Ríflega hundrað bækur þýddar úr íslensku á pólsku!

3. apríl, 2019

Fyrsta þýðingin úr íslensku á pólsku var Edda sem gefin var út árið 1807 í Póllandi.

Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni í Gdansk dagana 29.-30. apríl 2019 og þar verða íslenskar bækur, höfundar, þýðendur og þýðingar í brennidepli. 

Fyrsta þýðingin úr íslensku á pólsku var Edda sem kom út árið 1807 í Póllandi og síðan hafa komið út um 100 íslenskar bækur í pólskum þýðingum. Næstu verk komu út öld síðar; Nonni Jóns Sveinssonar, nokkur verka Gunnars Gunnarssonar og Halldórs Laxness fylgdu í kjölfarið og Dimmalimm eftir Mugg (Guðmund Thorsteinsson) og bækur eftir samtímahöfunda á borð við Einar Kárason, Hallgrím Helgason, Yrsu Sigurðardóttur, Sjón, Arnald Indriðason, Lindu Vilhjálmsdóttur, Guðmund Andra Thorsson, Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Andra Snæ Magnason, Steinar Braga, Elísabetu Jökulsdóttur, Jón Kalman og ýmsa fleiri.

Ríflega helmingur þýðinganna kom út eftir árið 2000 og fer þýðingum úr íslensku á pólsku fjölgandi, og við höfum góðar vonir um að þeim fjölgi enn frekar eftir heiðursþátttökuna í Gdansk!

Hér má sjá nokkrar kápur þeirra íslensku bóka sem hafa verið þýddar á pólsku á liðnum árum.

  • Wiersze
  • DNA_1553184024293
  • Kata_1553182361866
  • Snjoblinda
  • Svortuloft
  • Eyland
  • Gildran_1553182349990
  • Frelsi_1553182353088
  • Valeyrarvalsinn_1553182365546
  • Djoflaeyjan
  • Konan-vid-1000-
  • Hjarta-mannsins

 

 

 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir