Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan

Heimssýningin í Osaka frá apríl til október 2025

2. júní, 2025

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Þjóðardagur Íslands á heimssýningunni í Osaka er haldinn 29, maí þar sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, er heiðursgestur. Dagskráin er þétt skipuð, en yfirskrift dagsins er „Friður og jafnrétti“.

Höfundurinn Rán Flygenring átti samtal við þýðandann Shohei Akakura sem þýddi bók hennar um Vigdísi Finnbogadóttur sem nýlega kom út í Japan. Borgarstjórinn í Reykjavík, Heiða Björg Hilmisdóttir setur viðburðinn. Auk þess er á dagskrá íslensk tónlist og margt fleira.


Allar fréttir

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Karólína Rós Ólafsdóttir og Natan Jónsson hljóta Nýræktarstyrki í ár - 6. júní, 2025 Fréttir

Nýræktarstyrkir Miðstöðvar íslenskra bókmennta voru veittir í átjánda sinn þann 5. júní. Styrkirnir eru 500.000 kr. og eru veittir til nýrra höfunda fyrir óbirt handrit. 

Nánar

Allar fréttir