Fjörutíu íslenskar bækur í enskum þýðingum gefnar út í Bretlandi og Bandaríkjunum

29. október, 2019 Fréttir

Bækur íslenskra höfunda ferðast víða um heiminn í þýðingum og eru ensk málsvæði þar engin undantekning.

Bækur eftir íslenska höfunda ferðast víða um heiminn og eru þýddar á æ fleiri tungumál, en þau eru nú orðin um fimmtíu talsins. Þýðingum hefur fjölgað verulega og hafa þrefaldast á síðustu tíu árum.

Sem dæmi má nefna að hátt í fjörutíu bækur eru nýkomnar út eða væntanlegar á enskri tungu, í Bretlandi og Bandaríkjunum og þar gefur að líta skáldsögur, ljóð, glæpasögur, barnabækur og bækur almenns efnis eftir bæði þekkta höfunda, sem og höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum. Flestar þessara bóka hafa hlotið þýðingastyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Skáldsögur

 • Or-a-enskuUngfrú Ísland (e. Miss Iceland) & Ör (e. Hotel Silence) eftir Auði Övu Ólafsdóttur í þýðingu Brian FitzGibbon, útgefendur eru Pushkin Press í Bretlandi og Grove Atlantic í Bandaríkjunum.
 • CoDex 1962 eftir Sjón í þýðingu Victoriu Cribb, útgefendur Sceptre í Bretlandi og FSG í Bandaríkjunum.
 • Sumarljos-og-svo-kemur-nottin-a-enskuSumarljós og svo kemur nóttin (e. Summer Light, and Then Comes the Night) & Eitthvað á stærð við alheiminn (e. About the Size of the Universe) eftir Jón Kalman Stefánsson í þýðingu Philip Roughton. Útgefandi Quercus Books/MacLehose Press.
 • Stormfuglar (e. Stormbirds) eftir Einar Kárason í þýðingu Philip Roughton, útgefandi MacLehose Press.
 • Elin-ymislegt-a-enskuElín, ýmislegt (e. A Fist or a Heart) eftir Kristínu Eiríksdóttur í þýðingu Larissu Kyzer, útgefandi er Amazon Crossing.
 • Konan við 1000° (e. Woman at 1000 Degrees) eftir Hallgrím Helgason í þýðingu Brian FitzGibbon, útgefandi er Algonquin Books.
 • Kvika (e. Magma) eftir Þóru Hjörleifsdóttur. Þýðandi er Megan A. Matich, útgefandi er Picados í Bretlandi og Grove Atlantic/Black Cat í Bandaríkjunum.
 • Smartís (e. Smarties) eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur í þýðingu Larissu Kyzer og í útgáfu The Emma Press.
 • Stóri skjálfti (e. Aftershock) eftir Auði Jónsdóttur í þýðingu Megan A. Matich, útgefandi er Dottir Press.
 • Valeyrarvalsinn-a-enskuValeyrarvalsinn (e. And the Wind Sees All) eftir Guðmund Andra Thorsson í þýðingu Bjargar Árnadóttur og Andrew Cauthery. Útgefandi er Peirene Press.
 • Kompa (e. That Little Dark Room) eftir Sigrúnu Pálsdóttur í þýðingu Lytton Smith, útgefandi er Open Letter.
 • Sogumadur-a-enskuSögumaður (e. Narrator) eftir Braga Ólafsson í þýðingu Lytton Smith, útgefandi er Open Letter.
 • Öræfi (e. The Wasteland) eftir Ófeig Sigurðsson í þýðingu Lytton Smith, útgefandi er Deep Vellum.
 • Að heiman (e. Elsewhere) eftir Arngunni Árnadóttur, þýðandi Kara Billey Thordarson og útgefandi Partus Press.
 • Millilending (e. Through Flight) eftir Jónas Reyni Gunnarsson í þýðingu Völu Thorodds, útgefandi er Partus Press.

Glæpasögur

 • Thyska-husid-a-ensku-2Skuggasund (e. The Shadow District) & Þýska húsið (e. The Shadow Killer) eftir Arnald Indriðason. Þýðandi er Victoria Cribb og útgefendur WF Howes í Bretlandi og Thomas Dunne í Bandaríkjunum.
 • Gatið (e. The Hole) & Brúðan (e. The Doll) eftir Yrsu Sigurðardóttur í þýðingu Victoriu Cribb og útgáfu Hodder & Stoughton.
 • Burid-a-enskuBúrið (e. Cage) & Svik (e. Betrayal) eftir Lilju Sigurðardóttur í þýðingu Quentin Bates, útgefandi er Orenda Books.
 • Dimma (e. Darkness) & Drungi (e. The Island) eftir Ragnar Jónasson í þýðingu Victoriu Cribb, útgefandi er St. Martin's Press.
 • Marrið í stiganum (e. The Creak on the Stairs) eftir Evu Björg Ægisdóttur í þýðingu Victoriu Cribb, útgefandi er Orenda Books.
 • Svartigaldur (e. Black Magic) eftir Stefán Mána í útgáfu Amazon Crossing.

Ljóð

 • Drápa (e. Drápa) & Sálumessa (e. Requiem) eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur í þýðingu Rory McTurk. Útgefandi er ARC Publication.
 • Timakistan-a-enskuSafn ljóða; Waitress in Fall eftir Kristínu Ómarsdóttur í þýðingu Völu Thorodds og útgefið af Carcanet.

Barna - og ungmennabækur

 • Tímakistan (e. The Casket of Time) eftir Andra Snæ Magnason, í þýðingu Bjargar Árnadóttur og Andrew Cauthery, útgefandi Restless Books.

Heida-fjalldalabondinn-a-enskuBækur almenns efnis

 • Um tímann og vatnið (e. On Time and Water) eftir Andra Snæ Magnason, þýðandi er Lytton Smith og útgefandi Open Letter.
 • Heiða, fjalldalabóndinn (e. Heida: A Shepherd at the Edge of the World) eftir Steinunni Sigurðardóttur í þýðingu Philip Roughton. Útgefandi er John Murray.
 • Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur (e. A Tale of a Fool?) eftir Guðnýju Hallgrímsdóttur. Þýðandi er Anna Yates og útgefandi Routledge, Taylor & Francis Group.
 • Mörk – saga mömmu (e. And the Swans Began to Sing) eftir Þóru Karítas Árnadóttur, þýðendur eru Áslaug Torfadóttir og Helen Priscilla Matthews og útgefandi er Wild Pressed Books.

Allar fréttir

Annáll nýliðins árs; viðburðaríkt og gjöfult starfsár hjá Miðstöðinni - 8. janúar, 2020 Fréttir

Ótal skemmtilegir viðburðir og farsælt samstarf við fjölda aðila á bókmenntasviðinu, innanlands og utan, setja svip sinn á árið 2019. 

Nánar

Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári - gleðilegt bókmenntaár 2020! - 20. desember, 2019 Fréttir

Við þökkum þeim fjölmörgu sem við áttum ánægjulegt samstarf við á liðnu ári. Sendum öllum kærar kveðjur og óskir um gleðilegt nýtt bókmenntaár! 

Nánar

Óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári! - 19. desember, 2019 Fréttir

Með kærum þökkum til allra okkar fjölmörgu samstarfsaðila fyrir ánægjulega samvinnu á árinu.

Nánar

Allar fréttir