Ísland heiðursgestur á bókmenntahátíð í Gdansk í Póllandi

Þetta er mikilvægt tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir í Póllandi, enda mikill áhugi á íslenskum og norrænum bókmenntum þar í landi og Pólverjar annálaðir fyrir mikinn lestraráhuga almennt.

21. nóvember, 2018 Fréttir

  • FB_gtk-cover-photo


Miðstöð íslenskra bókmennta hefur þegið boð um að Ísland verði heiðursgestur á bókmenntahátíðinni Gdańskie Targi Książki í Gdansk í Póllandi í lok mars 2019. 

Hátt í 100 pólskir útgefendur taka þátt í bókamessunni og dagskráin er fjölbreytt; upplestrar og samtöl við höfunda, vinnustofur, sýningar og tónleikar innblásnir af bókmenntaverkum.

Þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli, sem og þýðingar á pólsku úr íslensku og fleira. 

Þetta er mikilvægt tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir í Póllandi, enda mikill áhugi á íslenskum og norrænum bókmenntum þar og Pólverjar annálaðir fyrir mikinn lestraráhuga almennt. 

Miðstöð íslenskra bókmennta vinnur með aðstandendum hátíðarinnar að útfærslunni og dagskráin tekur á sig lokamynd á næstu vikum og verður kynnt nánar fljótlega.


Allar fréttir

Tuttugu milljónum úthlutað til þýðinga á íslensku. Sífelld fjölgun umsókna og veittra styrkja - 18. desember, 2018 Fréttir

79% landsmanna finnst mikilvægt að láta þýða erlendar bækur á íslensku

Nánar

Meirihluti landsmanna les bækur og fær hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum. Konur lesa meira en karlar. - 13. desember, 2018 Fréttir

Niðurstöðurnar gefa sterkar vísbendingar um að lestur sé enn stór þáttur í lífi landsmanna og að viðhorf fólks sé jákvætt í garð bókmennta, lestrar og opinbers stuðnings við bókmenntir.

Nánar

Læknaði heimþrána með því að þýða, en getur ekki hætt. - 7. desember, 2018 Fréttir

„Fyrir mér er þetta starf hreint út sagt fíkn þar sem ég er fyrst og fremst notandi. Þegar ég sneri til Danmerkur eftir mína Íslandsdvöl á sínum tíma læknaði ég heimþrána með því að þýða, en mér er alveg fyrirmunað að hætta“ segir danski þýðandinn Erik Skyum-Nielsen í viðtali.

Nánar

Allar fréttir