Góðir bókadagar í Gautaborg

3. október, 2023

Bókamessan í Gautaborg fór fram dagana 28. september til1. október og komu íslenskir höfundar og bækur þeirra víða við í dagskrá hátíðarinnar en Miðstöð íslenskra bókmennta skipulagði þátttökuna.

  • gautaborg-höfundar
    Íslenski sendiherrann í Svíþjóð, Bryndís Kjartansdóttir, bauð til móttöku í tilefni íslenskrar þátttöku í messunni, þarna eru höfundarnir og Hrefna með sendiherranum.
  • IMG_4011


Bókamessan í Gautaborg fór fram dagana 28. september - 1. október og voru íslenskir höfundar og bækur þeirra áberandi. Rithöfundarnir Sjón, Fríða Ísberg og Ævar Þór Benediktsson sem komu fram á fjölmörgum vönduðum og vel sóttum viðburðum - í samstarfi við útgefendur þeirra í Svíþjóð og Miðstöð íslenskra bókmennta. Íslenski sendiherrann í Svíþjóð, Bryndís Kjartansdóttir, bauð til móttöku í tilefni íslenskrar þátttöku í messunni.

Starfsfólk Miðstöðvar íslenskra bókmennta fundaði með erlendum útgefendum og umboðsmönnum á messunni og kynnti nýjar og nýlegar íslenskar bókmenntir.

Heiðursgestur í ár var menning sænskra gyðinga með áherslu á sögu, bókmenntir og heimspeki. Þema ársins var borgarlíf en hljóðbókin og málefni tengd henni fengu einnig aukið rými í dagskránni. Fjölbreyttir viðburðir messunnar voru vel sóttir og mikill fjöldi gesta alla dagana frá morgni til kvölds.


  • IMG_3989
  • IMG_3955
  • 384656310_849731537153039_7823028103114723092_n
  • IMG_3993
  • IMG_4005
  • IMG_3986
  • 384752097_849731520486374_1274952407603969049_n
  • 384803977_849731610486365_5504727522457010075_n
  • 384777269_849731553819704_5271961302221161384_n
  • Merking-og-Trold
  • 385872443_849728110486715_3177939708435450920_n
  • Gautaborg-aevar
















 


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir