Framhaldsskólar um land allt vilja ólmir fá rithöfunda í heimsókn!

Glæðir áhuga og dýpkar lesskilning nemenda.

4. júní, 2021

Miðstöð íslenskra bókmennta áætlar um 70 höfundaheimsóknir í 14 framhaldsskóla á árinu.

  • 18-hofundar

Miðstöð íslenskra bókmennta hleypti vorið 2020 af stokkunum verkefni sem ber heitið Höfundaheimsóknir í framhaldsskóla. Markmið verkefnisins er að hvetja nemendur til lestrar og auka skilning þeirra og áhuga á bókmenntum og starfi rithöfunda.

Kennurum gefst kostur á að panta heimsókn frá rithöfundi sem fyrirhugað er að lesa verk eftir þá önnina. Verkefnið gaf strax góða raun og það er því fagnaðarefni að Miðstöð íslenskra bókmennta geti boðið upp á höfundaheimsóknirnar aftur í ár - en áætlaðar eru 70 heimsóknir í 14 framhaldsskóla um land allt á þessu ári.

Meðal höfunda sem tekið hafa þátt í verkefninu eru: Andri Snær Magnason, Auður Ava Ólafsdóttir, Bjarni Fritzson, Dagur Hjartarson, Dóri DNA, Einar Kárason, Eva Björg Ægisdóttir, Fríða Ísberg, Gerður Kristný, Guðrún Eva Mínervudóttir, Hildur Knútsdóttir, Jón Gnarr, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Ragnheiður Gestsdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir.

Verkefnið er unnið í góðu samstarfi Miðstöðvar íslenskra bókmennta við Rithöfundasamband Íslands, Skólameistarafélag Íslands og með styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.


Allar fréttir

Authors' Reading Month: Íslenskar bókmenntir í brennidepli í Tékklandi og Slóvakíu - 8. ágúst, 2022 Fréttir

Höfundunum var afar vel tekið ytra en hátíðin er sú stærsta í þessum hluta Evrópu.

Nánar

NordLit fundur haldinn í Stokkhólmi dagana 15.-17. júní - 30. júní, 2022 Fréttir

Í ár var það sænska bókmenntamiðstöðin Statens Kulturråd/Swedish Arts sem var gestgjafi á NordLit fundinum þar sem voru saman komnir starfsmenn bókmenntamiðstöðva allra norðurlandanna.

Nánar

Nýræktarstyrki í ár hljóta þau Guðmundur Magnússon, Nína Ólafsdóttir og Örvar Smárason - 2. júní, 2022 Fréttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarráðherra afhenti Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gunnarshúsi fimmtudaginn 2. júní. 

Nánar

Allar fréttir