Ríflega hundrað bækur þýddar úr íslensku á pólsku!

3. apríl, 2019 Fréttir

Fyrsta þýðingin úr íslensku á pólsku var Edda sem gefin var út árið 1807 í Póllandi.

Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni í Gdansk dagana 29.-30. apríl 2019 og þar verða íslenskar bækur, höfundar, þýðendur og þýðingar í brennidepli. 

Fyrsta þýðingin úr íslensku á pólsku var Edda sem kom út árið 1807 í Póllandi og síðan hafa komið út um 100 íslenskar bækur í pólskum þýðingum. Næstu verk komu út öld síðar; Nonni Jóns Sveinssonar, nokkur verka Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness fylgdu í kjölfarið og Dimmalimm eftir Mugg (Guðmund Thorsteinsson) og bækur eftir samtímahöfunda á borð við Einar Kárason, Hallgrím Helgason, Yrsu Sigurðardóttur, Sjón, Arnald Indriðason, Lindu Vilhjálmsdóttur, Guðmund Andra Thorsson, Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Andra Snæ Magnason, Steinar Braga, Elísabetu Jökulsdóttur, Jón Kalman og ýmsa fleiri.

Ríflega helmingur þýðinganna kom út eftir árið 2000 og fer þýðingum úr íslensku á pólsku fjölgandi, og við höfum góðar vonir um að þeim fjölgi enn frekar eftir heiðursþátttökuna í Gdansk!

Hér má sjá nokkrar kápur þeirra íslensku bóka sem hafa verið þýddar á pólsku á liðnum árum.

 • Wiersze
 • DNA_1553184024293
 • Kata_1553182361866
 • Snjoblinda
 • Svortuloft
 • Eyland
 • Gildran_1553182349990
 • Frelsi_1553182353088
 • Valeyrarvalsinn_1553182365546
 • Djoflaeyjan
 • Konan-vid-1000-
 • Hjarta-mannsins

 

 

 


Allar fréttir

Lestur hefur aukist og landsmenn lesa nú að meðaltali 2,3 bækur á mánuði - 15. nóvember, 2019 Fréttir

Niðurstöður nýrrar lestrarkönnunar sýna að konur og barnafjölskyldur lesa mest og að hljóðbókin sækir á. Unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum.

Nánar

Íslenskar bókmenntir njóta mikilla vinsælda í Frakklandi - 6. nóvember, 2019 Fréttir

Þessi misserin er mest þýtt af íslenskum bókum á frönsku, eða um fimmtíu titlar á þremur árum. Höfundar frá Íslandi eru tíðir gestir á bókmenntaviðburðum víða um Frakkland - og þýðendaþing haldið í París.

Nánar

Íslenskir höfundar ferðast um heiminn, kynna verk sín og hitta lesendur - 7. nóvember, 2019 Fréttir

Höfundarnir bera hróður bókmenntanna víða, því árlega kemur fjöldi þeirra fram á fjölbreytilegum bókmenntaviðburðum í öllum heimsálfum og kynnir verk sín, iðulega með stuðningi Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Nánar

Allar fréttir