frankfurt og Gautaborg og víðar þar sem Miðstöðin kynnir íslenskar bókmenntir og veitir erlendum útgefendum, þýðendum og fleirum ráðgjöf. 

Bækur frá Íslandi 2020 / Books from IcelandÍ 

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út bækling á ensku, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis. Í bæklingnum í ár, Books from Iceland 2020, má finna bækur fyrir alla aldurshópa, sem bókmenntaráðgjafar hafa valið í bæklinginn. Þar eru bækur eftir unga, upprennandi höfunda sem og eldri og reyndari, jafnframt verðlaunabækur síðasta árs og listi yfir þær bækur sem erlendir útgefendur hafa nýlega keypt útgáfuréttinn á. Í bæklingnum er að auki fróðleikur um þýðendur íslenskra bókmennta á erlend mál og ítarlegar upplýsingar um hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, ýmsa styrkjamöguleika og fleira. 

Miðstöðin hefur gefið út sambærilega bæklinga undanfarin ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum erlendis. Kynningarefni fyrri ára má finna hér.


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu  - 1. júlí, 2020 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð vegna sumarleyfa frá 6. júlí til 4. ágúst.

Nánar

Þýðendasíða með lista yfir virka þýðendur úr íslensku á erlend mál - 24. júní, 2020 Fréttir

Á síðunni má finna upplýsingar um þýðendurna, menntun þeirra og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Nánar

Nýræktarstyrkina í ár hljóta Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson, Arndís Lóa Magnúsdóttir, Guðmundur Ingi Markússon og Halla Þórlaug Óskarsdóttir - 4. júní, 2020 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað Nýræktarstyrkjum til fjögurra nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti styrkina.

Nánar

Allar fréttir