Framhaldsskólar um land allt vilja ólmir fá rithöfunda í heimsókn!

Glæðir áhuga og dýpkar lesskilning nemenda.

4. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta áætlar um 70 höfundaheimsóknir í 14 framhaldsskóla á árinu.

  • 18-hofundar

Miðstöð íslenskra bókmennta hleypti vorið 2020 af stokkunum verkefni sem ber heitið Höfundaheimsóknir í framhaldsskóla. Markmið verkefnisins er að hvetja nemendur til lestrar og auka skilning þeirra og áhuga á bókmenntum og starfi rithöfunda.

Kennurum gefst kostur á að panta heimsókn frá rithöfundi sem fyrirhugað er að lesa verk eftir þá önnina. Verkefnið gaf strax góða raun og það er því fagnaðarefni að Miðstöð íslenskra bókmennta geti boðið upp á höfundaheimsóknirnar aftur í ár - en áætlaðar eru 70 heimsóknir í 14 framhaldsskóla um land allt á þessu ári.

Meðal höfunda sem tekið hafa þátt í verkefninu eru: Andri Snær Magnason, Auður Ava Ólafsdóttir, Bjarni Fritzson, Dagur Hjartarson, Dóri DNA, Einar Kárason, Eva Björg Ægisdóttir, Fríða Ísberg, Gerður Kristný, Guðrún Eva Mínervudóttir, Hildur Knútsdóttir, Jón Gnarr, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Ragnheiður Gestsdóttir, Ragnhildur Hólmgeirsdóttir, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Þóra Hjörleifsdóttir.

Verkefnið er unnið í góðu samstarfi Miðstöðvar íslenskra bókmennta við Rithöfundasamband Íslands, Skólameistarafélag Íslands og með styrk frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.


Allar fréttir

Nýræktarstyrkina í ár hljóta Ingólfur Eiríksson, Jakub Stachowiak, Mao Alheimsdóttir og Nína Hjördís Þorkelsdóttir - 3. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur úthlutað fjórum Nýræktarstyrkjum til nýrra höfunda og nemur hver styrkur 500 þúsund krónum. 94 umsóknir bárust í ár, sem er metfjöldi umsókna frá upphafi.

Nánar

Auglýst eftir verkefnastjóra hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Umsóknarfrestur er til 16. júní - 4. júní, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir reynslumiklum og metnaðarfullum verkefnastjóra í fullt starf.

Nánar

Allar fréttir