Heiðursþátttaka Íslands vakti óskipta athygli á nýafstaðinni bókamessu í Gdansk í Póllandi og íslensku rithöfundarnir fengu einstakar viðtökur

Þátttakan treystir án efa böndin milli Íslands og Póllands enn frekar, stuðlar að gagnkvæmum auknum áhuga á bókmenntum þjóðanna og fjölgar þýðingum á milli tungumálanna tveggja og er nú þegar byrjað að skipuleggja næstu skref í þeim efnum.

4. apríl, 2019

File9-9-1340664-Á sunnudag lauk einstaklega vel heppnaðri þriggja daga bókamessu sem haldin var í blíðskaparveðri í hafnarborginni Gdansk í Póllandi. Ísland var heiðursgestur messunnar og höfundunum frá Íslandi var afar vel tekið og sýndu Pólverjar þeim og íslenskum bókmenntum sérlega mikinn áhuga. Fjölmenni var á messunni alla dagana og fjölbreytt dagskrá; pallborð, upplestrar, vinnustofur og fleiri viðburðir sem voru vel sóttir og messustaðurinn, Polish Baltic Philharmonic, iðaði af lífi.

MessugengidMiðstöð íslenskra bókmennta hafði veg og vanda af þátttöku Íslands í Gdansk í samvinnu við stjórnendur messunnar, sem voru gestgjafar íslenska hópsins. Gestrisni og utanumhald gestgjafanna var aðdáunarvert og dvölin í alla staði ánægjuleg. 

 

IMG_3786

Miðstöðin var með bás á messunni og kynnti þar íslenskar bókmenntir. Þar var jafnframt setningin fyrsta daginn. Sendiherra Íslands í Berlín, Martin Eyjólfsson, hélt opnunarræðu og auk hans flutti Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta ræðu, sem og staðgengill borgarstjórans í Gdansk og landsstjóri Pommern-sýslu.

Rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Einar Kárason, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Elísabet Kristín Jökulsdóttir voru sérstakir heiðursgestir messunnar og tóku öll þátt í pallborði um bækur sínar, íslenskar bókmenntir, þýðingar, menningu, stjórnmál og annað sem brann á spyrlunum og gestum messunnar sem tóku virkan þátt í málstofum.

Einar-Karason-i-pallbordiEinar Kárason ræddi við Agötu Lubowicka og Karolinu Drozdowska frá pólsku þýðendasamtökunum um norrænar bókmenntir fyrir fullu húsi. Hann tók einnig þátt í pallborði með pólskum útgefanda sínum, Marpress, þar sem rætt var um Stormfugla, sem von er á í pólskri þýðingu í haust. Útvarpið í Gdansk tók einnig viðtal við Einar um bækurnar hans og skáldskapinn.

IMG_3874_1554292500786Sigríður Hagalín Björnsdóttir ræddi við bókmenntablaðamanninn Adam Szaja um bækur sínar en Eyland kom út í Póllandi á síðasta ári og von er á Hinu heilaga orði í pólskri þýðingu Jacek Godek á næstunni. Að því loknu áritaði Sigríður Eyland, eða Wyspu eins og hún heitir á pólsku, fyrir áhugasama og seldist upplag útgefandans upp á staðnum.

File10-5-1340691-Hallgrímur Helgason tók þátt í pallborði um lýðræði og bókmenntir en málefnið er Pólverjum afar hugleikið um þessar mundir. Með Hallgrími voru borgarstjóri Gdansk, Aleksandra Dulkiewicz, sem nýverið tók við embættinu, eftir morðið á Pawel Adamowicz og höfundurinn Tomasz Swoboda. Heitar umræður um lýðræði, tungumál og hlutverk höfundarins og bókmenntanna í því samhengi fóru fram fyrir smekkfullum sal.

GTK3-47Elísabet Kristín Jökulsdóttir var einnig í málstofu um verk sín, líf og skáldskap og las upp úr ljóðabókinni Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett og einnig las þekkt pólsk leikkona, Małgorzaty Brajner, ljóð úr bókinni í pólskri þýðingu Jacek Godek við mikinn fögnuð áheyrenda. Að því loknu áritaði Elísabet ljóðabókina fyrir gesti og gangandi.

Málstofa fór fram um bókina Heiða - fjalldalabóndinn eftir Steinunni Sigurðardóttur, pólska leikkonan Karolina Grusza las kafla úr bókinni og skemmtilegar umræður spunnust að því loknu.

Efnt var til vinnustofu með þýðendunum Jacek Godek, Önnu Karen Svövudóttur og Olgu Knasiak þar sem gestir gátu spreytt sig á að þýða Vísur Vatnsenda-Rósu með þeirra hjálp og reyndust margir öflugir „þýðendur“ í salnum.

Öll dagskrá á messunni fór fram á pólsku og þýddi Jacek Godek fyrir íslensku höfundana. Jacek er öflugasti þýðandi íslenskra bókmennta á pólsku og hefur hann þýtt bækur höfundanna fjögurra, sem og flestar þeirra íslensku bóka sem gefnar hafa verið út í Póllandi á liðnum árum.

IMG_3715Frá upphafi hafa 100 íslenskar bækur verið þýddar á pólsku og 85 frá pólsku yfir á íslensku en Pólverjar eru stærsti hópur innflytjenda á Íslandi, eða um 6% þjóðarinnar.

Á íslenska básnum voru nýjar íslenskar bækur sem og bækur eftir íslenska höfunda í pólskri þýðingu og voru viðtökur framar vonum. Mikill áhugi pólskra lesenda á íslenskum bókmenntum og menningu var ánægjulegur og gefur góð fyrirheit um framhaldið. Þátttakan treystir án efa böndin milli Íslands og Póllands enn frekar, stuðlar að gagnkvæmum auknum áhuga á bókmenntum þjóðanna og fjölgar þýðingum á milli tungumálanna tveggja. Einn liður í eftirfylgninni er þýðendaþing sem Miðstöðin heldur á Íslandi í lok apríl og þar mun fjöldi pólskra þýðenda taka þátt.

  • File-31-1340410-
  • File6-12-1340577-
  • IMG_3821
  • IMG_3829_1554292500998
  • IMG_3846
  • 55869190_2198744863773006_6480931200977338368_o
  • Hallgrimur_1554292399040
  • IMG_3882
  • Sigridur-ad-arita
  • GTK1-46-2
  • IMG_3735
  • IMG_3815
  • GTK1-41-2
  • GTK2-39
  • IMG_3937
  • GTK3-47
  • IMG_3994
  • IMG_3991
  • Greta-a-bas
  • IMG_3977
  • IMG_3895
  • IMG_3987
  • IMG_3993
  • IMG_3983
  • 55882025_2198730117107814_3899852488274083840_o
  • Forsida-dagblads-i-Gdansk
  • 55589243_2198734507107375_2648327738665992192_o
  • 56140507_2200135370300622_3801300220239675392_o
  • IMG_3729

  • IMG_4014
  • Bas-a-bokamessunni

 

 

 

 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir