Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan

Heimssýningin í Osaka frá apríl til október 2025

2. júní, 2025

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Þjóðardagur Íslands á heimssýningunni í Osaka er haldinn 29, maí þar sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, er heiðursgestur. Dagskráin er þétt skipuð, en yfirskrift dagsins er „Friður og jafnrétti“.

Höfundurinn Rán Flygenring átti samtal við þýðandann Shohei Akakura sem þýddi bók hennar um Vigdísi Finnbogadóttur sem nýlega kom út í Japan. Borgarstjórinn í Reykjavík, Heiða Björg Hilmisdóttir setur viðburðinn. Auk þess er á dagskrá íslensk tónlist og margt fleira.


Allar fréttir

Íslensku bókahönnunarverðlaunin 2025: Tilnefningar - 19. nóvember, 2025 Fréttir

Tilkynnt hefur verið um tilnefningar til Íslensku bókahönnunarverðlaunanna 2025 en það eru Félag íslenskra bókaútgefanda (FÍBÚT) og Félag íslenskra teiknara (FÍT) sem standa að verðlaununum.

Nánar

Þjóðin ver að jafnaði 59 mínútum á dag í lestur samanborið við 69 mínútur fyrir tveimur árum - 13. nóvember, 2025 Fréttir

Í nýrri könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar kemur fram að Íslendingar lesa/hlusta að jafnaði 2,3 bækur á mánuði. Tölurnar sýna einnig að dregið hefur úr lestri bóka á öllum formum, þ.e. hefðbundinna bóka, raf- og hljóðbóka. 

Nánar

46 styrkir veittir til þýðinga íslenskra verka - mikill áhugi í Danmörku og Frakklandi - 29. október, 2025 Fréttir

Miðstöð íslenskra bókmennta veitir tvisvar á ári styrki til þýðinga íslenskra bóka á erlend mál. 50 umsóknir bárust í þessari síðari úthlutun ársins og veittir voru 33 styrkir. Þá voru veittir 13 styrkir til norrænna þýðinga.

Nánar

Allar fréttir