Enskur kynningarbæklingur Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2022 er kominn út!

28. mars, 2022

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland sem notaður er til að kynna erlendum útgefendum valdar bækur liðins árs í mörgum flokkum - ásamt fleiru.

Bækur frá Íslandi 2022 / Books from Iceland

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út bækling á ensku, sem notaður er til kynningar á íslenskum bókmenntum erlendis. Í bæklingnum í ár, Books from Iceland 2022, má finna margar tegundir bóka, sem bókmenntaráðgjafar Miðstöðvarinnar hafa valið.

Efnisyfirlit-i-kapum-1Þar eru bækur eftir unga, upprennandi höfunda sem og eldri og reyndari, skáldsögur fyrir börn og fullorðna, bækur almenns efnis, glæpasögur og fleira. Jafnframt eru þar verðlaunabækur síðasta árs á. Í bæklingnum er að auki ýmsar upplýsingar um hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta, alla styrkjamöguleika og fleira.

Miðstöðin hefur gefið út sambærilega bæklinga undanfarin ár, líkt og tíðkast hjá systurstofnunum hennar erlendis. Kynningarefni fyrri ára má finna hér.


Miðstöð íslenskra bókmennta stuðlar að aukinni útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis

Efnisyfirlit-i-kapum-2Kynningarstarf Miðstöðvar íslenskra bókmennta erlendis felst m.a. í þátttöku í helstu bókasýningum eins og í London, Frankfurt og Gautaborg og víðar þar sem Miðstöðin kynnir íslenskar bókmenntir og veitir erlendum útgefendum, þýðendum og fleirum ráðgjöf. Síðustu ár hafa bókasýningar í hefðbundu formi fallið niður vegna heimsfaraldursins en nú stefnir í blómlegt ár og mun Miðstöð íslenskra bókmennta taka þátt í ýmsum bókasýningum og öðrum uppákomum erlendis með einum eða öðrum hætti.

Þú getur skoðað bæklinginn hér.



Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir