Íslenskar bækur á fjölda erlendra tungumála eru aðgengilegar í Þjóðarbókhlöðunni

Samstarfssamningur Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Landsbókasafns/Háskólabókasafns tryggir aðgengi að íslenskum bókum í erlendum þýðingum

21. júní, 2024

Hægt er að finna allar þýðingar íslenskra verka á erlendar tungur í ítarlegri þýðingaskrá Landsbókasafnsins. 

Tíu ár eru liðin frá því Miðstöð íslenskra bókmennta og Landsbókasafn Íslands / Háskólabókasafn gerðu með sér ótímabundinn samning um að safna ítarlegum upplýsingum um útgáfu íslenskra bókmennta á öðrum tungumálum en íslensku og tryggja aðgang að þeim.

Allar íslenskar bækur í erlendum þýðingum eru aðgengilegar í þýðingaskrá á lbs.leitir.is. Þar er t.d. hægt að leita eftir höfundi og eftir höfundi og tungumáli/um

Leitir-skjamynd

Markmið samningsins er að til verði heildarlisti yfir íslenskar bækur sem koma út í útlöndum í erlendum þýðingum. Í þessu skyni afhendir Miðstöðin Landsbókasafni /Háskólabókasafni a.m.k. eitt eintak af hverri bók sem Miðstöðin veitir styrk yfir á erlendar tungur.

Jonkalman-a-itolsku

Berist safninu fleiri en eitt eintak af bókum er annað eintakið til útláns en hitt til aflestrar í lestrarsal Íslandssafns í Þjóðarbókhlöðunni.


 


Allar fréttir

Barna- og ungmennabókahöfundar verða áberandi í erlendri kynningu - 12. janúar, 2026 Fréttir

Nýtt kynningarrit um íslenska barna- og ungmennabókahöfunda í vændum, þátttaka í barnabókamessunni í Bologna og aukinn stuðningur við þýðingar barna- og ungmennabóka á erlend mál. 

Nánar

Viðburðaríkt ár hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 8. janúar, 2026 Fréttir

Á árinu veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 70 milljónir króna í styrki til bókaútgáfu, innlendra og erlendra þýðinga, ferðalaga höfunda og í nýræktarstyrki. Kynningarstarf erlendis var öflugt og einkenndist af bókamessum, fundahöldum með erlendum útgefendum og gjöfulu samstarfi með þýðendum og sendiráðum. 

Við bjóðum nýtt ár velkomið og hlökkum til komandi verkefna, enn fleiri bóka!

Nánar

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1 mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Allar fréttir