Ísland heiðursgestur á bókmenntahátíð í Gdansk í Póllandi

Þetta er mikilvægt tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir í Póllandi, enda mikill áhugi á íslenskum og norrænum bókmenntum þar í landi og Pólverjar annálaðir fyrir mikinn lestraráhuga almennt.

21. nóvember, 2018 Fréttir

  • FB_gtk-cover-photo


Miðstöð íslenskra bókmennta hefur þegið boð um að Ísland verði heiðursgestur á bókmenntahátíðinni Gdańskie Targi Książki í Gdansk í Póllandi í lok mars 2019. 

Hátt í 100 pólskir útgefendur taka þátt í bókamessunni og dagskráin er fjölbreytt; upplestrar og samtöl við höfunda, vinnustofur, sýningar og tónleikar innblásnir af bókmenntaverkum.

Þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli, sem og þýðingar á pólsku úr íslensku og fleira. 

Þetta er mikilvægt tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir í Póllandi, enda mikill áhugi á íslenskum og norrænum bókmenntum þar og Pólverjar annálaðir fyrir mikinn lestraráhuga almennt. 

Miðstöð íslenskra bókmennta vinnur með aðstandendum hátíðarinnar að útfærslunni og dagskráin tekur á sig lokamynd á næstu vikum og verður kynnt nánar fljótlega.


Allar fréttir

Annáll nýliðins árs; viðburðaríkt og gjöfult starfsár hjá Miðstöðinni - 8. janúar, 2020 Fréttir

Ótal skemmtilegir viðburðir og farsælt samstarf við fjölda aðila á bókmenntasviðinu, innanlands og utan, setja svip sinn á árið 2019. 

Nánar

Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári - gleðilegt bókmenntaár 2020! - 20. desember, 2019 Fréttir

Við þökkum þeim fjölmörgu sem við áttum ánægjulegt samstarf við á liðnu ári. Sendum öllum kærar kveðjur og óskir um gleðilegt nýtt bókmenntaár! 

Nánar

Óskum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári! - 19. desember, 2019 Fréttir

Með kærum þökkum til allra okkar fjölmörgu samstarfsaðila fyrir ánægjulega samvinnu á árinu.

Nánar

Allar fréttir