Höfundarnir Andri Snær, Kristín og Bergur Ebbi koma fram á bókamessunni í Gautaborg í haust

2. apríl, 2020 Fréttir

Bókamessan í Gautaborg verður haldin dagana 24.-27. september og líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess.

Bókamessan í Gautaborg í Svíþjóð verður haldin dagana 24.-27. september og líkt og undanfarin ár munu íslenskir höfundar og bókmenntir fá sinn sess á þessari stærstu og fjölsóttustu bókamessu á Norðurlöndunum.

Höfundarnir Andri Snær Magnason, Kristín Eiríksdóttir og Bergur Ebbi koma fram í mörgum og mismunandi viðburðum á aðaldagskrá hátíðarinnar og verður þeirra þátttaka kynnt betur þegar nær dregur. Þemu ársins eru stafræn menning (digital culture) og lestrarhvatning -  og heiðursgestalandið í ár er Suður-Afríka. 

Miðstöð íslenskra bókmennta skipuleggur þátttöku íslensku höfundanna í samstarfi við stjórnendur bókamessunnar. Jafnframt er miðstöðin með bás á messunni þar sem bækur íslenskra höfunda verða kynntar og til sölu, þar af margar í sænskum þýðingum. Íslandsstofa er samstarfsaðili um básinn og Félag íslenskra bókaútgefenda annast bóksöluna þar. 

IMG_5614


Allar fréttir

Tilkynnt um aukaúthlutun Miðstöðvar íslenskra bókmennta. 36 milljónum króna veitt til 45 verkefna af margvíslegum toga - 29. maí, 2020 Fréttir

Meðal styrktra verkefna eru ritstörf, útgáfa, þýðingar, hlaðvörp, bókmenntaviðburðir, vefir, hljóðbókagerð, ritsmiðjur, námskeiðahald og fleira.

Nánar

Fjölbreyttar bækur um náttúru, byggingalist, bókmenntir, sagnfræði, tungumál og fleira fá útgáfustyrki - 14. maí, 2020 Fréttir

Mikil gróska einkenndi umsóknir um útgáfustyrkina í ár sem endurspeglast í úthlutuninni. Von er á fjölbreyttum og spennandi fræðibókum og bókum almenns efnis á næstu misserum.

Nánar

Mikill fjöldi umsókna barst um styrki vegna átaksverkefnis stjórnvalda - 12. maí, 2020 Fréttir

Alls bárust 257 umsóknir frá um 200 umsækjendum. Úthlutað verður fyrir 1. júní.

Nánar

Allar fréttir