Fjöldi íslenskra barnabóka meðal verka sem hljóta þýðingastyrki á erlend mál

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti nýlega 54 styrki til erlendra og norrænna þýðinga á íslenskum verkum í þessari seinni úthlutun ársins. Á árinu var úthlutað samtals 12,490,000 kr. til erlendra þýðinga og 5,900,000 kr til norrænna þýðinga.

16. nóvember, 2022

Í seinni úthlutun ársins voru veittir styrkir til þýðinga íslenskra bóka á ensku, frönsku, ungversku, dönsku, færeysku, ítölsku, spænsku, þýsku, hollensku, litháísku, pólsku auk fleiri tungumála. 

  • Á myndinni má sjá verk sem áður hafa hlotið þýðingastyrki á erlend mál

Miðstöð íslenskra bókmennta veitti nýlega 38 styrki til erlendra þýðinga á íslenskum verkum og 16 styrki til norrænna þýðinga. Umsóknarfrestur um styrki til erlendra þýðinga er tvisvar á ári; í febrúar og september. Hægt er að skoða allar úthlutanir á árinu neðst í fréttinni, en þær skiptast í norrænar þýðingar og aðrar erlendar þýðingar.

Fimm verk eru væntanleg á ensku en það eru Fjarvera þín er myrkur eftir Jón Kalman Stefánsson, Sykur eftir Katrínu Júlíusdóttur, Sögur og ljóð eftir Ástu Sigurðardóttur, Launsátur eftir Jónínu Leósdóttur og Myrkrið milli stjarnanna eftir Hildi Knútsdóttur en sú síðastnefnda er sú eina sem gefin er út í Bandaríkjunum. 

Tvö verk eru væntanleg á portúgölsku og munu koma út í Brasilíu á næsta ári en það eru Merking eftir Fríðu Ísberg í þýðingu Luciano Dutra og Mánasteinn eftir Sjón í þýðingu Pedro Monfort. 

Meðal styrkveitinga til norrænna þýðinga eru barnabækur áberandi. Þóra Þóroddsdóttir þýðir þríleik Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur, Langelstur í bekknumLangelstur í leynifélaginu og Langelstur að eilífu á færeysku. Sara Lindberg Gombrii þýðir tvær bækur eftir Ævar Þór Benediktsson á sænsku og von er á þremur bókum um Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur á norsku í þýðingu Barbro E. Lundberg. 

Önnur Skrímslabók þeirra Áslaugar Jónsdóttur, Kalle Giiettler, og Rakelar Helmsdal, Skrímsli í myrkrinu, er væntanleg á japönsku en fyrsta bókin kom út í Japan fyrr á árinu. 

Von er á nokkrum verkum í danskri þýðingu og það má þakka iðnum þýðendum fyrir sem sinna starfi sínu af kappi. Þar má nefna Úti eftir Ragnar Jónasson, Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason og Kolbeinsey eftir Bergsvein Birgisson en það er Rolf Stavnem sem þýðir þær alla, auk þess þýðir Kim Lembek þýðir Merkingu eftir Fríðu Ísberg.

Hægt er að skoða allar úthlutanir hér (erlendar þýðingar) og hér (norrænar þýðingar). 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir