Íslenskir útgefendur efla tengslin við sænska kollega í Stokkhólmi

Markmið Miðstöðvar íslenskra bókmennta með útgefendaskiptum við Svía er að efla tengsl milli fagaðila, kynna íslenskar bókmenntir í Svíþjóð, fjölga þýðingum og auka útbreiðslu þeirra þar.

26. júní, 2019

Útgefendaskipti milli Íslands og Svíþjóðar fóru fram í fyrsta sinn núna í júnímánuði. 

Í júní efndi Miðstöð íslenskra bókmennta til samstarfs við sænsku bókmenntamiðstöðina, Swedish Literature Exchange, um útgefendaskipti milli landanna. Þrír íslenskir útgefendur fóru utan í þrjá daga og þrír sænskir útgefendur/umboðsmenn komu hingað til lands í jafnlangan tíma, en sambærileg skipti hafa verið reynd milli annarra norrænna landa og hafa gefið góða raun. Markmiðið með útgefendaskiptunum við Svía er að efla tengsl milli fagaðila/útgefenda, kynna íslenskar bókmenntir í Svíþjóð, fjölga þýðingum og auka útbreiðslu þeirra þar.

Þau sem Miðstöð íslenskra bókmennta styrkti til fararinnar voru Valgerður Benediktsdóttir frá Forlaginu, Guðrún Vilmundardóttir frá Benedikt bókaútgáfu og Páll Valsson frá Bjarti og voru þau sammála um ferðin til Stokkhólms hefði verið afar vel heppnuð í alla staði. Þau fengu hlýjar móttökur og góða kynningu á sænskri bókaútgáfa hjá sænsku bókmenntastöðinni og hittu kollega sína á góðum og gagnlegum fundum á skrifstofum útgefenda um alla borg.

Þau þrjú sem komu til Reykjavíkur í sömu erindagjörðum voru Kajsa Palo frá Ahlander Agency, Linda Altrov Berg frá Norstedts Agency og Jonas Ellström frá Ellström förlag og fengu þau kynningu á starfi Miðstöðvar íslenskra bókmennta, íslenskum bókamarkaði, þýðingum og styrkjamöguleikum. Síðast en ekki síst áttu þau góða fundi með mörgum íslenskum útgefendum, höfundum og þýðendum. Hér má lesa viðtal við þau um heimsóknina

„Ferðin til Stokkhólms var frábær, móttökurnar dásamlegar og ég kom heim í miklu uppstreymi eftir að hafa hitt marga útgefendur og treyst böndin vel og vandlega!” Valgerður Benediktsdóttir hjá Forlaginu

 

„Ég hafði verulegt gagn og gaman af þessum útgefendaskiptum” segir Guðrún Vilmundardóttir hjá Benedikt bókaútgáfu, “það veitir manni svo miklu betri mynd að hitta fólk á heimavelli”.

 

„Þarna gafst tækifæri til að ræða mál betur og gefa sér góðan tíma sem ekki gefst t.d. á bókamessunni í Frankfurt þar sem allt er neglt niður í hinn níðþrönga tímaramma.“ Páll Valsson hjá Bjarti 


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir