Fimm höfundar frá Íslandi koma fram á Bókamessunni í Gautaborg, sem haldin er 28. september til 1. október

Rithöfundarnir Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hildur Knútsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir taka þátt í dagskránni.

31. ágúst, 2017

Líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á bókamessunni og bækur íslenskra höfunda verða kynntar á íslenska básnum. Rithöfundarnir Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hildur Knútsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir taka þátt í dagskránni.


Bergsveinn-klipptSteinunn-sigBókamessan í Gautaborg verður haldin dagana 28. september til 1. október næstkomandi. Líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á bókamessunni og bækur íslenskra höfunda verða kynntar á íslenska básnum. 

Eirikur-klipptRithöfundarnir Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl og Steinunn Sigurðardóttir ræða um hlutverk höfundarins í nútímanum, Steinunn og Eiríkur lesa upp ljóð, Eiríkur tekur þátt í umræðum með norrænum höfundum um lífið á tímum örvæntingar, Hildur Knútsdóttir flytur erindi um börn og hrylling og Kristín Ragna Gunnarsdóttir, sem er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár kemur fram með öðrum tilnefndum norrænum höfundum. 

Hildur-klipptMiðstöð íslenskra bókmennta hefur undanfarin misseri unnið markvisst að kynningu íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum með það að markmiði að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál og hefur orðið töluverð fjölgun umsókna frá norrænum útgefendum um styrki til þýðinga úr íslensku á Norðurlandamál á liðnum árum.Kristin-Ragna

Um það leyti sem Bókamessan hefst koma út á sænsku bækurnar Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Kata eftir Steinar Braga.

Bókamessan í Gautaborg er stærsta bókamessa Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir. Í bókmenntadagskrá messunnar má finna um 3000 dagskrárliði og rúmlega 800 sýnendur og 2000 höfundar og fyrirlesarar taka þar þátt.

Þátttaka Íslands í messunni er í samstarfi við Íslandsstofu.  

Íslenski básinn er númer C04:01 og hönnun hans er í höndum HAF studio (vinnuteikning hér neðar):

Basinn-2

 


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2023 - 1. desember, 2023 Fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans 2023 voru kynntar 1. desember í Eddu.

Nánar

Ísland var í heiðurssæti á Les Boréales hátíðinni í Normandí og höfundarnir fengu stórkostlegar viðtökur. - 30. nóvember, 2023 Fréttir

Mikill áhugi er á íslenskum bókmenntum í Frakklandi og nú er svo komið að stór og virt frönsk forlög gefa út marga íslenska titla. Þennan einstaka árangur má einnig þakka framúrskarandi og afkastamiklum þýðendum íslenskra bókmennta á frönsku.

Nánar

Á undanförnum sex árum hefur notkun hljóðbóka aukist um 145% og lestur bóka dregist saman um 17% - 16. nóvember, 2023 Fréttir

Ný lestrarkönnun Miðstöðvar íslenskra bókmennta, í samvinnu við helstu aðila á bókmenntasviðinu, leiðir í ljós að þjóðin les eða hlustar að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði og ver til þess 30 til 60 mínútum á dag. Helsta breyting á lestrarvenjum er verulega aukin notkun hljóðbóka. Einnig vekur athygli að sá hópur sem hefur lesið lítið sem ekkert fer stækkandi.

Nánar

Allar fréttir