Höfundasíða er komin í loftið!

14. október, 2020 Fréttir

Á höfundasíðunni má finna upplýsingar um íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í erlendum þýðingum. Þar er hægt að leita eftir nafni höfundar, bókmenntagrein og/eða tungumáli sem bækurnar hafa verið þýddar á. Upplýsingarnar eru á ensku til kynningar erlendis.

Höfundasíða á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur nú litið dagsins ljós. Þar má finna miklar upplýsingar um þá íslenska höfunda sem eiga bækur í erlendum þýðingum - og lista yfir bækurnar. Athugið að listinn er ekki tæmandi og að fleiri höfundar munu bætast í hópinn.

Á síðunni er hægt að leita eftir nafni höfundar, bókmenntagrein og/eða tungumáli sem bækurnar hafa verið þýddar á. 

Markmiðið er að kynna á aðgengilegan hátt íslenska höfunda og um leið að auðvelda erlendum útgefendum, umboðsmönnum, viðburða- og hátíðahöldurum ofl. leitina að íslenskum höfundum og verkum í þýðingum, upplýsingarnar á síðunni eru því á ensku. Síðan verður án efa gott verkfæri í kynningu íslenskra höfunda og bókmennta.

Hofundasidan_1602683417511

Nokkur dæmi um höfunda á síðunni:

  • Hofundasida-1
  • Hofundasida-3
  • Hofundasida-2

 

 


Allar fréttir

Aldrei hafa jafn margar umsóknir um útgáfustyrki borist Miðstöð íslenskra bókmennta - 30. apríl, 2021 Fréttir

Bækur um bókmenntir, náttúru, byggingalist, sagnfræði, hönnun, þjóðmál, tungumál og ýmislegt fleira hljóta útgáfustyrki í ár.

Nánar

36 styrkir veittir til þýðinga á íslensku úr ensku, frönsku, latínu, spænsku, katalónsku og þýsku - 30. apríl, 2021 Fréttir

Verk eftir höfundana Olgu Tokarczuk, Alejandro Palomas, Carson Ellis, Friedrich Hölderlin, Kim Thuy, Hal Sirowitz , Barböru Demick og marga fleiri hlutu þýðingastyrki.

Nánar

23 verk hljóta styrk úr barna- og ungmennabókasjóðnum Auði, sem nú er úthlutað úr í þriðja sinn - 30. apríl, 2021 Fréttir

Markmiðið með Auði er að efla útgáfu vandaðra bóka á íslensku fyrir yngri lesendur, myndríkar bækur sem og textabækur, fræðibækur, skáldverk og allt þar á milli.

Nánar

Allar fréttir