Höfundasíða er komin í loftið!

14. október, 2020

Á höfundasíðunni má finna upplýsingar um íslenska höfunda bóka sem komið hafa út í erlendum þýðingum. Þar er hægt að leita eftir nafni höfundar, bókmenntagrein og/eða tungumáli sem bækurnar hafa verið þýddar á. Upplýsingarnar eru á ensku til kynningar erlendis.

Höfundasíða á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta hefur nú litið dagsins ljós. Þar má finna miklar upplýsingar um þá íslenska höfunda sem eiga bækur í erlendum þýðingum - og lista yfir bækurnar. Athugið að listinn er ekki tæmandi og að fleiri höfundar munu bætast í hópinn.

Á síðunni er hægt að leita eftir nafni höfundar, bókmenntagrein og/eða tungumáli sem bækurnar hafa verið þýddar á. 

Markmiðið er að kynna á aðgengilegan hátt íslenska höfunda og um leið að auðvelda erlendum útgefendum, umboðsmönnum, viðburða- og hátíðahöldurum ofl. leitina að íslenskum höfundum og verkum í þýðingum, upplýsingarnar á síðunni eru því á ensku. Síðan verður án efa gott verkfæri í kynningu íslenskra höfunda og bókmennta.

Hofundasidan_1602683417511

Nokkur dæmi um höfunda á síðunni:

  • Hofundasida-1
  • Hofundasida-3
  • Hofundasida-2

 

 


Allar fréttir

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Þjóðin ver að jafnaði 59 mínútum á dag í lestur samanborið við 69 mínútur fyrir tveimur árum - 13. nóvember, 2025 Fréttir

Í nýrri könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar kemur fram að Íslendingar lesa/hlusta að jafnaði 2,3 bækur á mánuði. Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, þ.e. hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 

Nánar

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Allar fréttir