Enskur kynningarbæklingur Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2022 er kominn út!

28. mars, 2022

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland sem notaður er til að kynna erlendum útgefendum valdar bækur liðins árs í mörgum flokkum - ásamt fleiru.

Bækur frá Íslandi 2022 / Books from Iceland

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út bækling á ensku, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis. Í bæklingnum í ár, Books from Iceland 2022, má finna margar tegundir bóka, sem bókmenntaráðgjafar Miðstöðvarinnar hafa valið.

Efnisyfirlit-i-kapum-1Þar eru bækur eftir unga, upprennandi höfunda sem og eldri og reyndari, skáldsögur fyrir börn og fullorðna, bækur almenns efnis, glæpasögur og fleira. Jafnframt eru þar verðlaunabækur síðasta árs á. Í bæklingnum er að auki ýmsar upplýsingar um hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, alla styrkjamöguleika og fleira.

Miðstöðin hefur gefið út sambærilega bæklinga undanfarin ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum hennar erlendis. Kynningarefni fyrri ára má finna hér.


Miðstöð íslenskra bókmennta stuðlar að aukinni útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis

Efnisyfirlit-i-kapum-2Kynningarstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta erlendis felst m.a. í þátttöku í helstu bókasýningum eins og í London, Frankfurt og Gautaborg og víðar þar sem Miðstöðin kynnir íslenskar bókmenntir og veitir erlendum útgefendum, þýðendum og fleirum ráðgjöf. Síðustu ár hafa bókasýningar í hefðbundu formi fallið niður vegna heimsfaraldursins en nú stefnir í blómlegt ár og mun Miðstöð íslenskra bókmennta taka þátt í ýmsum bókasýningum og öðrum uppákomum erlendis með einum eða öðrum hætti.

Þú getur skoðað bæklinginn hér.



Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2023 - 1. desember, 2023 Fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2023 voru kynntar 1. desember í Eddu.

Nánar

Ísland var í heiðurssæti á Les Boréales hátíðinni í Normandí og höfundarnir fengu stórkostlegar viðtökur. - 30. nóvember, 2023 Fréttir

Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum í Frakklandi og nú er svo komið að stór og virt frönsk forlög gefa út marga íslenska titla. Þennan einstaka árangur má einnig þakka framúrskarandi og afkastamiklum þýðendum íslenskra bókmennta á frönsku.

Nánar

Á undanförnum sex árum hefur notkun hljóðbóka aukist um 145% og lestur bóka dregist saman um 17% - 16. nóvember, 2023 Fréttir

Ný lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, í samvinnu við helstu aðila á bókmenntasviðinu, leiðir í ljós að þjóðin les eða hlustar að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði og ver til þess 30 til 60 mínútum á dag. Helsta breyting á lestrarvenjum er verulega aukin notkun hljóðbóka. Einnig vekur athygli að sá hópur sem hefur lesið lítið sem ekkert fer stækkandi.

Nánar

Allar fréttir