Guðrún Hannesdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2021

22. febrúar, 2021

Verðlaunin hlaut hún fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó, útgefandi er Dimma.

2021

Guðrún Hannesdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó, Dimma gaf bókina út. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin á Gljúfrasteini þann 20. febrúar 2021. 

Dyrnar-2021Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Guðrún hafi þýtt bókina á einstaklega blæbrigðaríkt og kjarnyrt mál svo ætla mætti að sagan hefði verið skrifuð á íslensku. „Samt byggir þýðing Guðrúnar á enskri verðlaunaþýðingu og þótt ekki sé sjálfgefið að texti lifi af svo bugðóttan feril tekst henni að skila lesandanum ítrekuðum tilvitnunum í sögu og bókmenntir jafnframt því að fylgja eftir átökum og vináttu kvennanna tveggja þar sem fast er haldið utan um orðin og aftur af þeim, þar til allt springur,“ segir í umsögninni.

Um verðlaunin

Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt verðlaunin allt frá árinu 2005 og eru þau því veitt í sautjánda sinn í ár.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru sett á stofn til að minna á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska tungu og menningu og til að heiðra þýðendur sem sinna því vandasama verki að færa okkur vandaðar erlendar bókmenntir á móðurmáli okkar.


Allar fréttir

Þýðendaþing Miðstöðvar íslenskra bókmennta tileinkað Sjón - 13. mars, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta efnir til alþjóðlegs þýðendaþings í Reykjavík dagana 28. og 29. apríl 2025 en Miðstöðin hefur haldið slík þing annað hvert ár frá árinu 2017 með þátttakendum víðs vegar að úr heiminum. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Allar fréttir