Ísland heiðursgestur á bókmenntahátíð í Gdansk í Póllandi

Þetta er mikilvægt tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir í Póllandi, enda mikill áhugi á íslenskum og norrænum bókmenntum þar í landi og Pólverjar annálaðir fyrir mikinn lestraráhuga almennt.

21. nóvember, 2018

  • FB_gtk-cover-photo


Miðstöð íslenskra bókmennta hefur þegið boð um að Ísland verði heiðursgestur á bókmenntahátíðinni Gdańskie Targi Książki í Gdansk í Póllandi í lok mars 2019. 

Hátt í 100 pólskir útgefendur taka þátt í bókamessunni og dagskráin er fjölbreytt; upplestrar og samtöl við höfunda, vinnustofur, sýningar og tónleikar innblásnir af bókmenntaverkum.

Þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli, sem og þýðingar á pólsku úr íslensku og fleira. 

Þetta er mikilvægt tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir í Póllandi, enda mikill áhugi á íslenskum og norrænum bókmenntum þar og Pólverjar annálaðir fyrir mikinn lestraráhuga almennt. 

Miðstöð íslenskra bókmennta vinnur með aðstandendum hátíðarinnar að útfærslunni og dagskráin tekur á sig lokamynd á næstu vikum og verður kynnt nánar fljótlega.


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir