Guðrún Hannesdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2021

22. febrúar, 2021 Fréttir

Verðlaunin hlaut hún fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó, útgefandi er Dimma.

2021

Guðrún Hannesdóttir hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á skáldsögunni Dyrnar eftir ungversku skáldkonuna Magda Szabó, Dimma gaf bókina út. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin á Gljúfrasteini þann 20. febrúar 2021. 

Dyrnar-2021Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars að Guðrún hafi þýtt bókina á einstaklega blæbrigðaríkt og kjarnyrt mál svo ætla mætti að sagan hefði verið skrifuð á íslensku. „Samt byggir þýðing Guðrúnar á enskri verðlaunaþýðingu og þótt ekki sé sjálfgefið að texti lifi af svo bugðóttan feril tekst henni að skila lesandanum ítrekuðum tilvitnunum í sögu og bókmenntir jafnframt því að fylgja eftir átökum og vináttu kvennanna tveggja þar sem fast er haldið utan um orðin og aftur af þeim, þar til allt springur,“ segir í umsögninni.

Um verðlaunin

Bandalag þýðenda og túlka hefur veitt verðlaunin allt frá árinu 2005 og eru þau því veitt í sautjánda sinn í ár.

Íslensku þýðingaverðlaunin voru sett á stofn til að minna á mikilvægi þýðinga fyrir íslenska tungu og menningu og til að heiðra þýðendur sem sinna því vandasama verki að færa okkur vandaðar erlendar bókmenntir á móðurmáli okkar.


Allar fréttir

Enskur kynningarbæklingur Miðstöðvar íslenskra bókmennta 2021 kominn út! - 14. apríl, 2021 Fréttir

Árlega gefur Miðstöð íslenskra bókmennta út kynningarbækling á ensku, Books from Iceland, sem notaður er til að kynna erlendum útgefendum valdar bækur liðins árs í mörgum flokkum ásamt fleiru.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - umsóknarfrestur til 15. apríl - 18. mars, 2021 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir árlega Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. Átt er við skáldverk í víðri merkingu; sögur, ljóð, leikrit og fleira. Nýræktarstyrkir hafa verið veittir frá árinu 2008; tveir til fimm styrkir í hvert sinn og valið er úr innsendum umsóknum.

Nánar

Nýtt met í fjölda umsókna og veittra styrkja til þýðinga íslenskra bókmennta á erlend mál - 11. mars, 2021 Fréttir

Ekkert lát er á útbreiðslu íslenskra bókmennta erlendis þrátt fyrir heimsfaraldurinn. Samnorrænt átak vegna þýðinga og nýjar leiðir við kynningu bóka og höfunda erlendis hafa skilað góðum árangri.

Nánar

Allar fréttir