Fjölbreyttar bækur um náttúru, byggingalist, bókmenntir, sagnfræði, tungumál og fleira fá útgáfustyrki

14. maí, 2020

Mikil gróska einkenndi umsóknir um útgáfustyrkina í ár sem endurspeglast í úthlutuninni. Von er á fjölbreyttum og spennandi fræðibókum og bókum almenns efnis á næstu misserum.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði 28 milljónum króna í útgáfustyrki til 45 verka – og er það tveggja milljón króna hækkun frá síðasta ári þegar 26 milljónum var veitt til útgáfu 43 verka. 

Bækurnar sem hlutu styrki að þessu sinni eru afar fjölbreyttar og er umfjöllunarefnið af margvíslegum toga s.s. náttúruvísindi, bókmenntir, tungumál, sagnfræði, tungumál, byggingalist, hönnun og margt fleira. 

Meðal verka sem hlutu útgáfustyrki í ár

  • Ævisaga Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings (vinnuheiti). Höfundur: Sigrún Helgadóttir, Sigríður Harðardóttir ritstjóri. Útgefandi: Náttúruminjasafn Íslands.
  • Laugavegur eftir Guðna Valberg og Önnu Dröfn Ágústsdóttur í útgáfu Angústúru.
  • Guðjón Samúelsson arkitekt eftir Pétur H. Ármannsson, útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.
  • Bærinn sem hvarf í ösku eftir Bjarna F. Einarsson, útgefandi Skrudda.
  • Spænska veikin eftir Gunnar Þór Bjarnason, Forlagið gefur út.
  • Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland. Viðhorfasaga í þúsund ár, höfundur er Sumarliði R. Ísleifsson og útgefandi Sögufélag.
  • Veiðibókin Sá stóri, sá missti og sá landaði eftir Sigurð Héðin í útgáfu Drápu.
  • Arfur aldanna II eftir Aðalheiði Guðmundsdóttur, útgefandi Háskólaútgáfan.
  • Tíu íslenskir kvæðamenn í ritstjórn Rósu Þorsteinsdóttur, útgefandi er Stofnun Árna Magnússonar.
  • Ánamaðkar eftir Bjarna E. Guðleifsson og Brynhildi Bjarnadóttur í útgáfu Hóla.
  • Fræðaskjóða - Bókmenntafræði fyrir forvitna, höfundur er Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og útgefandi Sæmundur.

Alls bárust 69 umsóknir um útgáfustyrki að þessu sinni og sótt var um rúmar 65 milljónir króna.

Hér má sjá heildarúthlutun Útgáfustyrkja 2020.

Á mynd með frétt má sjá nokkra af ofangreindum höfundum.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Ný stjórn Miðstöðvar íslenskra bókmennta tekur við - 2. september, 2025 Fréttir

Hlutverk stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta er samkvæmt lögum að ákveða árlega skiptingu ráðstöfunarfjár á fjárlögum milli viðfangsefna hennar og bera ábyrgð á styrkveitingum. Hún gerir tillögur til ráðherra um stefnu og helstu áherslur í starfi Miðstöðvarinnar til þriggja ára. 

Nánar

Allar fréttir