Styrkir til þýðinga á íslensku, 19 styrkir veittir í fyrri úthlutun ársins

Þýðendur bókanna sem hlutu styrki að þessu sinni eru þaulreyndir og hafa margir hlotið verðlaun og viðurkenningar. Þýtt er úr ensku, japönsku, spænsku, sænsku, kínversku, ítölsku, frönsku og fleiri tungumálum.

2. maí, 2018

Þýðendur bókanna sem hlutu styrki að þessu sinni eru þaulreyndir og hafa margir hlotið verðlaun og viðurkenningar. Þýtt er úr ensku, japönsku, spænsku, kínversku, ítölsku, frönsku og fleiri tungumálum.

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun styrkja til þýðinga á íslensku, fyrri úthlutun 2018, en umsóknarfrestur rann út 15. mars. Að þessu sinni var úthlutað rúmum 8.2 milljónum króna í 19 styrki, en alls bárust 37 umsóknir og sótt var um rúmar 27 milljónir króna. 

Verk eftir höfundana Yuval Noah Harari, Tara Westover, Pedro Juan Gutiérrez, Heather Morris, Benjamin Chaud og marga fleiri hlutu styrki.

Verkin sem hlutu styrki spanna mikla breidd og eru skáldsögur, smásögur, ljóð, barnabækur og fræðitextar þar á meðal, bæði nútímabókmenntir og sígild verk frá öllum heimshornum.

Hlutverk þýðenda erlendra bókmennta á íslensku er afar mikilvægt því þeir gera íslenskum lesendum kleift að lesa erlendar bækur á móðurmáli sínu og opna með því glugga til annarra menningarheima. Flestir þýðendur bókanna sem hlutu styrki að þessu sinni eru þaulreyndir og margir hverjir verðlaunaþýðendur og þýða í flestum tilvikum bækurnar úr frummálinu.

Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:

  • Sapiens: A Brief History of Humankind eftir Yuval Noah Harari í þýðingu Magneu Matthíasdóttur. Útgefandi: Forlagið
  • Educated eftir Tara Westover í þýðingu Höllu Kjartansdóttur. Útgefandi: Benedikt bókaútgáfa
  • Smásögur heimsins III - Asía og Eyjaálfa eftir 22 höfunda, ritstj. Jón Karl Helgason, Kristín G. Jónsdóttir og Rúnar Helgi Vignisson. Þýðendur: Rúnar Helgi Vignisson, Sigrún Á. Eiríksdóttir, Xinyu Zhang ofl. Útgefandi: Bjartur
  • Trilogia sucia de La Habana eftir Pedro Juan Gutiérrez í þýðingu Kristins R. Ólafssonar. Útgefandi: Bókaútgáfan Sæmundur / Sunnan 4 
  • The Tattooist of Auschwitz eftir Heather Morris í þýðingu Ólafar Pétursdóttur. Útgefandi: Forlagið

  • Mortal Engines eftir Peter Reeve í þýðingu Herdísar M. Hübner. Útgefandi: BF-útgáfa

Í þessari úthlutun var tekin upp sú nýbreytni að bæta við styrkjum til þýddra, vandaðra, myndríkra barna- og ungmennabóka. Meðal þeirra sem hlutu styrki nú eru:

  • The Bolds eftir Julian Clary, myndhöfundur David Roberts. Þýðandi Jakob F. Ásgeirsson. Útgefandi: Ugla útgáfa
  • Die erstaunlichen Abenteuer der Maulina Schmitt. Mein kaputtes Königreich eftir Finn-Ole Heinrich, myndhöfundur Rán Flygenring og þýðandi er Elísa Björg Þorsteinsdóttir. Útgefandi: Angústúra
  • Neues vom Räuber Hotzenplotz eftir Otfried Preussler, myndhöfundur F. J. Tripp, í þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar. Útgefandi: DIMMA


Þess má geta að á sama tíma í fyrra (2017) bárust einnig 37 umsóknir, þá var sótt um tæpar 27 milljónir og var 9.2 milljónum króna úthlutað til 20 þýðingaverkefna.

Hér má sjá allar úthlutanir þýðingastyrkja á íslensku, fyrri úthlutun 2018.

 

  • Heather-Morris
  • Yuval-Noah-Harari
  • Tarta-Westover
  • Otfried_Preussler
  • Ran-Flygenring
  • Finn-Ole-Heinrich_1525266822784
  • Julian-Clary
  • Pedro-Juan-Gutierrez
  • Asa-Larsson

 


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir