Fimm höfundar frá Íslandi koma fram á Bókamessunni í Gautaborg, sem haldin er 28. september til 1. október

Rithöfundarnir Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hildur Knútsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir taka þátt í dagskránni.

31. ágúst, 2017

Líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á bókamessunni og bækur íslenskra höfunda verða kynntar á íslenska básnum. Rithöfundarnir Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hildur Knútsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir taka þátt í dagskránni.


Bergsveinn-klipptSteinunn-sigBókamessan í Gautaborg verður haldin dagana 28. september til 1. október næstkomandi. Líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á bókamessunni og bækur íslenskra höfunda verða kynntar á íslenska básnum. 

Eirikur-klipptRithöfundarnir Bergsveinn Birgisson, Eiríkur Örn Norðdahl og Steinunn Sigurðardóttir ræða um hlutverk höfundarins í nútímanum, Steinunn og Eiríkur lesa upp ljóð, Eiríkur tekur þátt í umræðum með norrænum höfundum um lífið á tímum örvæntingar, Hildur Knútsdóttir flytur erindi um börn og hrylling og Kristín Ragna Gunnarsdóttir, sem er tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár kemur fram með öðrum tilnefndum norrænum höfundum. 

Hildur-klipptMiðstöð íslenskra bókmennta hefur undanfarin misseri unnið markvisst að kynningu íslenskra bókmennta á Norðurlöndunum með það að markmiði að fjölga þýðingum íslenskra bókmennta á norræn tungumál og hefur orðið töluverð fjölgun umsókna frá norrænum útgefendum um styrki til þýðinga úr íslensku á Norðurlandamál á liðnum árum.Kristin-Ragna

Um það leyti sem Bókamessan hefst koma út á sænsku bækurnar Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Kata eftir Steinar Braga.

Bókamessan í Gautaborg er stærsta bókamessa Norðurlanda en hana sækja árlega um 100.000 gestir. Í bókmenntadagskrá messunnar má finna um 3000 dagskrárliði og rúmlega 800 sýnendur og 2000 höfundar og fyrirlesarar taka þar þátt.

Þátttaka Íslands í messunni er í samstarfi við Íslandsstofu.  

Íslenski básinn er númer C04:01 og hönnun hans er í höndum HAF studio (vinnuteikning hér neðar):

Basinn-2

 


Allar fréttir

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Þjóðin ver að jafnaði 59 mínútum á dag í lestur samanborið við 69 mínútur fyrir tveimur árum - 13. nóvember, 2025 Fréttir

Í nýrri könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar kemur fram að Íslendingar lesa/hlusta að jafnaði 2,3 bækur á mánuði. Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, þ.e. hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 

Nánar

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Allar fréttir