Íslenskar bækur á fjölda erlendra tungumála eru aðgengilegar í Þjóðarbókhlöðunni

Samstarfssamningur Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Landsbókasafns/Háskólabókasafns tryggir aðgengi að íslenskum bókum í erlendum þýðingum

21. júní, 2024

Hægt er að finna allar þýðingar íslenskra verka á erlendar tungur í ítarlegri þýðingaskrá Landsbókasafnsins. 

Tíu ár eru liðin frá því Miðstöð íslenskra bókmennta og Landsbókasafn Íslands / Háskólabókasafn gerðu með sér ótímabundinn samning um að safna ítarlegum upplýsingum um útgáfu íslenskra bókmennta á öðrum tungumálum en íslensku og tryggja aðgang að þeim.

Allar íslenskar bækur í erlendum þýðingum eru aðgengilegar í þýðingaskrá á lbs.leitir.is. Þar er t.d. hægt að leita eftir höfundi og eftir höfundi og tungumáli/um

Leitir-skjamynd

Markmið samningsins er að til verði heildarlisti yfir íslenskar bækur sem koma út í útlöndum í erlendum þýðingum. Í þessu skyni afhendir Miðstöðin Landsbókasafni /Háskólabókasafni a.m.k. eitt eintak af hverri bók sem Miðstöðin veitir styrk yfir á erlendar tungur.

Jonkalman-a-itolsku

Berist safninu fleiri en eitt eintak af bókum er annað eintakið til útláns en hitt til aflestrar í lestrarsal Íslandssafns í Þjóðarbókhlöðunni.


 


Allar fréttir

Íslenskar bókmenntir taka flugið! - 21. mars, 2025 Fréttir

Grein eftir Hrefnu Haraldsdóttur, framkvæmdastjóra Miðstöðvar íslenskra bókmennta sem birtist í Vísbendingu 21. mars 2025. Vorhefti tímaritsins er tileinkað skapandi greinum.

Nánar

52 styrkir veittir til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál í fyrri úthlutun ársins - 18. mars, 2025 Fréttir

Meðal verka sem nú rata til nýrra lesenda eru Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson, DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur, Vigdís: Bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring og Sextíu kíló af sunnudögum eftir Hallgrím Helgason.

Nánar

Auglýst eftir umsóknum um Nýræktarstyrki - 17. mars, 2025 Fréttir

Árlega veitir Miðstöð íslenskra bókmennta Nýræktarstyrki fyrir skáldverk höfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum, óháð aldri, til að hvetja þá til frekari dáða á þeirri braut. 

Nánar

Allar fréttir