Fjölbreyttar bækur um náttúru, byggingalist, bókmenntir, sagnfræði, tungumál og fleira fá útgáfustyrki

14. maí, 2020

Mikil gróska einkenndi umsóknir um útgáfustyrkina í ár sem endurspeglast í úthlutuninni. Von er á fjölbreyttum og spennandi fræðibókum og bókum almenns efnis á næstu misserum.

Miðstöð íslenskra bókmennta úthlutaði 28 milljónum króna í útgáfustyrki til 45 verka – og er það tveggja milljón króna hækkun frá síðasta ári þegar 26 milljónum var veitt til útgáfu 43 verka. 

Bækurnar sem hlutu styrki að þessu sinni eru afar fjölbreyttar og er umfjöllunarefnið af margvíslegum toga s.s. náttúruvísindi, bókmenntir, tungumál, sagnfræði, tungumál, byggingalist, hönnun og margt fleira. 

Meðal verka sem hlutu útgáfustyrki í ár

  • Ævisaga Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings (vinnuheiti). Höfundur: Sigrún Helgadóttir, Sigríður Harðardóttir ritstjóri. Útgefandi: Náttúruminjasafn Íslands.
  • Laugavegur eftir Guðna Valberg og Önnu Dröfn Ágústsdóttur í útgáfu Angústúru.
  • Guðjón Samúelsson arkitekt eftir Pétur H. Ármannsson, útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag.
  • Bærinn sem hvarf í ösku eftir Bjarna F. Einarsson, útgefandi Skrudda.
  • Spænska veikin eftir Gunnar Þór Bjarnason, Forlagið gefur út.
  • Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland. Viðhorfasaga í þúsund ár, höfundur er Sumarliði R. Ísleifsson og útgefandi Sögufélag.
  • Veiðibókin Sá stóri, sá missti og sá landaði eftir Sigurð Héðin í útgáfu Drápu.
  • Arfur aldanna II eftir Aðalheiði Guðmundsdóttur, útgefandi Háskólaútgáfan.
  • Tíu íslenskir kvæðamenn í ritstjórn Rósu Þorsteinsdóttur, útgefandi er Stofnun Árna Magnússonar.
  • Ánamaðkar eftir Bjarna E. Guðleifsson og Brynhildi Bjarnadóttur í útgáfu Hóla.
  • Fræðaskjóða - Bókmenntafræði fyrir forvitna, höfundur er Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og útgefandi Sæmundur.

Alls bárust 69 umsóknir um útgáfustyrki að þessu sinni og sótt var um rúmar 65 milljónir króna.

Hér má sjá heildarúthlutun Útgáfustyrkja 2020.

Á mynd með frétt má sjá nokkra af ofangreindum höfundum.


Allar fréttir

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - 16. mars, 2023 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir árlega Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira.

Nánar

Hjalti Pálsson hlýtur viðurkenningu Hagþenkis 2022 fyrir Byggðasögu Skagafjarðar I.-X. bindi - 16. mars, 2023 Fréttir

Hjalti Pálsson tók við viðurkenningu Hagþenkis 2022 þann 15. mars síðastliðinn fyrir verk sitt Byggðasaga Skagafjarðar, I.-X. bindi

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um útgáfustyrki, þýðingastyrki á íslensku og styrki úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði - 15. febrúar, 2023 Fréttir

Styrkirnir eru veittir útgefendum á Íslandi og er umsóknarfrestur til 15. mars 2023. 

Nánar

Allar fréttir