Fimmtán bækur tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina, best myndskreyttu bókina og bestu þýðingu á barna- og unglingabók

5. mars, 2018

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum; fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina, best myndskreyttu bókina og bestu þýðingu á barna- og unglingabók.

Tilkynnt var í Gerðubergi á dögunum hvaða fimmtán bækur eru tilnefndar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2018, en verðlaunin verða afhent að venju síðasta vetrardag í Höfða.

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eru veitt í þremur flokkum og voru fimm bækur tilnefndar í hverjum þeirra; fyrir bestu frumsömdu barna- og unglingabókina, best myndskreyttu bókina og bestu þýðingu á barna- og unglingabók sem gefin var út á árinu 2017.

Tilnefndar bækur í flokki bestu myndskreytinga;
· Fjölskyldan mín - Lára Garðarsdóttir, útgefandi Salka
· Fuglar- Rán Flygenring, útgefandi Angústúra
· Kvæðið um Krummaling- Högni Sigurþórsson, útgefandi Dimma
· Jólakötturinn tekinn í gegn- Brian Pilkington, útgefandi Forlagið
· Pétur og úlfurinn... en hvað varð um úlfinn?- Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, útgefandi Töfrahurð

Tilnefndar bækur í flokki bestu þýðingar á barna- og unglingabók 
· Bakarísráðgátan- Íris Baldursdóttir, útg. Mál og menning
· Flóttinn hans afa- Guðni Kolbeinsson, útg. Bókafélagið
· Kepler 62 Fyrsta bók: Kallið- Erla E. Völudóttir, útg. Bókabeitan
· Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur- Magnea J. Matthíasdóttir , útg. Mál og menning
· Rummungur ræningi- Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, útg. Dimma

Tilnefndar bækur í flokki frumsaminna barna- og unglingabóka:
· Er ekki allt í lagi með þig? - Elísa Jóhannsdóttir, útg. Vaka Helgafell
· Fuglar - Hjörleifur Hjartarson, útg. Angústúra
· (Lang)elstur í bekknum  - Bergrún Íris Sævarsdóttir, útg. Bókabeitan.
· Vertu ósýnilegur - Kristín Helga Gunnarsdóttir, útg. Mál og menning
· Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson, útg. Mál og menning

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eiga sér lengsta sögu barnabókaverðlauna á landinu og er helsta markmið þeirra að vekja athygli á því sem vel er gert í bókaútgáfu fyrir unga lesendur og hvetja þá til bóklesturs.

Valnefnd er skipuð Brynhildi Björnsdóttur formanni, Jónu Björg Sætran, Gunnari Birni Melsted, Davíð Stefánssyni og Þórdísi Aðalsteinsdóttur.

Meira um barnabókaverðlaunin. 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir