Fimmtán bækur tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina, best myndskreyttu bókina og bestu þýðingu á barna- og unglingabók

5. mars, 2018

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina, best myndskreyttu bókina og bestu þýðingu á barna- og unglingabók.

Tilkynnt var í Gerðubergi á dögunum hvaða fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2018, en verðlaunin verða afhent að venju síðasta vetrardag í Höfða.

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt í þremur flokkum og voru fimm bækur tilnefndar í hverjum þeirra; fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina, best myndskreyttu bókina og bestu þýðingu á barna- og unglingabók sem gefin var út á árinu 2017.

Tilnefndar bækur í flokki bestu myndskreytinga;
· Fjölskyldan mín - Lára Garðarsdóttir, útgefandi Salka
· Fuglar- Rán Flygenring, útgefandi Angústúra
· Kvæðið um Krummaling- Högni Sigurþórsson, útgefandi Dimma
· Jólakötturinn tekinn í gegn- Brian Pilkington, útgefandi Forlagið
· Pétur og úlfurinn... en hvað varð um úlfinn?- Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, útgefandi Töfrahurð

Tilnefndar bækur í flokki bestu þýðingar á barna- og unglingabók 
· Bakarísráðgátan- Íris Baldursdóttir, útg. Mál og menning
· Flóttinn hans afa- Guðni Kolbeinsson, útg. Bókafélagið
· Kepler 62 Fyrsta bók: Kallið- Erla E. Völudóttir, útg. Bókabeitan
· Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur- Magnea J. Matthíasdóttir , útg. Mál og menning
· Rummungur ræningi- Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, útg. Dimma

Tilnefndar bækur í flokki frumsaminna barna- og unglingabóka:
· Er ekki allt í lagi með þig? - Elísa Jóhannsdóttir, útg. Vaka Helgafell
· Fuglar - Hjörleifur Hjartarson, útg. Angústúra
· (Lang)elstur í bekknum  - Bergrún Íris Sævarsdóttir, útg. Bókabeitan.
· Vertu ósýnilegur - Kristín Helga Gunnarsdóttir, útg. Mál og menning
· Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson, útg. Mál og menning

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eiga sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu og er helsta markmið þeirra að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur og hvetja þá til bóklesturs.

Valnefnd er skipuð Brynhildi Björnsdóttur formanni, Jónu Björg Sætran, Gunnari Birni Melsted, Davíð Stefánssyni og Þórdísi Aðalsteinsdóttur.

Meira um barnabókaverðlaunin. 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir