Höfundarnir Andri Snær, Kristín og Bergur Ebbi koma fram á bókamessunni í Gautaborg í haust

2. apríl, 2020

Uppfært: Vegna Covid-19 verður messan ekki haldin með hefðbundnum hætti og engir höfundar utan Svíþjóðar munu taka þátt.

Bókamessan í Gautaborg í Svíþjóð verður haldin dagana 24.-27. september og líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á þessari stærstu og fjölsóttustu bókamessu á Norðurlöndunum.

Höfundarnir Andri Snær Magnason, Kristín Eiríksdóttir og Bergur Ebbi koma fram í mörgum og mismunandi viðburðum á aðaldagskrá hátíðarinnar og verður þeirra þátttaka kynnt betur þegar nær dregur. Þemu ársins eru stafræn menning (digital culture) og lestrarhvatning -  og heiðursgestalandið í ár er Suður-Afríka. 

Miðstöð íslenskra bókmennta skipuleggur þátttöku íslensku höfundanna í samstarfi við stjórnendur bókamessunnar. Jafnframt er miðstöðin með bás á messunni þar sem bækur íslenskra höfunda verða kynntar og til sölu, þar af margar í sænskum þýðingum. Íslandsstofa er samstarfsaðili um básinn og Félag íslenskra bókaútgefenda annast bóksöluna þar. 

IMG_5614


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir