Góðir bókadagar í Gautaborg

3. október, 2023

Bókamessan í Gautaborg fór fram dagana 28. september til1. október og komu íslenskir höfundar og bækur þeirra víða við í dagskrá hátíðarinnar en Miðstöð íslenskra bókmennta skipulagði þátttökuna.

  • gautaborg-höfundar
    Íslenski sendiherrann í Svíþjóð, Bryndís Kjartansdóttir, bauð til móttöku í tilefni íslenskrar þátttöku í messunni, þarna eru höfundarnir og Hrefna með sendiherranum.
  • IMG_4011


Bókamessan í Gautaborg fór fram dagana 28. september - 1. október og voru íslenskir höfundar og bækur þeirra áberandi. Rithöfundarnir Sjón, Fríða Ísberg og Ævar Þór Benediktsson sem komu fram á fjölmörgum vönduðum og vel sóttum viðburðum - í samstarfi við útgefendur þeirra í Svíþjóð og Miðstöð íslenskra bókmennta. Íslenski sendiherrann í Svíþjóð, Bryndís Kjartansdóttir, bauð til móttöku í tilefni íslenskrar þátttöku í messunni.

Starfsfólk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fundaði með erlendum útgefendum og umboðsmönnum á messunni og kynnti nýjar og nýlegar íslenskar bókmenntir.

Heiðursgestur í ár var menning sænskra gyðinga með áherslu á sögu, bókmenntir og heimspeki. Þema ársins var borgarlíf en hljóðbókin og málefni tengd henni fengu einnig aukið rými í dagskránni. Fjölbreyttir viðburðir messunnar voru vel sóttir og mikill fjöldi gesta alla dagana frá morgni til kvölds.


  • IMG_3989
  • IMG_3955
  • 384656310_849731537153039_7823028103114723092_n
  • IMG_3993
  • IMG_4005
  • IMG_3986
  • 384752097_849731520486374_1274952407603969049_n
  • 384803977_849731610486365_5504727522457010075_n
  • 384777269_849731553819704_5271961302221161384_n
  • Merking-og-Trold
  • 385872443_849728110486715_3177939708435450920_n
  • Gautaborg-aevar
















 


Allar fréttir

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - 17. mars, 2025 Fréttir

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. 

Nánar

Allar fréttir