Fimm höfundar frá Íslandi koma fram á Bókamessunni í Gautaborg, sem haldin er 28. september til 1. október

Rithöfundarnir Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hildur Knútsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir taka þátt í dagskránni.

31. ágúst, 2017

Líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á bókamessunni og bækur íslenskra höfunda verða kynntar á íslenska básnum. Rithöfundarnir Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hildur Knútsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir taka þátt í dagskránni.


Bergsveinn-klipptSteinunn-sigBókamessan í Gautaborg verður haldin dagana 28. september til 1. október næstkomandi. Líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á bókamessunni og bækur íslenskra höfunda verða kynntar á íslenska básnum. 

Eirikur-klipptRithöfundarnir Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl og Steinunn Sigurðardóttir ræða um hlutverk höfundarins í nútímanum, Steinunn og Eiríkur lesa upp ljóð, Eiríkur tekur þátt í umræðum með norrænum höfundum um lífið á tímum örvæntingar, Hildur Knútsdóttir flytur erindi um börn og hrylling og Kristín Ragna Gunnarsdóttir, sem er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár kemur fram með öðrum tilnefndum norrænum höfundum. 

Hildur-klipptMiðstöð íslenskra bókmennta hefur undanfarin misseri unnið markvisst að kynningu íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum með það að markmiði að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál og hefur orðið töluverð fjölgun umsókna frá norrænum útgefendum um styrki til þýðinga úr íslensku á Norðurlandamál á liðnum árum.Kristin-Ragna

Um það leyti sem Bókamessan hefst koma út á sænsku bækurnar Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Kata eftir Steinar Braga.

Bókamessan í Gautaborg er stærsta bókamessa Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir. Í bókmenntadagskrá messunnar má finna um 3000 dagskrárliði og rúmlega 800 sýnendur og 2000 höfundar og fyrirlesarar taka þar þátt.

Þátttaka Íslands í messunni er í samstarfi við Íslandsstofu.  

Íslenski básinn er númer C04:01 og hönnun hans er í höndum HAF studio (vinnuteikning hér neðar):

Basinn-2

 


Allar fréttir

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - 16. mars, 2023 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir árlega Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira.

Nánar

Hjalti Pálsson hlýtur viðurkenningu Hagþenkis 2022 fyrir Byggðasögu Skagafjarðar I.-X. bindi - 16. mars, 2023 Fréttir

Hjalti Pálsson tók við viðurkenningu Hagþenkis 2022 þann 15. mars síðastliðinn fyrir verk sitt Byggðasaga Skagafjarðar, I.-X. bindi

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um útgáfustyrki, þýðingastyrki á íslensku og styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði - 15. febrúar, 2023 Fréttir

Styrkirnir eru veittir útgefendum á Íslandi og er umsóknarfrestur til 15. mars 2023. 

Nánar

Allar fréttir