Íslenskar bókmenntir gera það gott í Danmörku

Mikill áhugi er á íslenskum verkum og hafa átta verk þegar komið út í danskri þýðingu á árinu

19. júní, 2024

Verk eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Gyrði Elíasson, Hallgrím Helgason, Einar Má Guðmundsson og fleiri eru nýkomin út í Danmörku.

Það sem af er ári hafa átta íslensk verk komið út í danskri þýðingu og von er á fleirum. Verkin eru fjölbreytt, bæði ný og eldri, skáldsögur, ljóð og glæpasögur. Danskir útgefendur og lesendur hafa undanfarin misseri sýnt íslenskum bókmenntum mikinn áhuga og hafa verkin fengið glimrandi dóma. 

Nokkrir þeirra dönsku þýðenda sem hafa þýtt þessi verk hittust í Reykjavík á Þýðendaþingi vorið 2022 og ræddu þá m.a. aukinn áhuga landa sinna á íslenskum bókmenntum en á Þýðendaþinginu það ár komu saman þýðendur frá öllum Norðurlöndunum, enda sjónum beint að norðurlandamálum í það skipti.

IldenEldarnir - Ástin og aðrar hamfarir / Ilden
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Þýðandi: Annette Lassen
Útgefandi í Danmörku: Lindhardt og Ringhof

 

SorgstenTregasteinn / Sorgsten 
Arnaldur Indriðason
Þýðandi: Rolf Stavnem
Útgefandi í Danmörku: Gyldendal

 

Reykjavik_1718794284875Reykjavík / Reykjavík
Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir
Þýðandi: Rolf Stavnem
Útgefandi í Danmörku: Gads Forlag

 

Friefolk

Sjálfstætt fólk / Frie Folk
Halldór Laxness
Þýðandi: Nanna Kalkar
Útgefandi í Danmörku: Turbine

 

Skaersild_655093_1Gættu þinna handa / Skærsild 
Yrsa Sigurðardóttir
Þýðandi: Nanna Kalkar
Útgefandi í Danmörku: Lindhardt og Ringhof

 

Tres-kiloSextíu kíló af kjaftshöggum / Tres kilo kæberaslere 
Hallgrímur Helgason
Þýðandi: Kim Lembek
Útgefandi í Danmörku: Lindhardt og Ringhof

 

GyrdirSíðasta vegabréfið - Draumstol / Sidste rejsebrev - Drømmetab
Gyrðir Elíasson
Þýðandi: Erik Skyum-Nielsen
Útgefandi í Danmörku: Jensen & Dalgaard

 

EinarmarÞví dæmist rétt vera / Thi kendes for ret
Einar Már Guðmundsson
Þýðandi: Erik Skyum-Nielsen
Útgefandi í Danmörku: Lindhardt og Ringhof

 

 


Allar fréttir

Sumarlokun skrifstofu - 2. júlí, 2025 Fréttir

Skrifstofa Miðstöðvar íslenskra bókmennta er lokuð frá 3. júlí til 5. ágúst.  Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan - 2. júní, 2025 Fréttir

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Nánar

Allar fréttir