Ísland heiðursgestur á bókmenntahátíð í Gdansk í Póllandi

Þetta er mikilvægt tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir í Póllandi, enda mikill áhugi á íslenskum og norrænum bókmenntum þar í landi og Pólverjar annálaðir fyrir mikinn lestraráhuga almennt.

21. nóvember, 2018

  • FB_gtk-cover-photo


Miðstöð íslenskra bókmennta hefur þegið boð um að Ísland verði heiðursgestur á bókmenntahátíðinni Gdańskie Targi Książki í Gdansk í Póllandi í lok mars 2019. 

Hátt í 100 pólskir útgefendur taka þátt í bókamessunni og dagskráin er fjölbreytt; upplestrar og samtöl við höfunda, vinnustofur, sýningar og tónleikar innblásnir af bókmenntaverkum.

Þar verða íslenskar bókmenntir og höfundar í brennidepli, sem og þýðingar á pólsku úr íslensku og fleira. 

Þetta er mikilvægt tækifæri til að kynna íslenskar bókmenntir í Póllandi, enda mikill áhugi á íslenskum og norrænum bókmenntum þar og Pólverjar annálaðir fyrir mikinn lestraráhuga almennt. 

Miðstöð íslenskra bókmennta vinnur með aðstandendum hátíðarinnar að útfærslunni og dagskráin tekur á sig lokamynd á næstu vikum og verður kynnt nánar fljótlega.


Allar fréttir

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna og unglingabókaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 17. apríl, 2024 Fréttir

Unglingasagan Hrím eftir Hildi Knútsdóttur og barnabókin Skrímslavinafélagið eftir Tómas Zoëga og myndlýst af Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur eru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Íslenskar bækur væntanlegar á 21 erlendu tungumáli - 15. apríl, 2024 Fréttir

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir 55 styrkir til þýðinga íslenskra bóka á 21 tungumál, þar á meðal ensku, frönsku, pólsku, þýsku, úkraínsku, ítölsku, spænsku, sænsku, finnsku og færeysku.

Nánar

Tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 - 22. febrúar, 2024 Fréttir

Skáldævisagan Jarðsetning eftir Önnu Maríu Bogadóttur og skáldsagan Tól eftir Kristínu Eiríksdóttur eru tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir Íslands hönd.

Nánar

Allar fréttir