Íslenskar bókmenntir á heimssýningunni í Japan

Heimssýningin í Osaka frá apríl til október 2025

2. júní, 2025

Rán Flygenring höfundur og Shohei Akakura japanski þýðandi hennar taka þátt í bókmenntaviðburðum á heimssýningunni sem nú stendur yfir í Osaka í Japan. 

 

Þjóðardagur Íslands á heimssýningunni í Osaka er haldinn 29, maí þar sem Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, er heiðursgestur. Dagskráin er þétt skipuð, en yfirskrift dagsins er „Friður og jafnrétti“.

Höfundurinn Rán Flygenring átti samtal við þýðandann Shohei Akakura sem þýddi bók hennar um Vigdísi Finnbogadóttur sem nýlega kom út í Japan. Borgarstjórinn í Reykjavík, Heiða Björg Hilmisdóttir setur viðburðinn. Auk þess er á dagskrá íslensk tónlist og margt fleira.


Allar fréttir

24 styrkir veittir til þýðinga á íslensku í seinni úthlutun ársins - 5. janúar, 2026 Fréttir

Veittir voru 44 styrkir að upphæð 17,1mkr í tveimur úthlutunum á árinu; 9 mkr í fyrri úthlutun ársins og 8,1mkr í þeirri síðari.

Nánar

Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2025 og Íslensku glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans - 3. desember, 2025 Fréttir

Tilnefnd eru fimm verk í þremur flokkum Íslensku bókmenntaverðlaunanna, auk fimm verka til Íslensku glæasagnaverðlaunanna. Félag íslenskra bókaútgefenda stendur að verðlaununum. 

Nánar

Niðurstöður norrænnar könnunar um heildartekjur af útflutningi bókmennta - 2. desember, 2025 Fréttir

Samkvæmt könnuninni námu tekjur af bókmenntaútflutningi frá Norðurlöndunum nærri 78,5 milljónum evra árið 2024. Um það bil 4250 þýðingasamningar voru gerðir fyrir hönd norrænna höfunda.

Nánar

Allar fréttir