Íslenskar bækur á fjölda erlendra tungumála eru aðgengilegar í Þjóðarbókhlöðunni

Samstarfssamningur Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Landsbókasafns/Háskólabókasafns tryggir aðgengi að íslenskum bókum í erlendum þýðingum

21. júní, 2024

Hægt er að finna allar þýðingar íslenskra verka á erlendar tungur í ítarlegri þýðingaskrá Landsbókasafnsins. 

Tíu ár eru liðin frá því Miðstöð íslenskra bókmennta og Landsbókasafn Íslands / Háskólabókasafn gerðu með sér ótímabundinn samning um að safna ítarlegum upplýsingum um útgáfu íslenskra bókmennta á öðrum tungumálum en íslensku og tryggja aðgang að þeim.

Allar íslenskar bækur í erlendum þýðingum eru aðgengilegar í þýðingaskrá á lbs.leitir.is. Þar er t.d. hægt að leita eftir höfundi og eftir höfundi og tungumáli/um

Leitir-skjamynd

Markmið samningsins er að til verði heildarlisti yfir íslenskar bækur sem koma út í útlöndum í erlendum þýðingum. Í þessu skyni afhendir Miðstöðin Landsbókasafni /Háskólabókasafni a.m.k. eitt eintak af hverri bók sem Miðstöðin veitir styrk yfir á erlendar tungur.

Jonkalman-a-itolsku

Berist safninu fleiri en eitt eintak af bókum er annað eintakið til útláns en hitt til aflestrar í lestrarsal Íslandssafns í Þjóðarbókhlöðunni.


 


Allar fréttir

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Allar fréttir