Íslenskar bókmenntir gera það gott í Danmörku

Mikill áhugi er á íslenskum verkum og hafa átta verk þegar komið út í danskri þýðingu á árinu

19. júní, 2024

Verk eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur, Gyrði Elíasson, Hallgrím Helgason, Einar Má Guðmundsson og fleiri eru nýkomin út í Danmörku.

Það sem af er ári hafa átta íslensk verk komið út í danskri þýðingu og von er á fleirum. Verkin eru fjölbreytt, bæði ný og eldri, skáldsögur, ljóð og glæpasögur. Danskir útgefendur og lesendur hafa undanfarin misseri sýnt íslenskum bókmenntum mikinn áhuga og hafa verkin fengið glimrandi dóma. 

Nokkrir þeirra dönsku þýðenda sem hafa þýtt þessi verk hittust í Reykjavík á Þýðendaþingi vorið 2022 og ræddu þá m.a. aukinn áhuga landa sinna á íslenskum bókmenntum en á Þýðendaþinginu það ár komu saman þýðendur frá öllum Norðurlöndunum, enda sjónum beint að norðurlandamálum í það skipti.

IldenEldarnir - Ástin og aðrar hamfarir / Ilden
Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Þýðandi: Annette Lassen
Útgefandi í Danmörku: Lindhardt og Ringhof

 

SorgstenTregasteinn / Sorgsten 
Arnaldur Indriðason
Þýðandi: Rolf Stavnem
Útgefandi í Danmörku: Gyldendal

 

Reykjavik_1718794284875Reykjavík / Reykjavík
Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir
Þýðandi: Rolf Stavnem
Útgefandi í Danmörku: Gads Forlag

 

Friefolk

Sjálfstætt fólk / Frie Folk
Halldór Laxness
Þýðandi: Nanna Kalkar
Útgefandi í Danmörku: Turbine

 

Skaersild_655093_1Gættu þinna handa / Skærsild 
Yrsa Sigurðardóttir
Þýðandi: Nanna Kalkar
Útgefandi í Danmörku: Lindhardt og Ringhof

 

Tres-kiloSextíu kíló af kjaftshöggum / Tres kilo kæberaslere 
Hallgrímur Helgason
Þýðandi: Kim Lembek
Útgefandi í Danmörku: Lindhardt og Ringhof

 

GyrdirSíðasta vegabréfið - Draumstol / Sidste rejsebrev - Drømmetab
Gyrðir Elíasson
Þýðandi: Erik Skyum-Nielsen
Útgefandi í Danmörku: Jensen & Dalgaard

 

EinarmarÞví dæmist rétt vera / Thi kendes for ret
Einar Már Guðmundsson
Þýðandi: Erik Skyum-Nielsen
Útgefandi í Danmörku: Lindhardt og Ringhof

 

 


Allar fréttir

Norrænu bókmenntamiðstöðvarnar með sameiginlegan stand í Frankfurt - 8. október, 2025 Fréttir

Eftir mörg ár í umsjón Félags íslenskra bókaútgefenda verða breytingar á fyrirkomulagi á básnum í Frankfurt þegar Miðstöð íslenskra bókmennta slæst í hóp systurstofnana sinna á Norðurlöndum og verður þar með sameiginlegan norrænan bás, Halle 4.1, B17

Nánar

Afar vel sótt bókamessa í Gautaborg - 1. október, 2025 Fréttir

Íslenskar bókmenntir vöktu athygli á Bókamessunni í Gautaborg, þar sem fulltrúar Miðstöðvarinnar hittu norræna útgefendur og höfundarnir Yrsa Sigurðardóttir og Eiríkur Örn Norðdahl hlutu góðar viðtökur frá sænskum lesendum.

Nánar

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Allar fréttir