Ísland heiðursgestur á bókmenntahátíð í Gdansk í Póllandi

Þetta er mikilvægt tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir í Póllandi, enda mikill áhugi á íslenskum og norrænum bókmenntum þar í landi og Pólverjar annálaðir fyrir mikinn lestraráhuga almennt.

21. nóvember, 2018 Fréttir

  • FB_gtk-cover-photo


Miðstöð íslenskra bókmennta hefur þegið boð um að Ísland verði heiðursgestur á bókmenntahátíðinni Gdańskie Targi Książki í Gdansk í Póllandi í lok mars 2019. 

Hátt í 100 pólskir útgefendur taka þátt í bókamessunni og dagskráin er fjölbreytt; upplestrar og samtöl við höfunda, vinnustofur, sýningar og tónleikar innblásnir af bókmenntaverkum.

Þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli, sem og þýðingar á pólsku úr íslensku og fleira. 

Þetta er mikilvægt tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir í Póllandi, enda mikill áhugi á íslenskum og norrænum bókmenntum þar og Pólverjar annálaðir fyrir mikinn lestraráhuga almennt. 

Miðstöð íslenskra bókmennta vinnur með aðstandendum hátíðarinnar að útfærslunni og dagskráin tekur á sig lokamynd á næstu vikum og verður kynnt nánar fljótlega.


Allar fréttir

Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir og Ragnar Jónasson á Gautaborgarmessunni í ár - 21. júní, 2019 Fréttir

Þau taka þátt í fjölbreyttri dagskrá messunnar dagana 26.-29. september.

Nánar

Nýræktarstyrki 2019 hljóta Auður Stefánsdóttir fyrir barnabókina Í gegnum þokuna og Kristján H. Guðmundsson fyrir smásagnasafnið Afkvæni - 6. júní, 2019 Fréttir

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti Nýræktarstyrki Miðstöðvar íslenskra bókmennta í Gunnarshúsi.

Nánar

Eva Rún Snorradóttir hlýtur Maístjörnuna fyrir ljóðabók sína Fræ sem frjóvga myrkrið - 22. maí, 2019 Fréttir

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaunin fyrir ljóðabók sem kom út á árinu 2018. 

Nánar

Allar fréttir