Íslenskar bækur eiga lesendur um allan heim. 96 styrkir veittir til þýðinga á 29 tungumál árið 2017

Sýnishorn af þeim fjölda bóka sem komið hafa út í erlendum þýðingum á liðnum misserum

12. mars, 2018

Meðal núlifandi íslenskra höfunda sem hafa verið þýddir á fjölda erlendra tungumála eru: Arnaldur Indriðason, Sjón, Jón Kalman Stefánsson, Auður Ava Ólafsdóttir, Andri Snær Magnason, Yrsa Sigurðardóttir, Einar Már Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir, Hallgrímur Helgason, Oddný Eir Ævarsdóttir, Ragnar Jónasson, Lilja Sigurðardóttir, Kristín Steinsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl,  - svo aðeins nokkrir séu nefndir. Á liðnu ári veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 96 styrki til þýðinga á 29 tungumál. Mest verður þýtt á ensku, frönsku, dönsku, norsku og þýsku, en auk þess er nú unnið að þýðingum íslenskra bóka á rússnesku, ítölsku, grísku, arabísku, tékknesku, ungversku og mörg fleiri tungumál.  
Hér neðar má sjá kápumyndir af nokkrum íslenskum bókum á erlendum tungum.

Enskar-thyd-nov-17_1520853891783Erl-thyd-juni-2017_1520853886356Nyjar-thydingar---jan-2015---9_1520937083500Erlendir-titlar-mynd-okt-2014---2Nylegar-thydingar-a-ensku_1520936873353Baekur-upp-a-rond,-okt-2017


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir