Íslenskar bækur eiga lesendur um allan heim. 96 styrkir veittir til þýðinga á 29 tungumál árið 2017

Sýnishorn af þeim fjölda bóka sem komið hafa út í erlendum þýðingum á liðnum misserum

12. mars, 2018

Meðal núlifandi íslenskra höfunda sem hafa verið þýddir á fjölda erlendra tungumála eru: Arnaldur Indriðason, Sjón, Jón Kalman Stefánsson, Auður Ava Ólafsdóttir, Andri Snær Magnason, Yrsa Sigurðardóttir, Einar Már Guðmundsson, Steinunn Sigurðardóttir, Hallgrímur Helgason, Oddný Eir Ævarsdóttir, Ragnar Jónasson, Lilja Sigurðardóttir, Kristín Steinsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl,  - svo aðeins nokkrir séu nefndir. Á liðnu ári veitti Miðstöð íslenskra bókmennta 96 styrki til þýðinga á 29 tungumál. Mest verður þýtt á ensku, frönsku, dönsku, norsku og þýsku, en auk þess er nú unnið að þýðingum íslenskra bóka á rússnesku, ítölsku, grísku, arabísku, tékknesku, ungversku og mörg fleiri tungumál.  
Hér neðar má sjá kápumyndir af nokkrum íslenskum bókum á erlendum tungum.

Enskar-thyd-nov-17_1520853891783Erl-thyd-juni-2017_1520853886356Nyjar-thydingar---jan-2015---9_1520937083500Erlendir-titlar-mynd-okt-2014---2Nylegar-thydingar-a-ensku_1520936873353Baekur-upp-a-rond,-okt-2017


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir