Fimmtán bækur tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

5. mars, 2019

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina, best myndskreyttu bókina og bestu þýðingu á barna- og unglingabók.

Tilkynnt var í menningarhúsi Borgarbókasafnsins í Gerðubergi á dögunum hvaða fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2019, en verðlaunin verða afhent að venju síðasta vetrardag í Höfða.

Veitt í þremur flokkum

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt í þremur flokkum og voru fimm bækur tilnefndar í hverjum þeirra; fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina, best myndlýstu bókina og bestu þýðingu á barna- og unglingabók sem gefin var út á árinu 2018.

Í flokki frumsamdra barnabóka eru; Ljónið eftir Hildi Knútsdóttur, Rotturnar eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur, Silfurlykillinn eftir Sigrúnu Eldjárn, Svarthol Hvað gerist ef ég dett ofan í? eftir Sævar Helga Bragason og Sölvasaga Daníelssonar eftir Arnar Má Arngrímsson.

Í flokki myndlýstra bóka eru; Ljóðpundari með myndlýsingum Sigrúnar Eldjárn og ljóðum eftir Þórarin Eldjárn, Sagan um Skarphéðin Dungal sem setti fram nýjar kenningar um eðli alheimsins myndlýst af Rán Flygenring við texta Hjörleifs Hjartarsonar, Milli svefns og vöku með myndum Laufeyjar Jónsdóttur við texta Önnu Margrétar Björnsson, Sjúklega súr saga, myndlýst af Halldóri Baldurssyni með texta eftir Sif Sigmarsdóttur g að lokum Snuðra og Tuðra eiga afmæli, myndlýst af Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur við texta Iðunnar Steinsdóttur.

Í flokki þýddra bóka eru þýðendur tilnefndir; Guðni Kolbeinsson fyrir þýðingu á Villimærin fagra eftir Philip Pullman, Þórdís Bachmann fyrir bók 2 í bókaflokknum Hvísl hrafnanna eftir Malene Sølvsten, Erla E. Völudóttir fyrir Ferðalagið eftir Timo Parvela og Björn Sortland, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fyrir Meira af Rummungi ræningja eftir Otfried Preußler og að lokum er það þýðing Jóns St. Kristjánssonar á Seiðmenn hins forna eftir Cressida Cowell.

Um Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eiga sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu og er helsta markmið þeirra að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur og hvetja þá til bóklesturs.

Valnefnd er skipuð Tinnu Ásgeirsdóttur, Valgerði Sigurðardóttir, Rakel McMahon, Magnúsi Guðmundssyni og Helgu Birgisdóttur.

Meira um barnabókaverðlaunin


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir