Elísabet Gunnarsdóttir og Hildur Hákonardóttir hlutu Íslensku þýðingaverðlaunin

Verðlaunin hlutu þær fyrir Walden eða Lífið í skóginum eftir Henry David Thoreau. Útgefandi er Dimma.

5. mars, 2018

Verðlaunin hlutu þær fyrir Walden eða Lífið í skóginum eftir Henry David Thoreau. Útgefandi er Dimma.

Elísabet Gunnarsdóttir og Hildur Hákonardóttir hlutu Íslensku þýðingaverðlaunin 2018 fyrir þýðingu sína á Walden eða Lífið í skóginum eftir Henry David Thoreau. Útgefandi er Dimma. Þetta er í fjórtánda sinn sem verðlaunin eru veitt.

Umsögn dómnefndar

Walden eða Lífið í skóginum er eitt af höfuðverkum bandarískra bókmennta og segja má að verkið marki upphafsspor í vestrænni hugsun um náttúruvernd og samband manns og náttúru. 

Walden

Samvinnuþýðing Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur er einkar vel heppnuð og fangar 19. aldar stemningu og tærleika þessa klassíska texta á sérlega vandaðri íslensku án þess að vera gamaldags. Orðgnótt og afar næm tilfinning þýðenda fyrir samspili tungumáls og efnis lyftir textanum upp á ljóðrænt svið þar sem hugblær og hrifnæmi náttúruunnandans lætur engan lesanda ósnortinn.

Eftirmálar og skýringar þýðenda bera vott um ígrundaða vinnu og einfaldar og fallegar teikningar Hildar gefa bókinni aukið gildi. Allur frágangur bókarinnar er til sóma og hún er ákaflega vandaður og fallegur prentgripur."

Í dómnefnd sátu Ingunn Ásdísardóttir, Helga Soffía Einarsdóttir og Steinþór Steingrímsson. Ingunn Ásdísardóttir var formaður dómnefndar.


Allar fréttir

Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í ár - 4. september, 2025 Fréttir

Flóttinn á norðurhjarann fjallar um mæðgur sem þurfa að flýja erfiðar aðstæður og takast á við margar hindranir í leit sinni að betra lífi. Söguhetjan er stelpa sem í upphafi sögu er tólf ára gömul og sagan er alfarið sögð frá hennar sjónarhorni sem gerir lesendum auðveldara að setja sig í hennar spor. Sagan gerist undir lok 18. aldar í kjölfar Móðuharðindanna og margvíslegra erfiðleika af þeirra sökum.

Nánar

Ást, losti og dramatík eru þemu bókamessunnar í Gautaborg í ár - 1. september, 2025 Fréttir

Eiríkur Örn Norðdahl og Yrsa Sigurðardóttir taka þátt í viðburðum á bókamessunni í Gautaborg í ár.  Leikritun og leikritaskrif eru einnig í kastljósinu á hátíðinni og leikskáldin Birgir Jón Sigurðsson og Hrafnhildur Hagalín segja frá verkum sínum, sköpunarferli og íslenskri leikhúsmenningu. 

Nánar

Upplýsingar um allar íslenskar bækur á frönsku og sænsku aðgengilegar - 19. ágúst, 2025 Fréttir

Dr. Hanna Steinunn Þorleifsdóttir, fyrrum yfirmaður norrænu deildarinnar við háskólann í Caen í Frakklandi heldur úti athyglisverðum vef með upplýsingum um allar þýðingar sem komið hafa út á frönsku og  John Swedenmark þýðandi hefur haft veg og vanda af sambærilegum  sænskum vef samvinnu við íslenska sendiráðið í Stokkhólmi og fleiri.

Nánar

Allar fréttir