Höfundasíða er komin í loftið!

14. október, 2020 Fréttir

Á höfundasíðunni má finna upplýsingar um íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í erlendum þýðingum. Þar er hægt að leita eftir nafni höfundar, bókmenntagrein og/eða tungumáli sem bækurnar hafa verið þýddar á. Upplýsingarnar eru á ensku til kynningar erlendis.

Höfundasíða á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur nú litið dagsins ljós. Þar má finna miklar upplýsingar um þá íslenska höfunda sem eiga bækur í erlendum þýðingum - og lista yfir bækurnar. Athugið að listinn er ekki tæmandi og að fleiri höfundar munu bætast í hópinn.

Á síðunni er hægt að leita eftir nafni höfundar, bókmenntagrein og/eða tungumáli sem bækurnar hafa verið þýddar á. 

Markmiðið er að kynna á aðgengilegan hátt íslenska höfunda og um leið að auðvelda erlendum útgefendum, umboðsmönnum, viðburða- og hátíðahöldurum ofl. leitina að íslenskum höfundum og verkum í þýðingum, upplýsingarnar á síðunni eru því á ensku. Síðan verður án efa gott verkfæri í kynningu íslenskra höfunda og bókmennta.

Hofundasidan_1602683417511

Nokkur dæmi um höfunda á síðunni:

  • Hofundasida-1
  • Hofundasida-3
  • Hofundasida-2

 

 


Allar fréttir

Nýlegar þýðingar íslenskra verka á ýmis tungumál - 6. janúar, 2021 Fréttir

Reglulega berast Miðstöð íslenskra bókmennta bækur sem hlotið hafa styrki til þýðinga úr íslensku á erlend mál. Hér má sjá fjölbreytt úrval bókakápa nýlegra þýðinga. Bækurnar eru aðgengilegar og til útláns í Þjóðarbókhlöðunni.

Nánar

Við óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári! - 21. desember, 2020 Fréttir

Kærar þakkir til allra okkar fjölmörgu samstarfsaðila og bókaunnenda fyrir gjöfult samstarf á árinu.

Nánar

Nýtt myndband: Íslenskir höfundar tala um íslenskar bókmenntir - á frönsku! - 16. desember, 2020 Fréttir

Nú hefur nýju myndbandi verið hleypt af stokkunum sem er gert á frönsku og ætlað til miðlunar og kynningar á frönskumælandi málsvæði. Í því koma fram Auður Ava Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Oddný Eir Ævarsdóttir og Sverrir Norland, en þau eru öll frönskumælandi.

Nánar

Allar fréttir