Íslenskar bækur á fjölda erlendra tungumála eru til útláns í Þjóðarbókhlöðunni

Samstarfssamningur Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Landsbókasafns/Háskólabókasafns tryggir yfirlit, varðveislu og aðgengi að íslenskum bókum í erlendum þýðingum

21. ágúst, 2019 Fréttir

Landsbókasafn/Háskólabókasafn tryggir varðveislu og aðgang að þeim bókum sem Miðstöð íslenskra bókmennta afhendir safninu og tekur að sér að koma aukaeintökum, ef einhver verða, áfram til annarra safna.

Um mitt ár 2014 gerðu Miðstöð íslenskra bókmennta og Landsbókasafn Íslands / Háskólabókasafn með sér ótímabundinn samning um að safna ítarlegum upplýsingum um útgáfu íslenskra bókmennta á öðrum tungumálum en íslensku og tryggja aðgang að þeim.

Markmið samningsins er að til verði heildarlisti yfir íslenskar bækur sem koma út í útlöndum í erlendum þýðingum. Í þessu skyni afhendir Miðstöðin Landsbókasafni /Háskólabókasafni a.m.k. eitt eintak af hverri bók sem Miðstöðin veitir styrk yfir á erlendar tungur og hefur það verið gert frá árinu 2014 og lætur nærri að hátt í þúsund bækur hafi verið afhentar safninu til varðveislu og útláns á tímabilinu.

Landsbókasafn/Háskólabókasafn tryggir varðveislu og aðgang að þeim bókum sem Miðstöð íslenskra bókmennta afhendir safninu og tekur að sér að koma aukaeintökum, ef einhver verða, áfram til annarra safna. 

Jafnframt kveður samningurinn á um að báðir aðilar safni ítarlegum upplýsingum um útgáfu íslenskra bókmennta á öðrum tungumálum en íslensku, umfram þær sem hljóta þýðingarstyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta, og gera þær aðgengilegar í Gegni/Leitum. 

Og nú styttist óðum í opnun ítarlegrar þýðingaskrár á leitir.is þar sem fletta má upp gríðarlegu magni upplýsinga um íslenskar bækur, höfunda þeirra og þýðendur og markar skráin tímamót í varðveislu og aðgengi að þeim upplýsingum.

Íslensk síða: https://leitir.is/primo-explore/search?query=lsr06,contains,ice,AND&tab=default_tab&search_scope=ISLENSKU&sortby=rank&vid=SERVSV&lang=is_IS&mode=advanced&offset=0

ensk síða: https://leitir.is/primo-explore/search?query=lsr06,contains,ice,AND&tab=default_tab&search_scope=ISLENSKU&sortby=rank&vid=SERVSV&lang=en_US&mode=advanced&offset=0

 

 


Allar fréttir

Ný og aðgengileg þýðendasíða tekin í notkun með lista yfir virka þýðendur á erlend mál - 10. september, 2019 Fréttir

Á síðunni má finna greinargóðar og aðgengilegar upplýsingar um þýðendurna, menntun og bakgrunn - sem og helstu verk sem þau hafa þýtt úr íslensku.  

Nánar

Tveir styrkjaflokkar bæst við á árinu hjá Miðstöð íslenskra bókmennta - 6. september, 2019 Fréttir

Hlutverk Miðstöðvar íslenskra bókmennta er að efla bókmenningu á Íslandi, kynna íslenskar bókmenntir erlendis og stuðla að aukinni útbreiðslu þeirra.

Nánar

Á Gautaborgarmessunni í ár ræða íslenskir höfundar hefðina, nútímann, ímyndunarafl, ljóðrænu, glæpasögur og ofurhetjur ... - 21. ágúst, 2019 Fréttir

Auður Ava Ólafsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Ragnar Jónasson og Sigrún Eldjárn eru fulltrúar Íslands á messunni í ár.

Nánar

Allar fréttir