Fyrri úthlutun styrkja til þýðinga á íslensku 2017

Að þessu sinni var úthlutað rúmum 9.2 milljónum króna í 20 styrki til þýðinga á íslensku. Verk eftir Honoré de Balzac, Han Kang, Paolo Cognetti, Xiaolu Guo og marga fleiri hlutu styrki.

24. apríl, 2017

Alls bárust 37 umsóknir um styrki og sótt var um tæpar 27 milljónir króna. Að þessu sinni var 20 styrkjum úthlutað rúmlega 9.2 milljónum króna til þýðinga á íslensku.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingastyrkja á íslensku, fyrri úthlutun 2017, en umsóknarfrestur rann út 15. mars.

Alls bárust 37 umsóknir um styrki og sótt var um tæpar 27 milljónir króna. Að þessu sinni var 20 styrkjum úthlutað rúmlega 9.2 milljónum króna til þýðinga á íslensku. Þess má geta að á sama tíma í fyrra bárust 24 umsóknir, sótt var um 15 milljónir og var 7.2 milljónum króna úthlutað til 19 þýðingaverkefna. 

Verkin sem hlutu styrki spanna nokkra breidd og eru skáldsögur, smásögur, ljóð, barnabækur og fræðitextar þar á meðal, bæði nútímabókmenntir og sígild verk, og koma frá öllum heimshornum.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

  • The Vegeterian (enska úr kóresku) eftir Han Kang í þýðingu Ingunnar Snædal. Útgefandi: Bjartur.
  • Le mystère Henri Pick (franska) eftir David Foenkinos í þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa.
  • Anne´s house of dreams (enska) eftir L. M. Montgomery í þýðingu Sigríðar Láru Sigurjónsdóttur. Útgefandi: Ástríki ehf.
  • Ljóðaúrval (enska) eftir Ko Un í þýðingu Gyrðis Elíassonar. Útgefandi: Dimma.
  • Le otto montagne (ítalska) eftir Paolo Cognetti í þýðingu Brynju Cortes Andrésdóttur. Útgefandi: Forlagið.
  • Safn rússneskra smásagna (rússneska) eftir ýmsa í þýðingu Áslaugar Agnarsdóttur. Útgefandi: Ugla útgáfa.
  • Père Goriot (franska) eftir Honoré de Balzac í þýðingu Sigurjóns Björnssonar. Útgefandi: Skrudda.
  • Once Upon a Time in the East (enska úr kínversku) eftir Xiaolu Guo í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Útgefandi: Angústúra.

 

Yfirlit yfir þýðingastyrki á íslensku í mars 2017 má finna hér .

Han-KangHan Kang Ko-Un
Ko Un
Chimamanda-Ngozi-AdichieChimamanda Ngozi Adichie David-FoenkinosDavid Foenkinos
BalzacHonoré de Balzac Paolo-CognettiPaolo Cognetti Xiaolu-GuoXiaolu Guo L.-M.-MontgomeryL. M. Montgomery

Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir