Ísland heiðursgestur á bókmenntahátíð í Gdansk í Póllandi

Þetta er mikilvægt tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir í Póllandi, enda mikill áhugi á íslenskum og norrænum bókmenntum þar í landi og Pólverjar annálaðir fyrir mikinn lestraráhuga almennt.

21. nóvember, 2018 Fréttir

  • FB_gtk-cover-photo


Miðstöð íslenskra bókmennta hefur þegið boð um að Ísland verði heiðursgestur á bókmenntahátíðinni Gdańskie Targi Książki í Gdansk í Póllandi í lok mars 2019. 

Hátt í 100 pólskir útgefendur taka þátt í bókamessunni og dagskráin er fjölbreytt; upplestrar og samtöl við höfunda, vinnustofur, sýningar og tónleikar innblásnir af bókmenntaverkum.

Þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli, sem og þýðingar á pólsku úr íslensku og fleira. 

Þetta er mikilvægt tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir í Póllandi, enda mikill áhugi á íslenskum og norrænum bókmenntum þar og Pólverjar annálaðir fyrir mikinn lestraráhuga almennt. 

Miðstöð íslenskra bókmennta vinnur með aðstandendum hátíðarinnar að útfærslunni og dagskráin tekur á sig lokamynd á næstu vikum og verður kynnt nánar fljótlega.


Allar fréttir

Ísland heiðursgestur á bókamessunni í Gdansk 29.-31. mars - 31. janúar, 2019 Fréttir

Íslensku höfundarnir Hallgrímur Helgason, Steinunn Sigurðardóttir, Elísabet Jökulsdóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir verða gestir á messunni.

Nánar

Þau hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin í ár! - 30. janúar, 2019 Fréttir

Hallgrímur Helgason hlaut verðlaunin fyrir skáldsöguna Sextíu kíló af sólskini, Sigrún Eldjárn fyrir Silfurlykilinn og höfundar Flóru Íslands þau Hörður Kristinsson, Þóra Ellen Þórhallsdóttir og Jón Baldur Hlíðberg.

Nánar

Allar fréttir