Íslenskar bækur á fjölda erlendra tungumála eru til útláns í Þjóðarbókhlöðunni

Samstarfssamningur Miðstöðvar íslenskra bókmennta og Landsbókasafns/Háskólabókasafns tryggir yfirlit, varðveislu og aðgengi að íslenskum bókum í erlendum þýðingum

21. ágúst, 2019

Landsbókasafn/Háskólabókasafn tryggir varðveislu og aðgang að þeim bókum sem Miðstöð íslenskra bókmennta afhendir safninu og tekur að sér að koma aukaeintökum, ef einhver verða, áfram til annarra safna.

Um mitt ár 2014 gerðu Miðstöð íslenskra bókmennta og Landsbókasafn Íslands / Háskólabókasafn með sér ótímabundinn samning um að safna ítarlegum upplýsingum um útgáfu íslenskra bókmennta á öðrum tungumálum en íslensku og tryggja aðgang að þeim.

Markmið samningsins er að til verði heildarlisti yfir íslenskar bækur sem koma út í útlöndum í erlendum þýðingum. Í þessu skyni afhendir Miðstöðin Landsbókasafni /Háskólabókasafni a.m.k. eitt eintak af hverri bók sem Miðstöðin veitir styrk yfir á erlendar tungur og hefur það verið gert frá árinu 2014 og lætur nærri að hátt í þúsund bækur hafi verið afhentar safninu til varðveislu og útláns á tímabilinu.

Landsbókasafn/Háskólabókasafn tryggir varðveislu og aðgang að þeim bókum sem Miðstöð íslenskra bókmennta afhendir safninu og tekur að sér að koma aukaeintökum, ef einhver verða, áfram til annarra safna. 

Jafnframt kveður samningurinn á um að báðir aðilar safni ítarlegum upplýsingum um útgáfu íslenskra bókmennta á öðrum tungumálum en íslensku, umfram þær sem hljóta þýðingarstyrki frá Miðstöð íslenskra bókmennta, og gera þær aðgengilegar í Gegni/Leitum. 

Einnig má geta þess að eintak af hverri bók sem Miðstöðin veitir norrænan þýðingastyrk (úr íslensku á norræn mál) er auk þess aðgengilegt á bókasafni Norræna hússins.

Og nú styttist óðum í opnun ítarlegrar þýðingaskrár á leitir.is þar sem fletta má upp gríðarlegu magni upplýsinga um íslenskar bækur, höfunda þeirra og þýðendur og markar skráin tímamót í varðveislu og aðgengi að þeim upplýsingum. 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir