Guðrún Hannesdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2021

22. febrúar, 2021

Verðlaunin hlaut hún fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó, útgefandi er Dimma.

2021

Guðrún Hannesdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó, Dimma gaf bókina út. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin á Gljúfrasteini þann 20. febrúar 2021. 

Dyrnar-2021Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Guðrún hafi þýtt bókina á einstaklega blæbrigðaríkt og kjarnyrt mál svo ætla mætti að sagan hefði verið skrifuð á íslensku. „Samt byggir þýðing Guðrúnar á enskri verðlaunaþýðingu og þótt ekki sé sjálfgefið að texti lifi af svo bugðóttan feril tekst henni að skila lesandanum ítrekuðum tilvitnunum í sögu og bókmenntir jafnframt því að fylgja eftir átökum og vináttu kvennanna tveggja þar sem fast er haldið utan um orðin og aftur af þeim, þar til allt springur,“ segir í umsögninni.

Um verðlaunin

Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt verðlaunin allt frá árinu 2005 og eru þau því veitt í sautjánda sinn í ár.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru sett á stofn til að minna á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska tungu og menningu og til að heiðra þýðendur sem sinna því vandasama verki að færa okkur vandaðar erlendar bókmenntir á móðurmáli okkar.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir